Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1965, Blaðsíða 3

Faxi - 01.02.1965, Blaðsíða 3
klukkna, sem vígðar voru á pálmasunnu- dag 1963, gerðist hringjara ekki lengur þörf, þar eð þær eru knúnar með raf- magni. Allir þessir menn, sem hér eru taldir, svo og aðrir þeir, sem í sóknarnefnd hafa setið, liafa innt af liendi mikið og fórn- fúst starf fyrir kirkjuna okkar, eins og bezt má sjá á þeim vitnisburðum, sem hókaðar eru um þá marga í gjörðabók sóknarnefndar, er þeir létu af störfum. Fyrsti organisti við Keflavíkurkirkju var frú Marta Valgerður Jónsdóttir, sem er öllum lesendum Faxa að góðu kunn vegna sinna stórmerku greina, er hún nú um árabil hefir ritað í blaðið undir fyrir- sögninni „ Minningar frá Keflavík.“ Fftirmaður frú Mörtu í því starfi var Friðrik Þorsteinsson. Hann mun hafa tekið við árið 1918. Síðan liefur Friðrik gegnt organistastörfum og allt fram undir lok síðasta árs, er Geir Þórarinsson var táðinn í hans stað. Ennfremur hefir Frið- 1 ik verið gjaldkeri sóknarnefndar frá 1946. Vegna þessara afstöðnu organistaskipta Fnnst mér bæði rétt og skylt að minn- ast sérstaklega með nokkrum orðum hins langa og giftudrjúga starfs Friðriks Þor- steinssonar, sem söngstjóra og organista við Keflavíkurkirkju. Fyrsta sinn lék hann við guðþjónustu í gamlárskvöld árið 1914, þá nýfermdur, svo að segja má með sanni, að hjá honum hafi snemma beygzt krók- urinn að því sem verða vildi. Hann er fæddur listamaður, músíkin honum í blóð borin. Hann var frábærlega smekkvís í starfi sínu og öll túlkun hans á orgelið einkenndist af hárfínni nákvæmni. En það sem mér fannst þó ætíð gefa kirkju- 0rganleik Friðriks mest gildi, var hinn hlýi, trúarlegi undirstraumur, sem oft glæddi tónana nýju lífi og lyfti þeim í æðra veldi. Sjálfur á ég Friðrik margt og mikið gott að þakka frá okkar samstarfi við helgiathafnir og kirkjuleg mál. Það var mér ómetanlegur styrkur, þegar ég kom hingað ungur og óreyndur í starfi að geta leitað ráða og hollra bendinga til slíks manns, sem Friðrik er. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka Friðriki Þor- steinssyni fyrir allt hið mikla starf, er hann hefir innt af liendi í þágu kirkju og kristnilífs hér í okkar bæ. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, hafa félagar í kirkjukórnum staðið dyggi- lega við hlið organistans í starfi. Meiri hluti þeirra, sem myndin sýnir, eru enn- þá á sínum stað, hvenær sem þörfin kall- ar. 1 þeim hópi hefir mikið og fórnfúst starf verið unnið. Og þrátt fyrir marg- þætt og umsvifamikil störf, sem ýmsir félaganna hafa haft með höndum, þá hafa þeir ávallt litið á það sem sjálfsagða, og ég hygg að óhætt sé að segja ljúfa skyldu, að mæta til söngs við helgiahafnir í kirkj- unni. Fyrsti formaður kórsins var Þorsteinn Árnason, en núverandi formaður er Böðv- ar Pálsson. Um alllangt skeið hefir barnakór verið starfandi við kirkjuna. Söngstjórar hans hafa verið Stefán Hallsson og Vilhelm Ellefsen. Hafa þeir báðir innt af hendi mjög gott og giftubrjúgt starf á þeim vett- vangi. Hinn nýja organista Geir Þórarinsson, býð ég velkominn til starfs. Eg veit af reynslu, að þar er fenginn góður liðs- maður, sem eigi mun bregðast. Hann er Gcir Þórarinsson, núverandi organisti Kcjlavíkuriijrlýu. ötull og ósérhlífinn, og heilshugar unn- andi hinu nýja hlutverki sínu. Ollum þeim, sem hér hafa verið nefndir, svo og hverjum þeim, sem með störfum sínum hafa lagt lóð á vogarskálina kirkj- unni okkar til hags og heilla, skal af hjarta þakkað á þessum tímamótum. Sóknarprestar þeir, sem þjónað hafa við Keflavíkurkirkju, eru aðeins fjórir: Sr. Kristinn Daníelsson, sr. Friðrik J. Rafnar, sr. Eiríkur S. Brynjólfsson og undirritaður. Um tvo þá fyrstu hefir frú Marta V. Jónsdóttir skrifað ítarlega hér í Faxa í tilefni kirkjuafmælisins. Og sr. Eiríks S. Brynjólfssonar er rækilega minnzt í nóvemberblaði Faxa 1962 í sambandi við andlát hans. Kvæntur var Eiríkur Guðrúnu Guðmundsdóttur, kaupmanns og útvegs- bónda í Gerðum í Garði, hinni ágætustu konu, sem lifir mann sinn og fluttist að honum látnum aftur heim til Islands og er nú búsett í Reykjavík. Minning sr. Eiríks, eldhugans sókndjarfa og baráttufúsa, og drengskaparmannsins hjartahlýja, er flest- um fulltíða Keflvíkingum svo í fersku minni, að þar er engu við að bæta. Um ævi- atriði hans og störf vísast til áðurnefnds tölublaðs Faxa. Senn hefur blessuð sóknarkirkjan okkar sína aðra aldarhelft. Hingað til hefir hún breitt faðminn mót börnum sínum, flutt þcim friðarmál trúar og kærleika, boðið þeim hlífð og skjól í næðingum lífsins og leitazt við að benda þeim fram á gæfuveg- inn. Margar eru minningarnar við kirkjuna Barnakþr Kc]lavíkiir]{irkju ásamt stjörnanda sinum Vilhcltn Ellejsen. FAXI — 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.