Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1962, Qupperneq 2

Faxi - 01.02.1962, Qupperneq 2
18 F A X 1 gjöfum, nefnilega 100 rd. samkvæmt bréfi yðar frá 13. september 1861 og nú aftur 50 rd., og ennfremur hafi hann gefið henni nýja skírnarskál og að mestu leyti silfurkaleik þann og patínu, sem hún eigi, hvort tveggja 50 rd. Það er hvort tveggja, að samkvæmt framanskrifuðu og mér sendri lýsingu á kirkjunni, sem útdregin er af visitazium yðar 1861 og í ár, mun hús þetta vera einkar fagurt, og það svo, eins og þér kom- izt að orði í næstnefndri visitaziu, að varla mun tignarlegra hús af timbri gjört að finna liér á landi, enda er upphæð bygg- ingarkostnaðarins ekki minni en 1853 rd., 43/ en bæði fyrir fyrrnefndar gjafir og porzion kirkjunnar hefir höggvist svo mikið skarð í kostnað þenna, að kirkjan var í næstliðnum fardögum aðeins í skuld um 1031 rd. 86/, og leggið þér það þvi til, að ég staðfesti téðan reikning svo lagaðan, sem hann nú er. Ég skal því ekki fresta að samþykkja og staðfesta umgetinn reikning og það með því' mciri ánægju, sem þér hafið tckið það fram, að allur frágangur á kirkjunni og hverju því cr henni tilheyrir beri ljcSsan vott um framúrskarandi höfðingsskap beneficiarii og vakandi áhuga hans á því, að gjöra þetta guðshús sem veglegast í öllu; en jafnframt bið ég yðar velæru- verðugheit við næstu visitaziu að votta viðkomandi beneficario í mínu nafni hið innilegasta og virðingarfyllsta þakklæti fyrir þá rausn og sómasemi, sem hann hef- ir sýnt í því að koma upp hjá sér svo vönduðu og veglegu musteri, sem lýsing þess ljósast sýnir, og leggja í sölurnar til þess ærið fé frá sjálfum sér, sumt að lánj, en sumt að gjöf. Skrifstofa biskupsins yfir Islandi 27. október 1863. H. G. Thorde rscn. Það liggur í augum uppi, að til þess að timburhús geti varðveitzt vel í 100 ár, verður að kosta nokkru til og mun ég nú drepa á nokkur atriði varðandi breyting- ar og endurbætur, sem gerðar hafa verið á kirkjunni. Fjárskortur hefur löngum háð starfi íslenzku kirkjunnar og oft ver- ið erfitt um æskilegt viðhald kirkna. Þetta kemur glöggt fram í því, sem skráð hefur verið um Utskálakirkju á síðastliðinni öld. Ef fórnfúsir einstaklingar og félög hcfðu ekki hlúð að henni af alúð, væri kirkjan ekki í jafngóðu ástandi og raun ber vitni og ætti ekki jafnmarga góða gripi, og söfnuðurinn hefur verið fljótur til að rétta hjálparhönd, þcgar til hans hefur verið leitað. Fram til ársins 1892 annaðist sóknar- presturinn fjárhald og umsjón kirjunnar. Hann segir að gjöld innheimtist illa, að fólkið sé fátækt og greiðir hann þá stund- um úr eigin hendi það, sem því ber að greiða. Það tók 20 ár að greiða byggingar- kostnað kirkjunnar, og varð hún ekki skuldlaus fyrr en árið 1881. Á safnaðar- fundi, sem haldinn var 19. júní 1892 var samþykkt með 44 greiddum atkvæðum og 82 skriflegum atkvæðum gegn 1 at- kvæði af 189 atkvæðisbærum safnaðarmeð- limum, að söfnuður Utskálasóknar tæki að sér fjárhald og umsjón kirkjunnar og var sóknarprestur, séra Jens Pálsson, fús að láta fjárhaldið af hendi, og var svo kirkj- an afhent söfnuðinum 24. júlí 1894. 1 tíð séra Jens Pálssonar árið 1888 var fyrst sett járnþak á kirkjuna, reistur nýr turn og gerðar fleiri endurbætur. Arið 1895 var kirkjan stækkuð, lengd um 2,80 m, og við hana byggð forkirkja. Arið 1906 var austurgafl kirkjunnar klæ-ddur bárujárni og þrem árum síðar suðurhlið og forkirkja. Kirkjan er nú járnvarin á þrjá vegu, en norðurhliðin stendur enn hlífðarlaus og býr að sinni fyrstu gerð, með aldargamla burst yfir hverjum glugga. Árið 1942 voru gerðar gagngerar end- urbætur á kirkjunni innanverðri og voru þá m. a. settir nýir bekkir í alla kirkjuna. Nefnd hafði verið kosin til afla fjár fyrir bekkjum og vann hún starf sitt svo vel, að nokkurt fé varð afgangs. Þetta sama ár gáfu hjónin í Bræðraborg, frú Ingibjörg Guðmundsdóttir jjy Jínnheiyair Gjuðtmuuls- son, mjög vandaða plussdregla í kirkjuna. Prófasturinn í Kjalarnesþingi, Hálfdán Helgason, vísiteraði þetta ár og kemst hann svo að orði í visitaziugjörð, að Ut- skálakirkja teljist eitt af prýðilegustu guðs- húsum þessa lands. Kirkjan var svo end- urbætt að utan fjórum árum síðar. Þá var einnig leitt rafmagn í kirkjuna og var kostnaður við það kr. 10,272. — greiddur með áheitum og gjöfum til kirkjunnar. Kirkjan var síðast máluð öll að innan ár- ið 1954 og að utan ’57, og að nokkru nú fyrir hátíðina. Ekki er annað að sjá, en kirkjan hafi verið óupphituð til ársins 1908, en þá eignast hún svonefndan magasínofn. Ar- ið 1925 gefur kvenfélagið Gefn henni nýjan ofn og er hann í kirkjunni ennþá, en ekki notaður lengur, því að 1953 var sett rafhitun í kirkjuna og var kostnaður v.ið það tæpar 30,000. — kr, en konur úr Slysavarnaf. kvenna í Garði lögðu fyrst fram fé til þessa. Árið 1879 er fyrst sett hljóðfæri í kirkj- una og gekkst Þorgrímur Guðmundsson, barnaskólakennari, fyrir því. Fóru þá fram almenn samskot og hefur samskotalist- inn varðveitzt. Þar bera fjórar upphæðir af: H. Duus kr. 50, Þorgrímur Guðmunds- son kr. 30., Faktor Finnbogasen kr. 25 og Pétur Jónsson forsöngvari á Gufuskál- um kr. 20. Til þess að hægt væri að koma orgelinu fyrir í kirkjunni varð að byggja sérstakan söngpall og kostuðu þeir, séra Sig. B. Sívertsen, Helgi sonur hans og Árni Þorvaldsson á Mciðastöðum þær framkvæmdir. Þessi pallur var tekinn 'burt árið 1924 og þá var söngloftinu breytt í núverandi horf. Fyrsti organisti Utskála- kirjcju var Loftur Guðmundsson. Næst er svo keypt orgel árið 1906 og var einnig safnað fyrir því með samskotum. Þriðja orgelið eignast kirkjan árið 1935, vandað og gott hljóðfæri. Fimm manna nefnd undir forustu Þorláks Benediktssonar safn- aði fé til þeirra kaupa, en Þorlákur hefur starfað mikið fyrir Útskálakirkju. Hann hefur verið organisti, söngstjóri, safnað- arfulltrúi, hringjari og í sóknarnefnd og gegnir nú störfum söngstjóra og safnað- arfulltrúa. Hann hefur unnið af alhug að velferðarmálum kirkjunnar og nú hillir undir að Utskálakirkja eignist pípuorgel, því að 16. des. s. 1. gaf Þorlákur Bene- diktsson kirkjunni kr. 25.000. — til minn- ingar um konu sína, Jórunni Olafsdótt- ur, er lézt 13. nóv. 1959. Með þessari fjár- .ha-.ð „sþv.ldi „stnfasfittur .tgr .'tn'ji? JÁ' kaupa á pípuorgeli. Nú vil ég vekja at- hygli safnaðarfólks og annarra velunnara Utskálakirkju á því, að vart getum við minnst 100 ára afmælis kirkjunnar á veg- legri hátt, en með því að efla þennan sjóð. Er ég þess fullviss wgna fyrri reynslu, að ekki líður á löngu áður en pípuorgel er komið í Utskálakirkju. Árið 1864 eignaðist kirkjan liina tvo veglegu altarisstjaka, sem síðan hafa prýtt altrið. Þar hafa einnig verið tveir þriggja arma stjakar, sem kvenfélagið Gefn gaf kirkjunni 1929. 1 kirkjunni eru þrír stórir ljóshjálmar, nú með rafljósum, hinn elzti þeirra var keyptur til kirkjunnar 1864 og hefur hann því verið jafnlcngi í kirkjunni og altarisstjakarnir, en saga hans er þó lengri, því að áður tilheyrði Ihann Friðriki VII Danakonungi. Hina tvo ljósahjálm-

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.