Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1962, Side 10

Faxi - 01.02.1962, Side 10
26. F A X I Stórbætt þjónusta hjé Kaupfélagi Suðurnesja Nú að undanförnu hefir Kaupfélag Suð- urnesja staðið í stórræðum við að bæta að- stöðuna við mjólkur og kjötsölu í búðum sínum. Breytt í /(jörbúö. Þann 13. janúar var matvörubúðinni á Hafnargötu 62 lokað meðan gagngerar endurbætur fóru fram á henni. Voru öll skilrúm og innréttingar í búðinn rifin niður til grunna, miðstöðvar og raf- magnslögnum gjörbreytt, ný raflýsing sett upp og innréttaður 20 rúmm. kæliklefi fyrir allar mjólkurvörur. Er þessi kæliklefi nógu stór fyrir þá mjólk, er búðin selur daglega, og taka nú viðskiptavinir mjólk- ina sjálfir úr kælinum eins og aðrar vörur í 'búðinni. Fylgja þessu að sjálfsögðu mikl- ir kostir, það fer vel um vöruna, er auð- ^■•elt að ná til hennar og afgreiðslan verð- ur mun greiðari og betri. Með þessum breytingum ér búðin á Hafnargötu 62 orðin með fullkomnu kjörbúðarsniði og ein af smekklegustu matvöruverzlunum bæjarins. Deildarstjóri á Hafnargötu 62, er Þórður Guðmundsson frá Sandgerði. — Búðin var opnuð eftir hinar gagngeru breytingar, miðvikudaginn 24. janúar. Kjörbúðin á Hajnargötu 30. Fyrir nokkrum missirum var matvöru- búð Kaupfélagsins á Hafnargötu 30 breytt í kjörbúð og var sú breyting að allra dómi til hins mesta hagræðis. Þó var sá ljóður á, að mjólkin var áfram afgreidd með gamla fyrirkomulaginu. Nú hefir þessu verið breytt. Innréttaður var stór kæli- klefi, er rúmar alla mjólk og mjólkurvör- ur til dagsölunnar. Er vörunum komið fyr- ir á svipaðan hátt og í búðinni á Hafnar- götu 62, þannig að viðskiptavinirnir taka sjálfir vörurnar úr kælinum og koma með þær til gjaldkerans, sem tekur á móti greiðslum og býr um vörurnar, sé þess óskað. Virðist þessi breyting hafa vcrið nauðsynleg og bæta mjög afgreiðsluna í búðinni. Deildarstjóri er Hjörtur Guð- mundsson frá Djúpavogi. Kjötvinnsla. I sumar var lokið við að fullgera við- byggingu við „lagerpláss" félagsins á Hafn- argötu 30. Er þetta nýja húsnæði um 100 Birgir Scheving. ferm. að flatarmáli og eru innréttaðir í það þrýsti- og kæliklefar. Hefir að undanförnu verið unnið að annarri innréttingu þessa húsnæðis, með það fyrir augum að koma þar upp fullkominni kjötvinnslu. Hafa í því skyni verið keyptir 2 reykofnar fyrir heita og kalda reykingu og annar nauð- synlegur vélakostur ýmÍ9t keyptur nýr eða endurnýjaður. Er nú þessum fram- kvæmdum senn að verða lokið, þegar þetta er ritað, og má vænta þess, að kjötvinnslan verði tekin til starfa um það leyti sem Faxi kemur út. Verður þá lokið hinum leiðu flutningum á unnum kjötvörum frá Reykjavík. Forstöðumaður að kjötvinnslunni hefir verið ráðinn, Birgir Scheving. Er það ung- ur maður, sem hefir aflað sér staðgóðrar menntunar í þessu fagi. Lærði hann kjöt- vinnslu lrjá „Kjöt og grænmeti“, fór síð- an utan og kynnti sér slík störf í Dan- mörku. Eftir að hann kom heim gerðist hann verkstjóri hjá Kjöt og grænmeti og hefir síðan starfað hjá því fyrirtæki við góðan orðstý þar til nú að hann réðist hingað til kaupfélagsins. Núna á dögun- um hitti ég Birgi að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi kjöt- iðnað og fleira: — Hvernig segist þér hugur um starf þitt hér? — Agætlega. Kaupfélagið virðist liafa vandað vel til þessarar kjötvinnslu, — öll venjuleg og nauðsynleg tæki eru fengin og húsnæðið er í góðu lagi. —• Hvað segir þú uni ísl. kjötiðnað sam- anborið við þann danska? — í Danmörku er þetta allt stærra í sniðum, en fjölbreytni er engu minni hér. — Hvaða vörur verða hér á boðstól- um ? — Allar algengustu pylsugerðarvörur og hverskonar kjötmeti. Við komum til með að reykja, salta og súrsa eftir þörfum og munum kappkosta að 'bjóða einungis fyrsta flokks vörur. — Seljið þið til annarra verzlana en Kaupfélagsins? — Þegar kjötvinnslan er komin í fullan gang, ættum við að geta fullnægt þörfum allra þeirra, sem óska að skipta við okkur. H. Th. B. $ Keflvíkingar! Þvottabalar Kaffikönnur Hraðsuðukatlar Pottar Pönnur Hakkavélar, handsnúnar Kökudúnkar Kökudiskasett Klósettburstar í statífi Plastvörur, margskonar Eggjaskerar, margar gerðir Grænmetisskerar Avaxtaskerar Dósahnífar Hilluplast Brauðristar þrjár gerðir Strokjám tvær gerðir llyksugur Borðbúnaður í gjafakössuin F ormkökukassar Ritföng Innkaupanet Kaupfélag Suðurnesja Búsáhaldadeild <><><>><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>^^

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.