Faxi - 01.03.1956, Blaðsíða 1
FAXI
3. tbl. • XVI. ár
MARZ
1956
Utgefandi:
Málfundafélagið Faxi
Keflavík.
Þessi glœsilegu skip hafa i vetur bœtzt viö
bátaflota Keflvíkinga
Hinn 8. febrúar kom til Keflavíkur fyrsti
stálbáturinn, sem smíðaður er í Þýzka-
landi. Er þetta 22.57 metra langur bátur
og um 76 rúmlestir. Hann er útbúinn
þýzkri 240 hestafla dieselvél frá firmanu
Mak Kiel, og er ganghraði hans mjög
góður, sem nokkuð má marka af því, að
hann var aðeins 5l/2 súlarhring frá Ham-
borg til Keflavíkur, heimahafnar sinnar.
Báturinn er búinn hinum fullkomnustu
takjum, m. a. vatnsþrýstikerfi fyrir drykkj-
arvatn, þvottavatn o. fl. Allur frágangur
bátsins er með hinum mesta glæsibrag og
öllu mjög haganlega fyrir komið, enda
stuðst við ráðleggingar og teikningar Egils
Þorfinnssonar skipasmiðs, sem teiknaði
alla innréttingu með hliðsjún til krafna
íslenzkra sjúmanna. Báturinn er smíðaður
eftir ströngustu kröfum íslenzku skipa-
skoðunarinnar og þýzka Lloyds fyrir út-
hafsskip. Fisklestin er klædd með alui
minium. Báturinn er smíðaður hjá D. W.
Kremer Sohn í Elmshorn, en umboðs-
menn þess firma hér á landi er Kristján
G. Gíslason & Co. Eigendur bátsins eru
Olafur Loftsson og hinn kunni aflamaður
Þorsteinn Þúrðarson, skipstjúri í Keflavík.
Báturinn var tilbúinn til veiða við heim-
komu, með öllum útbúnaði bæði til þorsk-
og síldveiða. Við smíði þessa báts hefur
ekkert verið til sparað, enda er hann allur
hinn glæsilegasti.
Þann 4. febrúar í vetur hljúp af stokk-
unum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur nýr
bátur, sem hlaut nafnið m.b. Ólafur Magn-
ússon. Eigendur bátsins eru Albert Ólafs-
son útgerðarmaður, Erlendur Júnsson og
Maren Júnsdúttir. Skipstjúri er Óskar lngi-
bergsson. Báturinn er smíðaður úr eik, 58
smálestir að stærð t)g vélitt 280 hestafla
dieselvél, Mannheim gerð. Ganghraði
bátsins er mjög gúður, enda vélin öflug,
trtiðað við stærð bátsins. Teikningu gerði
Egill Þorfinnsson í Keflavík, en Bjarni
Einarsson skipasmiður sá um bvggingu
bátsins. Niðursetning vélar sá um Jún
Valdimarsson og raflagnir Snæljús, Kefla.
Báturinn er hinn vandaðisti í alla staði.
Hann er búinn öllum nauðsynlegustu ör-
yggistækjum og þar á meðal Simraad dýpt-
armæli með Astic útfærslu. Er mikill feng-
ur að þessu glæsilega skipi í flota Keflvík-
inga.