Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1965, Síða 5

Faxi - 01.02.1965, Síða 5
Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Séra Friðrik Rafnar kom að Útskálum næst eftir séra Kristinn Daníelsson. Þá voru fjórar kirkjur enn í prestakallinu, Útskálakirkja, Hvalneskirkja, Kirkjuvogs- kirkja og Keflavíkurkirkja. Séra Friðrik var fyrst settur sóknarprestur að Útskálum. Var hann vígður 1. júní, á uppstigningar- dag, 1916 og flutti hann í þeim sama mán- uði að Útskálum, ásamt konu sinni frú Asdísi, dóttur Guðlaugs bæjarfógeta á Akureyri Guðmundssonar, en þau höfðu gifzt þá um veturinn, þann 12. febrúar. Séra Friðrik Rafnar var hár maður, nokkuð grannur og vel vaxinn, fyrirmann- legur og glæsilegur í velli og í framkomu allri. Hann var einkar ljúfur í öllu dag- fari og alþýðlegur. 'Hver, sem átti við hann erindi, gat verið viss um, að hitta hann glaðan og reifann og skilningsríkan í hvers konar vanda. Hann var ágætur söngmaður og hafði næman smekk á músik og söng, enda vel nienntaður á því sviði. Var messugjörð, er hann framkvæmdi, mjög fögur, rödd nans hjört og þrungin fyllingu og innileik. Þá lét hann sér mjög annt um safnaðar- sönginn og þá einkum söngflokksins, var hann í því efni, ævinlega boðinn og búinn til að kenna og leiðbeina. Nokkru fyrir fyrstu jólin, sem séra Friðrik embættaði 1 Keflavík, æfði hann söngflokkinn nokkr- um sinnum og þar var góður kennari, sem sagði okkur til. Við æfðum þá hin fögru hátíðasvör séra Bjarna Þorsteins- sonar og á síðustu æfingu, rétt fyrir jólin, var séra Friðrik fyrir altari og tónaði Vixlsönginn, en kórinn svaraði. Var þetta fullkomin hátíðamessa, þótt æfing væri. Séra Friðrik hafði fengið nokkuð sér- staka menntun á unglingsárum. Ný- fermdur fór hann til Skotlands og var á verzlunarskrifstofu hjá G. Gíslasyni & Þíay í Leith í þrjú ár, en jafnframt gekk hann í ágætan verzlunarskóla (Leith Aca- deniy) og lauk þar prófi með 1. einkunn. Varð hann mjög vel að sér í enskri tungu ^ þessum árum. Séra Friðrik var víðsýnn maður og hjartsýnn, hann var ágætlega gáfaður og ■slenzkan lék honum á tungu, var enginn malhreimur, eða blær í rödd hans, sem minnti á, að hann hefði dvalist tneð ann- uri þjóð á unga aldri. Hann samdi ágætar ræður, hvort heldur voru stólræður eða hann mælti yfir líkbörum, svo og aðrar tækifærisræður. Utan kirkju var séra Friðrik alla jafna hóflega glaður. Hann hafði yndi af að blanda geði við vini sína og í mannfagnaði var hann hin skemmti- legasti. Séra Friðrik Rafnar var fæddur 14. febrúar 1891 á Hrafnagili í Eyjafirði, en þar bjuggu foreldrar hans séra Jónas Jónas- son, hinn þjóðkunni gáfumaður og fræða- þulur og kona hans Þórunn Stefánsdóttir, rómuð ágætiskona, sem öllum þótti vænt um, er þekktu. Voru þau hjón málsvarar hins hrjáða og umkomulitla. Bera sögur séra Jónasar allar merki þess. Allt vildi hann bæta og öllu lijálpa á leið til þroska, það sýndi hann svo vel í verki, er hann var orðinn kennari við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri. Séra Jónas var afburða- kennari, nemendum sínum óvenjulegur vinur. Frú Þórunn var hin stillta og prúða kona, gáfuð og gjöful og hetja í raunum. Af átta börnum þeirra hjóna, dóu fjögur á unga aldri, þrjú á barnsaldri og þrjú fósturbörn, yngsta son sinn, Halldór misstu þau fimmtán ára að aldri, þá kom- inn í þriðja bekk í skóla, talinn frábær að gáfum og mannkostum. Séra Friðrik fékk því ungur að reyna ástvinamissi, hygg ég, að sú reynsla hafi markað djúp spor í barnssálina, en í samvistum við göfuga foreldra hefur upp af þeirri reynslu sprottið, þá þegar, örugg vissa um fram- haldslíf og traust á forsjón guðs föðurs. Bræður séra Friðriks, er upp komust, voru Oddur Rafnar, skrifstofustjóri í Kaup- mannahöfn, Jónas Rafnar, yfirlæknir á Kristnesspítala og Stefán Rafnar skrifstofu- stjóri í Reykjavík. Jónas Rafnar býr á Akureyri, einn bræðranna á lífi. Frú Þórunn var fædd 24. febrúar 1885 á Hlöðulúni í Stafholtstungum, Borgar- firði. Voru foreldrar hennar Stefán Ottesen, bóndi þar og kona hans Anna Guðmundsdóttir, bónda á Hvítárvöllum Sveinbjörnssonar, bróður Þórðar háyfir- dómara Sveinbjörnssonar. Stefán í Hlöðutúni, var sonur Péturs sýslumanns í Mýrarsýslu Ottesens f. 1778 d. 1866. Hann bjó lengst í Svignaskarði, sonur Odds klausturhaldara á Þingeyrum og notariusar í yfirdómi á alþingi 1771, hálfbróðir Olafs stiftamtmanns Stefáns- Sr. Friðri\ Rajnar og kona hans jrú Asdís Rajnar. F A XI — 21

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.