Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 3

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 3
SJÖTUGURSÆGARPUR Einn af heiðursborgurum Keflavíkur, Jón Eyjólfsson, Túngötu 10, varð sjötugur 16. apríl síðastl. Jón er borinn og barn- fæddur Keflvíkingur, sonur bjónanna, Guðríðar Eyjólfsdóttur og Eyjólfs Þórar- inssonar útgerðarmanns. Ungur að árum fetaði Jón í spor feðra sinna og annarra sægarpa á Suðurnesjum. Þrettán ára fór bann með föður sínum norður á Skaga- strönd og reri þar eitt sumar. Veturinn Jón Eyjólfsson. eftir ferminguna reri hann á skipi föður sins í Keflavík, en réðist þá á skútu. Eina vetrarvertíð var bann í Vestmannaeyjum, eu síðan hefir hann stundað sjóinn á heimavígstöðvunum í Keflavík. Arið 1915 lét Jón ásamt nokkrum öðrum byggja bát, sem þeir nefndu Stakk, og var Jón for- ur á honum þar til þeir félagar seldu hann Oskari Halldórssyni útgerðar- og athafna- Uianni. Eftir það byggðu þeir annan bát undir sama nafni og var Jón einnig for- nraður á honum til ársins 1935. Eftir að Jón hætti formennsku á Stakk, reri hann enn um langt skeið á opnum bátum, sem bann sjálfur átti og stjórnaði. Formaður var Jón afburðagóður, vinsæll og vellátinn uð sögn allra, er til hans þekkja, enda prúð- tnenni fram í fingurgóma og hinn mesti agætismaður í hvívetna. Eftir að Jón hætti sjómennsku hefur hann annazt viðhald veiðarfæra íyrir skipastól hraðfrystihúss Kaupfélags Suðurnesja á vegum Benedikts sonar síns, sem er framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Kona Jóns er Guðfinna Sesselja Bene- diktsdóttir, systir Elínrósar ljósmóður. Er Guðfinna hin mest sæmdarkona, eins og hún á kyn til, og hefur reynzt manni sín- um hinn bezti lífsförunautur. Hafa þau hjónin eignazt alls 10 börn, tvö þeirra dóu ung, en átta hafa komizt til fullorðinsára og eru mannvænlegt fólk. Þar sem ég mun hafa skrifað í Faxa um Jón sextugan, bæði í ljóði og lausu máli, þá læt ég nægja að vísa til þess hér. Lýk ég svo þessum fátæklegu orðum með hugheil- um árnaðaróskum til Jóns og fjölskyldu hans á þessum merkistímamótum í ævi þessa ágæta athafnamanns. H. Th. B. Grein Uarðar Bergmanns kennara um nýútkomn;. skáldsögu eftir ungan grind- vískan rithöfund, Guðberg Bergsson, er birt- ast átti í þessu tbl. verður sakir rúmleysis að bíða næsta blaðs, — maíblaðs Faxa. Aðalfundur. Þann 10. apríl var haldinn aðalfundur í væntanlegu Sameignarfélagi Félagsheimilis Keflavíkur. Fyrir fundinum lá teikning af félagsheim Frá höíninni í marzmánauði liafa skipakomur og skipa- afgreiðsla verið nieð langmesta móti, svo að hcildarumsetningin nálgast hreint met og er þó aflamagn vcrtíðarbáta á þessu tímabili því miður í lakara lagi, segir Ragnar Bjiirnsson, hafnarstjóri. Hér fara á eftir þær upplýsingar, sem hafnarstjórinn gaf hlaðinu varðandi þessi mál. I marzmánuði 1964 komu til hafnarinnar 87 fiskiskip. Þar af eru 20 skip stærri en 100 br. smál. 47 skip af stærðinni 30—100 smál. 67 þessara skipa lönduðu 8.293 tonnum af afla. Þar af Ianda 38 skip af stærðinni 30— 100 smálestir 572 tonnum. Þessi 87 skip voru með 1704 viðlcgudaga eða því sem næst 20 viðlegudagar á skip. Til skipa voru afgreidd 214 tonn af vatni í um 200 afgreiðslum. Tekjur hafnarinnar af fiskiskipum, þ. e. það sem eigendur þeirra koma til með að greiða fyrir þessa þjónustu, eru rúmar 60 þús. kr. í marzmánuði komu til hafnarinnar 56 flutn- ilinu, gerð af arkitektunum Hákoni Hertivig og Ólafi Sigurðssyni. Teikning þessi hefir tvívegis áður legið fyrir til umræðu á eig- endafundum og einnig hefir hún hlotið sam- þykki Félagsheimilasjóðs. Var teikningin nú til lokaumræðu á þessum fundi og var hún þar einróma samþykkt og framkvæmdanefnd falið að hefja undirbúning að framkvæmdum. A fundinum var framkvæmdanefndin endur- kosin að undanskildu því, að kosinn var maður í stað Friðriks Sigfússonar, sem er fluttur úr bænum. Framkvæmdanefndin er nú þannig skipuð; Hafsteinn Guðmundsson, Gunnar Sveins- son, Guðni Magnússon, Tómas Tómasson og Karl Steinar Guðnason. I varastjórn voru kosnir: Hallgrímur Th. Björnsson, Þorbergur Friðriksson, Jónína Guðmundsdóttir Héðinn Skarphéðinsson og Jón Einarsson. K e f I a v í k-S u ð u r n e s Veggfóður. — Yfirbreiðsluplast. Mosaik. — Gólfteppi. Hreinlætisvörur í úrvali. SENDUM HEIM. Björn & Einar h.f. Hafnargötu 56. — Sími 1888. ingaskip, samtals 50521 smál. að stærð. 53 þessara skipa komu að bryggju og fluttu vör- ur til eða frá höfninni. Hin þrjú komu aðeins á ytri liöfnina til tolleftirlits eða taka vara- hluti (togari). 12 skipanna fengu afgreidd 179 tonn af vatni í 12 afgreiðslum. Hafnargjöld þcssara skipa ncma um 114 þúsund krónum. Þessi skip fluttu til hafnarinnar 14580 tonn af olíum, 1030 tómar tunnur (síldarlunnur), 4564 tonn af salti, 429 teningsmctra af lijalla- efni, 83 tonn af asbeströrum. Utflutningur var 1503 tonn af frystum fiski og síld, 6731 tonn af saltfiski (innifalið ufsaflök og söltuð þunnildi), 28 tonn af skreið, 1888 tomi af fiski- síldar og loðnumjöli, 2028 tonn eða 13087 tunn- af af saltsíld og flökum, 468 tonn eða 3345 tunnur af salthrognum, 754 tonn af síldarlýsi, 10 tonn af kinda- og lambalifur og kindalung- um. Útflutningur alls 7493 tonn. Vörugjöld til liafnarinnar af útflutningi nemur kr. 134.874,00, af olíum 225.990,00 kr. og annar innflutningur 45.537,00 kr., eða vöru- gjöld alls kr. 406.401.00. Hafnarvogin afgrciddi um 2600 l>íla með 13811 tonn. Vogargjöld í marz eru 69.055,90 kr. Athugið! Bara að hringja og svo er vandinn leystur - Björn & Einar h.f. F A XI — 55

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.