Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1956, Page 6

Faxi - 01.03.1956, Page 6
34 F A X I ar skipgengar og er nú greiðfær skipaleið frá Knoxville alla leið upp til Minneapolis um árnar Tennessee, Ohio og Mississippi. Hefur hér verið gerð mikil og kostnaðar- söm samgönguleið, og eru margir skipa- stigarnir mikil mannvirki. I einum skipa- stiganum er t. d. munur á lægsta og hæsta vatni 80 fet. Engin gjöld eru greidd fyrir að sigla í gegnum skipastigana og er það samkvæmt lögum TVA. Þá hefur TVA reist áburðarverksmiðjur og hefur sérstök tilraunabú, þar sem áburð- urinn er prófaður og bændum sýndur ár- angurinn. Aður en TVA tók til starfa var á þessu svæði víða neyðarástand, eins og áður er skýrt frá. Bændur voru hér mjög fátækir og langt á eftir tímanum. Hér hefur mikil breyting orðið til hins betra. TVA hefur neytt bændur til þess að taka upp hag- kvæmari búskaparhætti, t. d. með fjöl- breyttari ræktun og notkun tilbúins áburð- ar. Enda hafa tekjur bænda hér aukist hlutfallslega meira en annars staðar í Bandaríkjunum á sama tíma. Raforkuframleiðsla TVA er nú um 8 millj. kw. á ári. En 1958 er áætlað að fram- leiðslan verði um 10 millj. kw. Þar af verði 4 millj. framleiddar með vatnsafli og 6 millj. með gufu. Um 20 þús. manns vinna hjá fyrirtæk- inu í 7 ríkjum, sem það hefur starfsemi. Þar af eru 6500 sem vinna í skrifstofum og eru um 1500 þeirra verkfræðingar. Um 10% starfsfólksins eru blökkumenn og er það svipað hlutfall og meðal íbúanna í þessum héruðum. Fólkið á þessu svæði hafði lítinn áhuga á verkalýðsmálum, þegar TVA tók þar fyrst til starfa. En nú er þar allt starfsfólk í stéttarfélögum, sem hafa samninga við TVA. 'Starfsmenn TVA eru undir sömu lögum og aðrir ríkisstarfsmenn og mega því ekki gera verkföll. En samningar þeirra eru endurskoðaðir árlega. Víða hefur fyrirtækið komið upp kvik- myndahúsum, leikvöllum og bókasöfnum fyrir starfsmenn sxna, einkum þá, er þurfa að dvelja við vinnuna fjarri heimilum sín- um. Einn daginn skoðuðum við fyrstu virkj- un TVA, Norris-Dam, sem er um 25 míl. í norð-austur frá Knoxville. Var virkjun þessi byggð á árunum 1933—36. Er virkj- unin kennd við öldungardeildar þing- manninn 'Georg W. Norris, er bar fram frumvarpið til laga um TVA. Virkjunin er 2 túrbínur, 50 kwst. hvor eða um helmingi stærri en Sogsvirkjunin. Stíflan er 265 fet á hæð og 1872 fet á lengd, og kostaði virkjunin um 36 mill. dollara. TVA selur alla raforku sína í heildsölu, sveitarfélögum, samvinnufélögum og iðn- fyrirtækjum. Sveitarfélögin og samvinnu- félögin annast svo dreyfingu orkunnar. — Meðalverð á rafmagni i smásölu er hér ÍVi cent hver kwst. Ég hefi hér með fáum orðum reynt að lýsa því risafyrirtæki, sem TVA er. En slík lýsing er aðeins sem svipmynd og engan veginn, sem vert væri, því hér er hugsjón orðin að veruleika, sem víða á erfitt uppdráttar. Hér er stofnun, sem hef- ur það markmið að vinna að velferð fjöld- ans, og árangur starfsins er þessi: Komið hefur verið í veg fyrir áframhaldandi skemmdir af völdum náttúruaflanna, sam- göngur hafa verið bættar og lífskjör fólks- ins, sem þarna býr, hafa batnað svo, að æfintýri er líkast. Þetta er enn athyglis- verðara þegar þess er gætt, að slík stofnun verður til og veg í landi, þai', sem trúin á einstaklingsframtakið er ríkjandi. Við komu dönsku konungshjónanna til íslands 10. apríl. Konungshjónin og forsetahjónin hluta á konungssönginn danska og íslenzka þjóðsönginn. — Ljósm.: S. Nikulásson.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.