Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1956, Side 8

Faxi - 01.03.1956, Side 8
36 F A X I Gufubaðstofa í Keflavík --------------------------------------------------------------------------------------- Fá -y | Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- AAI stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. \____________________________________________________________________________________ Laugardaginn 24. þ. m. var gufubaðstofa af finnskri gerð tekin í notkun í Sundhöll Keflavíkur. I tilefni af þessum merka á- fanga, bauð sundhallarnefnd íþróttafull- trúa ríkisins, bæjarstjórn Keflavíkur og blaðamönnum, að skoða baðstofuna. For- maður sundhallarnefndar, Margeir Jóns- son, bauð gesti velkomna, minntist á starf- semina, sem lægi að baki þessum fram- kvæmdum og gaf íþróttafulltrúanum, Þor- steini Einarssyni orðið, en hann lýsti í greinagóðu erindi baðstofum og baðmenn- ingu förnmanria, sýndi teikningar af göml- um baðstofum, sem hafa verið grafnar úr jörðu, bæði hér á landi og á Grænlandi. Taldi hann að baðstofan hafi verið mjög almenn og mikið notuð í fornöld og hafi hún þá stuðlað að heilbrigði og hreysti fólksins, sem kunni vel að meta gildi henn- ar fyrir sál og líkama. Þótti mönnum fróð- legt að hlýða á erindi fulltrúans, sem er mjög fróður og áhugasamur um þessa hluti. Að lokum talaði svo forseti bæjar- stjórnar, Alfreð Gíslason, er bar fram þakkir til sundhallarnefndar og íþrótta- fulltrúa, er ávallt hefðu sýnt mikinn dugn- að í störfum sínum og ættu drýgstan þátt í framgangi þessa máls. Einnig flutti hann kveðju bæjarstjóra, er var fjarverandi. Var síðan baðstofan skoðuð og útskýrt notagildi hennar af íþróttafulltrúa og sundhallarstjóra, Hafsteini Guðmundssyni. Hér á landi munu nú vera til 40 slíkar baðstofur og 14 af þeim eru hitaðar með rafmagni eins og þessi. Baðstofan er í kjallara Sundhallarinnar, í norðurálmunni og fylgja henni 2 önnur lítil herbergi, bún- ingsherbergi með skápum fyrir 8 manns og baðklefi með steypiböðum og hand- laug. Baðstofan er öll hin vistlegasta, klædd innan með harðvið og eru í henni 2 set- bekkir fyrir 8 manns. I henni er sænskur rafmagnsofn af nýjustu gerð, sem hitar baðstofuna upp á örstuttum tíma. Þá eru og 2 mælar í stofunni, annar er sýnir loft- hitann, en hinn mælir rakann í stofunni. Geta gestir sjálfir ráðið rakastigi baðstof- unnar með því að skvetta vatni á steina, sem í ofninum eru. I upphafi var svo til ætlast, að baðstofan yrði aðeins opin 3 kvöld í viku, frá klukk- Hvenær fáum Við lifum á öld tæknilegra stórstígra fram- fara ,þar sem sv.o að segja hver dagur færir okkur fréttir um einhverjar markverðar nýj- ungar, sem horfa til heilla fyrir land og þjóð. Fyrir nokkrum áratugum bjó ísl. þjóðin í óupphituðum torfbæjum, drcifð um hið víð- áttumikla land sitt. Seinna lærði hún að hita hýbýli sín með mó og sauðataði, þá komu kolin til sögunnar og ollu byltingu í upphit- un húsa, en þau höfðu ekki verið lengi not- uð, þegar olían leysti þau af hólmi og sam- tímis því tóku menn að hagnýta sér jarðhit- ann og rafmagnið, þar sem því varð auðveld- legast við komið, og nú er þróunin komin á það stig, að fallvötn landsins lýsa og verma hýbýli manna og heitt vatn hefir verið beizl- að og leitt í stríðum straumum um langa vcgu til þorpa og bæja„ því þar er af nógu að taka í okkar ágæta landi. Með hliðsjón af því, að kol og olíu verður að kaupa frá útlöndum fyrir geysi-háar fjár- hæðir í erlenduin gjaldeyri, sem við erum þó síst of rík af, og með tilliti til þess, hversu landið er auðugt af heitu vatni, sem streymir fram í laugum þess og hverum, þá er það næsta eðlileg þróun, að hveravatn og hvera- gufa sé í vaxandi mæli notað í þessu skyni, og að þjóð, sem vill vera sjálfri sér nóg og á þessi náttúruauðæfi, kosti kapps um að afla þerira tækja, sem með þarf við leit að heitum lindum og v.ið hagnýtingu jarðhitans til upp- hitunar húsa. Hér við bætist svo það, að talið er að reynsla sé fengin fyrir því, að álitlegt sé að hagnýta jarðhita til framleiðslu á þungu vatni, sem er mjög þýðingarmikið efni í sam- bandi við kjarnorkuframleiðslu til friðsam- lcgra nota, og mætti því nvega ætla, að slík framleiðsla hér á landi, þar scm orkan er an 4,30 tíl kl. 6 og frá kl. 8—10. En aðsókn varð strax það mikil, eftir að stofan var opnuð, að ekki þótti fært annað en hafa hana opna á hverju kvöldi á fyrrgreind- um tímum. Heppilegt fyrirkomulag þykir að leigja baðstofuna út fyrir starfsmanna- hópa, og hafa nú þegar margir slíkir hóp- ar verið myndaðir, sem hafa fasta tíma einu sinni eða tvisvar í viku. Þó verður stofan opin fyrst um sinn fyrir almenning á þriðjudögum kl. 8—10 e. h. fyrir konur og á laugardögum fyrir karla kl. 2—5 e. h. Þrátt fyrir mikla eftirspurn getur fólk enn við hitaveitu? nóg geti orðið mjög arðvænleg til útflutn- ings. Vitneskjan um þenna möguleika leiðir svo aftur til stóraukinna rannsókna á jarð- hitasvæðunum, sem auðvelda bæjum, er liggja ekki langt frá, að hagnýta hveravatn og hveragufu til upphitunar íbúðarhúsa. Hef- ir þetta verið gert á ýmsum smærri stöðum, t. d. í Olafsfirði mcð mjög góðum árangri. Nú vill svo til, að hér á Reykjanesinu er gýf- urlegur jarðhiti og mikið gufuuppstreymi. Þykir því sýnt, að þar megi fá mikla hita- orku, þó enn sé það ekki full rannsakað. Fyrir nokkrum árum var samþykkt í bæjar- stjón Keflavíkur tillaga um fjárframlag nokk- urt til styrktar rannsóknum á hitasvæðum Reykjaness og víðar og mun nokkru fé árlega hafa verið varið í þessu skyni og hefir Kefla- vík þar með tryggt sér hlutdeild í þeim mögu- leikum, er þessar rannsóknir kunna að leiða í ljós. Nú vita það allir, að á Suðurnesjum, eink- um þó i Keflavík, Njarðv.íkum og á Kefla- víkurflugvelli, er saman komið mikið fjöl- menni, svo að segja á einum stað, og ætti þv.í að vera fullkomlega tímabært að ræða þessi mál í fullri alvöru. Reykjavíkurbær og Hafn- arfjörður eru um þessar mundir að bindast samtökum um nýting jarðhitans í Krísuvík með sameiginlega hitaveitu fyrir augum, og væri sannarlcga ekki síður þörf á slíkum sam- tökum hér, varðandi hitalindir Reykjaness, og væri þá um leið eðlilegt, að Kcflavík liefði þar forustuna. Mun þetta brýna hagsmunamál verða rætt nánar hér í blaðinu bráðlega og þá gefnar þær upplýsingar, sem fyrir hendi kunna að vera, t. d. um orkumagn og áætl- aðan kostnað og hvernig hugsanlegt sé að afla fjár til þcssa mannvirkis. fengið sértíma og ber því þá að snúa sér til sundhallarstjórans, varoandi slíka tíma. Ritstj. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Keflavík hélt 25 ára afmæli sitt hátíðlegt í húsi U. M. F. K., laugardaginn 7. apríl. Afmælis- fagnaður þessi fór mjög vel fram, og var félaginu til sóma. Kvennadeildin í Keflavík á að baki sér merkan starfsferil, enda hafa félagskonur ávallt sýnt mikinn dugnað og samheldni um málefni félagsins. Formaður er frk. Jónína Guðjónsdóttir Framnesi.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.