Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1962, Page 6

Faxi - 01.02.1962, Page 6
22 F A X I I „hófi" með Reynismönnum Ræöa, flutt á árshátíð Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, 2. desember 1961. Virðulega samkoma! Góðir Reynisfélagar! Hér erum við samankomin í kvöld til að halda árshátíð félags, sem hefir sett einna mestan svip á félagslíf hér í Miðneshreppi og Sandgerði. Þrátt fyrir það, að mér sé undir- niðri dálítið gamansemi í blóð borin, langar mig nú í kvöld að slá á aðra strengi og ræða um félagslíf almennt — ekki sízt á þeim tíma- mótum, sem nú eru framundan um þetta samkomuhús, sem við erum nú stödd í. — Ég segi við ykkur: Einstaklingurinn er frá upphafi vega ekki einn síns liðs. Hann vex upp í ákveðnum hópi. Hvert heimili er heild út af fyrir sig — þar, sem einn lærir að taka tillit til annarra og miða gjörðir sínar við þarfir heildarinnar og skoða sjálfan sig sem virkan aðila. Með öðrum orðum — hann ber ábyrgð á því, sem fram fer, sóma heimilisins og velgengni þess. — Mér kemur í huga þessi vísa Guðmundar Ketilssonar, sem var Skagfirðingur og næmur maður: , Þegar nafn mitt eftir á allra þögn er falið, Illugastaða steinar þá, standið upp og talið. í þessari látlausu vísu, kemur einmitt greini- lega í ljós, að þau vilja oft gleymast, verkin, sem unnin hafa verið með fórnfýsi í gær og í dag. Ef steinarnir í þessu húsi stæðu upp og töluðu, hvað myndu þeir þá segja? Þessari spumingu getið þið svarað betur en ég, Reyn- isfélagar. Ef hver og einn félagi breytir við annan eins og sá sé honum nokkurs virði, vaknar með báðum hlýtt og bróðurlegt hugarþel, — sem við öll þráum. — Þetta sjáum við í félagasamtökum, sem starfa að ákveðnu takmarki. Hið sameiginlega áhugamál safnar þeim í félagið, og eru þá stefna þeirra og tilfinningar líkar — en það er einmitt góður grundvöllur til að samstilla hugina. Vilji og hugur útaf fyrir sig er þó ekki nóg til að skapa félagsanda. — Til þess þarf einnig samvistir manna, samfundi og fé- lagsheimili. — I Hávamálum segir: Veizt ef vin átt, þann vel trúir, far þú at finna oft Hér er tekið fram skilyrði fyrir vináttu ein- staklinga, að þeir hittist oft, segi hver öðrum 'hug sinn og skiptist á gjöfum — fórni ein- hverju hver fyrir annan. Þörfina á þessu finna menn líka í hverju félagi, sem lifir nokkru lífi, ef svo mætti segja. Hvert sem markmið félagsins er, þá er nauð- synlegt að menn komi saman á fundi við og við til að „skipta geði“ hver við annan,----- með öðrum orðum — komast í sameiginlegt skap. Þessa staðreynd hafið þið fyrir augum, góðir Reynisfélagar. Sannfærður er ég um, að sam- Björn Dúason. skipti ykkar við vinafélagið, Knattspyrnu- félagið í Vági í Færeyjum, hefur verið félagi ykkar mikil lyftistöng. Sömu sögu munu þeir segja þar: „— Geði skalt við þann og gjöfum skifta." Er það ekki skilyrðið fyrir vináttunni, að skiftast á gjöfum, — fórna einhverju fyrir vini? Skemmtisamkomur, sem þessar, eru nauð- synlegar hverju félagi, þær tengja hugi sam- an, lyfta þeim á hærra stig. Hver félagsmaður veit þá að hann heyrir heildinni til og verður fúsari til að fórna einhverju fyrir hana og það markmið, sem henni er sett. Það er dauðasök hvers félags, að gera sam- eiginlega fundi leiðinlega — eða þannig, að ekkert samlíf verði, engin andleg hluttekning félagsmanna — og það er ósamboðið mark- miði góðs og göfugs félagsskapar, að skemmta ekki mönnum við og við. — En — hér er eins að gæta, sem mörg félög stranda á, og það er, að meginþorri félags- manna venjist ekki á að heimta allt af fáum mönnum innan félagsins, sem þá oftast eru þeir, er kosnir hafa verið í stjórn eða nefndir. Slíkt eyðileggur allan félagsanda. — Þegar ég var nemandi í skóla í Reykjavík — hálfgerður sveitapiltur utan af landi, fannst mér hálf afkáralegt að á skólafundi var sam- þykkt, að við skólasystkin skyldum kaupa sérstakar peysur, með ákveðnu skólamerki. Ég leit á þetta sem eitthvað er tilheyrði yfir- borðsmennski.i eða „snobberii". En ég varð að viðurkenna síðar, að hugmyndin var dýpra sótt. Ungur maður eða ung stúlka, sem gengur undir félagsfána, er vandari að breytni sinni, heldur en þegar þau ganga leiðar sinnar ein. Þetta þekkið þið, Reynisfélagar. Ég hef veitt því athygli, að íþróttabúningur ykkar ber hreina og fallega liti, — saurgið hann ekki með slæmri framkomu á leik- vangi. — Ég hef stiklað á stóru hér í kvöld, en að lokum langar mig til að segja þetta: Lífsskilyrði félagsskapar er það eitt meðal annars, að fá sem flesta til að taka þátt í störfunum — leggja fram krafta sína „skipta gjöfum við heildina". Því meira, sem hver og einn vinnur fyrir hana, því tengdari verður hann henni. Og það eruð einmitt þið, félagarnir í Reyni, sem verðið að varða veginn. Látið aldrei fé- lagsmerkið ykkar falla ofan í sandinn. Maður hver af manndóm sínum er metinn — þegar lýkur saga. — Gleðilega árshátíð — góða skemmtun. — Björn Dúason. Keflayík - Suðurnes HEIMILISTÆKI: Baðker — Salerni (sambyggð) Blöndunartæki fyrir böð — Blöndunartæki fyrir eldhús Handlaugarkranar Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild Keflavík - Suðurnes ÚTGERÐARMENN: Plastbelgir — Plastbaujur — Bambusstangir Línubalar fyrirliggjandi Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.