Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1962, Qupperneq 8

Faxi - 01.02.1962, Qupperneq 8
24 F A X I Fa | Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- A A I stjóm: HALLGRÍMUR TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRISTINN REYR. — Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. — Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 7,00. — Alþýðuprentsm. h.f. V______________________________________________________________________> Til lesendo Faxa 1 Keflyíkingar! | <5 Kuldaúlpur X y Ytrabyrði X % Sjómannapeysur X x Ullarbuxur á herra y % Ullarleistar x % Skyrtur X § Bindi % X Sokkar £ x Hanzkar V Nærföt J Herraskór X X Skóhlifar /í X Kvenskór $> X Barnaskór y 4> Undirfatnaður X v Náttkjólar X f Náttjakkar X x Nylonsokkar X X Prjónagam X X Bandprjónar X I Kaupfélag I I Suðurnesja | | Vefnaðarvörudeild. <j> Hús krcnnur. A sunnudagsmorgun 28. jan. kom upp eldur í húsinu Óslandi í Höfnum, og brann það til kaldra kola á þremur stundarfjórðungum. Engu varð bjargað. í húsinu bjuggu íslenzk kona, Guðrún Kal- mannsdóttir og bandarískur maður. Húsið Ósland var steinhús, en í því timbur- grind og gólf. Var það ein hæð og kjallari. Um klukkan 8 á sunnudagsmorguninn vaknaði Guðrún við það, að reyk lagði upp úr kjall- ara hússins, en þar var miðstöðvarketill, og mun hafa kviknað í út frá honum. Guðrún fór strax í næsta hús til þess að hringja i slökkviliðið, og komu bæði slökkvilið Kefla- víkur og Keflavíkurflugvallar á vettvang, en gátu engu bjargað, enda var stormur og húsið auk þess mjög þurrt, og breiddist eldurinn óðfluga út. Húsið var eign Evu Ólafsdóttur. Það var lágt tryggt, og innbú óvátryggt. I reglugerð um réttindi og skyldur kenn- ara er ákvæði sem hermir, að eftir 10 ára starf geti kennari fengið árs leyfi frá störfum, gegn því skilyrði, að hann noti þennan leyfistíma til þess að afla sér auk- innar þekkingar í starfi sínu, bæði innan lands og utan, t. d. með því að heim- sækja skóla og skyldar stofnanir og kynn- ast vinnubrögðum þeirra og nýungum í aðbúnaði og kennslutækni. En að öðru leyti skal viðkomandi kennari nota leyfið til hvíldar og hressingar. Þessi ársleyfi (orlof) veitazt aðeins einu sinni hverjum kennara og nú á þessu ári er ég, eins og mörgum af lesendum Faxa mun kunnugt, einn meðal hinna gæfu- sömu. Til þess að uppfylla framangreind skil- yrði hefi ég ákveðið að fara til Danmerk- ur nú um miðjan febrúar, dvelja þar í nokkra mánuði og kynna mér skólahald þar í landi, einkum þó í Kaupmannahöfn. Nú að undanförnu hefi ég í sama skyni heimsótt skóla í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík í fylgd með námsstjóranum, Bjarna M. Jónssyni, sem var svo elsku- legur að bjóða mér aðstoð sína og skipu- leggja fyrir mig heimsóknir í skólana og fá til þess leyfi viðkomandi skólastjóra. í þessum ferðum heimsóttum við einnig Skálatúnsheimilið í Mosfellssveit, sem er dvalarheimili vangefinna ungmenna, rekið af Umdæmisstúkunni nr. 1 og Styrktarfélagi vangefinna. Þá heimsótt- um við einnig dagheimili fyrir van- gefin börn, sem Styrktarfélag vangefinna er að byggja í Kringlumýrinni í Reykja- vik af miklum myndarskap og fyrirhyggju. Er hluti af húsinu þegar tekinn í notkun, enda er þetta fyrsta heimili þeirrar tegund- ar í Reykjavík, en þörfin fyrir það ákaf- lega brýn og aðkallandi. Ég tel mig hafa haft mikið gagn af þess- um skólaheimsóknum og vænti að svo verði einnig með utanlandsförina. Mér hefir gefizt kostur á að sjá það nýjasta og fullkomnasta, bæði hvað skólabygging- arnar sjálíar áhrærir og eins í kennslu- tækni og aðbúnaði kennara og nemenda. Vissulega hefir margt verið vel gert hér á þessu sviði, þó að segja megi, að margt af þessum nýjungum sé enn í deiglunni, á tilraunastigi. Eftir þessa stuttu kynnis- för mína í sunnlenzka skóla hlakka ég til að fá tækifæri til að kynnast starfsháttum og starfsskilyrðum starfsbræðra minna í Danmörku, og ef til vill víðar, sjá hvern- ig þeir snúast við uppeldislegum vanda- málum atomaldar og 'bera það saman við okkar eigin viðleitni í þessum efnum. Ætti sá samanburður að geta orðið mér gagnlegur og lærdómsríkur. Eg vil nota þetta tækifæri og þakka Bjarna M. Jónssyni námsstjóra ómetan- lega hjálp og fyrirgreiðslu á þessum ferð- um okkar og skólastjórum og kennurum hlýjar móttökur. Að lokum vil ég segja þetta við lesend- ur Faxa. Vegna þessara fyrirhuguðu ut- anfarar, hefi ég í haust og vetur viðað að mér nokkru efni í 'blaðið, látið gera myndamót og gert ýmsar ráðstafanir til að auðvelda útgáfustarfið þá mánuði sem ég verð að heiman. Vænti ég þess, að velunnarar Faxa, sendi honum greinar og annað tiltækilegt efni heim til mín á Brekkubraut 7, eða til isamstafsmanna minna í blaðstjórn, þeirra Margeirs Jóns- sonar og Kristins Reyrs, sem báðir munu veita aðsendu efni viðtöku og koma því á framfæri. Afgreiðslustaður mun eftirleið- is sem hingað til verða hér á Brekkubraut 7 og þangað eru sölúbörn beðin að vitja blaðsins. H. Th. B. Ljósmyndun. Frú Herdís Guðmundsdóttir ljósmyndari í Hafnarfirði tók flestar myndanna, sem birt- ust í jóla- og janúarblöðunum og einnig í þessu blaði, sem fylgja greinunum: Útskálakirkja 100 ára og þættir úr starfi Suðurnesjamanna í Reykjavík. Frú Herdís á einnig myndir frá eldri tímum í blaðinu og kann blaðstjórnin henni hjartans þakkir fyrir þessa hjálpsemi hennar og góðvild til blaðsins fyrr og síðar.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.