Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 7
Drengjalúðrasveit Keflavíkur Diengjalúðrasveit Keflavíkur heldur nemendatónleika í Félagsbíói í Kefla- vík laugardaginn 25. apríl n. k. Þetta er þriðja starfsár drengjalúðrasveit- innar og hefur hún komið víða fram á þessu starfsári, svo sem á jólaskemmtun- um í barnaskólanum og gangfræðaskól- anum, ennfremur í kirkjunni við mess- una á annan jóladag, þar sem flutt var „Jólahugleiðing“ eftir Herbert Hriber- scheck. Einnig léku sex drengir fyrir messu á aðfangadag gamla jólasálma. Flestir drengjanna leika nú í Lúðrasveit Keflavíkur og áttu þeir drýgstan þátt í jólaskemmtunum, sem lúðrasveitin hélt í Keflavík, Grindavík og Sandgerði, alls staðar við ágæta aðsókn og undirtektir. I drengjalúðrasveitinni eru nú 20 dreng- ir, auk þriggja nýliða. Fleiri byrjuðu í haust, en höfðu ekki úthald í þetta all- erfiða nám. Drengirnir hafa tvær kennslu- stundir vikulega á hljóðfæri, auk tónfræði- kennslu og samæfinga. Talsverð samvinna hefur verið á þessu starfsári milli Tónlist- arskólans og drengjalúðrasveitarinnar, þar sem drengirnir hafa komið fram sem ein- leikarar á músíkfundum skólans, en nem- endur hans annast undirleik. Undirbúningur að væntanlegum tón- leikum drengjalúðrasveitarinnar stendur nú sem hæst og hafa drengirnir nú sem og áður sýnt mikinn dugnað og ástundun við námið. A þessum nemendatónleikum, 25. apríl n. k., koma fram 6 drengir, sem ein- leikarar, einnig verður tvíleikur og sam- leikur á ýmis hljóðfæri. Auk þess leikur drengjalúðrasveitin saman mörg lög. — Píanóundirleik annast eins og í fyrra frú Gauja Guðrún Magnúsdóttir. Kennarar drengjalúðrasveitarinnar eru þrír, Jeremy Barlow, enskur flautuleikari, Gunnar Egilsson, klarinetleikari, en aðal- kennari og stjórnandi er Herbert Hriber- scheck. Athygli skal vakin á því, að ætlunin er að eftir næstu áramót verði teknir 30—40 nýir drengir á aldrinum 9—10 ára til und- irbúnings og væntanlegs náms í drengja- lúðrasveitinni. Fyrirhugað er, að drengirnir gangi í hús- in og bjóði aðgöngumiða að væntanlegum nemendatónleikum og vonast forráðamenn drengjalúðrasveitarinnar til að bæjarbúar taki vel á móti þeim. Ágóðinn rennur í hljóðfæra og ferðasjóð. Á þessari mynd eru þeir, sem leika einleik eða samleik á tónleik- unum á laugardaginn, ásamt stj órnandanum. Nýliðar á Drengjalúðrasveitinni: Ólafur Eyjólfsson, Guðmundur Óli Hreggviðsson og Ólafur Arnbjörnsson. FAXI — 59

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.