Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1965, Síða 1

Faxi - 01.02.1965, Síða 1
Febr.-blaS 2 XXV. AR 1965 Keflavíkurkirkja fimmtíu ára Yfir innri kirkjudyrum í Keflavíkur- kirkju að innanverðu er festur málm- skjöldur. Efst á hann er greypt mynd kirkjunnar. Undir myndinni er svofelld áletrun: „Byggð árið 1914, að meiri hluta af gjöf frá herra stórkaupmanni O. H. Olafsson og systur hans, ekkjufrú Crh. F. Duus í Kaupmannahöfn, að öðru leyti af söfnuði Keflavíkursóknar. Teiknuð af herra bygg- nigarmeistara Rögnvaldi Olafssyni, Reykja- vík.“ Aletrun þessi er í samræmi við áletrun þá, er blasir við yfir útidyrum kirkjunnar, en þar hefir ártalið 1914 verið fellt inn í steinsteypuna með stórum upphafsstöfum. Þessar áletranir, og þó einkum hin síðar- nefnda, hafa valdið því, að margir hafa alitið, að afmæli kirkjunnar bæri að miða við árið 1914. En það er ekki rétt. Venjan er sú, þegar slíkra tímamóta er minnzt Kejlavíkurkjrttja. að tengja þau þeim degi, er húsið var Sr. Eiríkur S. Brynjólfsson. helgað sínu heilaga hlutverki, — vígslu- deginum. En Keflavíkurkirkja var vígð 14. febrúar 1915 með hátíðlegri athöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Vígsluna framkvæmdi þáverandi prófastur Kjalar- nessprófastsdæmis, sr. Kristinn Daníels- son á Otskálum. Honum til aðstoðar voru prestarnir sr. Brynjólfur Magnússon í Grindavík, sr. Arni Þorsteinsson á Kálfa- tjörn og sr. Árni Björnsson í Görðum. 'Nú hefir verið ákveðið að minnast þessa hálfrar aldar afmælis kirkjunnar okkar með nokkurri viðhöfn sunnudaginn 28. febr. næstkomandi, þar eð aðstæður leyfðu ekki, að hinn rétti afmælisdagur yrði til þess kjörinn, þó að hann bæri upp á sunnudag þessu sinni. Kirkjan okkar, sem nú hefir sér hálfa öld að baki, er sú fyrsta og eina, sem hér í Keflavík hefir fullreist verið. Almennur Sr. Björn jónsson.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.