Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 5

Faxi - 01.04.1964, Blaðsíða 5
Síra Bragi Friðriksson settur til prests þjónustu ó Keflavíkurflugyelli Eins og gctið var í síðasta tölublaði Faxa, hefur sr. Bragi Friðriksson tckið við prestsþjónustu meðal íslendinga, búsettra á Keflavíkurflugvelli. Hér fcr á eftir úrdráttur úr bréfi, sem prófast- urinn í Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Garðar Þorstcinsson, sendi sóknai-presti og sóknarnefndum Keflavíkur- og Innri-Njarðvikursafnaða í tilefni þess- arar ráðstöfunar. „Með bréfi dags. 29. janúar s. 1. hefur biskup tjáð mér, að hann hafi, með sam- þykki ríkisstjórnarinnar, eftir óskum pró- fasts og héraðsfundar Kjalarnesprófasts- dæmis, sett sr. Braga Friðriksson til þjón- ustu meðal þeirra Islendinga, sem búsettir eru innan umdæmis Keflavíkurflugvallar. Einnig hafi verið samþykkt og ákveðið, að hann skuli einnig starfa að æskulýðsmál- um í prófastsdæminu í samráði við prófast, sóknarpresta og sóknarnefndir. Um starfssvið og skyldur sr. Braga segir að öðru leyti svo í setningarbréfi biskups til hans: „Yður er falin öll prestleg þjónusta við þá meðlimi þjóðkirkjunnar, sem búsettir eru innan flugvallarsvæðisins. Þeir, sem þar starfa, en eru heimilisfastir í aðliggj- andi sóknum (Keflavíkur- Njarðvíkur og Hafnasóknum) ber ,yður ekki að láta neina þá þjónustu í té, sem sóknarpresti er skylt að inna af hendi, nema samkvæmt ósk eða samþykki hlutaðeigandi sóknar- prests og þá í umboði hans. Fólk, sem lögheimili á í fjarlægum prestaköllum og nær þar af leiðandi ekki til sóknarprests síns, má þiggja alla þjónustu af yður, en rétt er að tilkynna þau prestsverk lögmæt- um sóknarpresti. Messugjörðir ber yður að annast fyrir söfnuð þann, er hér á hlut að máli, hálfs- mánaðarlega hið minnsta. Ohjákvæmilegt virðist að leita út fyrir mörk hins umrædda svæðis um afnot af kirkju eða samkomu- húsi og verður þá að sjálfsögðu að leita samþykkis sóknarprests þess, er þar á hlut að máli og yfirleitt í öllu að hafa hið fyllsta samráð við hann. Eðliget virðist, að Innri-Njarðvíkurkirkja verði föluð til þess- ara afnota. Sýnist þá sanngjarnt, að Kefla- víkursöfnuður endurgreiði sóknargjöld þeirra, sem búa á þessu tilgreinda svæði, miðað við s. 1. áramót, og verði þeirri upp- hæð varið til sérþarfa þessa safnaðarhluta. Er eðlilegt, að kjörin verði nefnd, hliðstæð sóknarnefndum, er fari með fjármál og annað, sem varðar safnaðarstörf á greindu svæði og skili reikningum til prófasts.“ I niðurlagi bréfs síns farast prófasti orð á þessa leið: „Eg mun síðar gera prestum og safnað- arstjórnum í prófastsdæminu grein fyrir því, hvaða tilhögun verði höfð á æskulýðs- starfi sr. jfraga í prófastsdæminu, og óska eftir tillögum og umsóknum um aðstoð og leiðbeiningar frá honum í einstökum prestaköllum. Eg fagna því, að þetta áhugamál mitt og héraðsfundar hefir nú náð fram að ganga, ekki hve minnst fyrir öfluga lið- veizlu og fyrirgreiðslu Guðmundar I. Guðmundssonar utanrikisráðherra, og vænti ég þess, að störf hins nýja starfs- bróður megi verða til ríkulegrar blessunar í prófastsdæminu." Faxi tekur undir blessunaróskir pró- fastsins og býður sr. Braga Friðriksson heilshugar velkominn til starfa hér á Suð- urnesjum. Sextíu ára. Barnastúkan Nýársstjarnan í Keflavík hélt upp á 60 ára starfsafmæli sitt mánudaginn 20. apríl síðastliðinn. Þar sem aprílblað Faxa var þá fullsett, verð- ur þessa merka félagsskapar nánar getið í næsta blaði. t F A X I — 57

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.