Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1965, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1965, Blaðsíða 6
sonar, forföður Stephensensællar. Faðir þeirra bræðra Stefán prestur að Höskuldar- stöðum f. 1695 d. 1784 Ólafsson, var dóttur- sonur séra Stefáns skálds í Vallarnesi Ólafssonar, sonur Önnu dóttur hans. Var því frú þórunn fjórði liður frá séra Stef- áni á Höskuldarstöðum. Má af þcssu sjá, að ættir þeirra Utskálaprestanna, séra Kristins Daníelssonar og séra Friðriks Rafnars hafa verið fléttaðar saman á fleiri en einn veg en nánasti skyldleiki þeirra hefur verið frá Oddi notariusi Stefáns- syni, hálfbróðir Sigríðar Stefánsdóttur konu Þórarins sýslumanns Jónssonar. Hafa þeir prestarnir á þann veg, verið fimm-menningar. Séra Jónas rithöfundur, faðir séra Friðriks, var fæddur 7. ágúst 1856 á Ulfá í Eyjafjarðardölum, sonur „Jónasar" lækn- is og bónda, síðast á Tunguhálsi í Skaga- firði Jónssonar bónda á Ulfá í Eyjafirði f. 1797 d. 30. des. 1847 Bergssonar bónda í Seljahlíð f. 1762 d. 30. okt. 1828 Flóvents- sonar. Kona Jónasar í Tunguhálsi, og móðir séra Jónasar, var Guðríður f. 1. marz 1835 d. 16. nóv. 1913 Jónasdóttir bónda á Hall- dórsstöðum í Eyjafirði f. 1803 d. 20 mai 1872 Guðmundssonar, Frú Guðríður var mikil gáfukona. Séra Friðrik Rafnar flutti frá Ulskálum síðla árs 1927 og varð prestur á Akureyri, æskubyggð sinni við miklar vinsældir um nálega þrjá tugi ára. Hann varð víxlu- biskup í Hólastifti hinu forna 1937, prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 1941. Séra Friðrik Rafnar var hamingjumaður. Þegar fyrst er talið það lífslán, sem mest er, að eiga góða og göfuga foreldra og njóta þeirra fram á manndómsár, þar næst farsælt hjónaband með gáfaðri konu og vera umkringdur góðum vinum, hvar sem leið lá, og er syrli að síðustu árin og þungur sjúkdómur sótti hann heim, stóð hún, lífsförunauturinn, við hlið hans, eins og góður engill. Séra Friðrik Rafnar and- aðist 21. marz 1959 og frú Asdís andaðist 30. sept. 1960. t>eim hjónum varð ekki barna auðið. Fósturbörn þcirra voru þrjú: Hanna Rafn- ar, búsett í Reykjavík. Vinnur við Happ- drætti Háskóla Islands. Hún er systur- dóttir frú Ásdísar Rafnar. Guðmundur Þórðarson, bryti á m. s. Gullfossi. Jóhann- es Olafsson, bróðursonur frú Ásdísar Rafnar, vélvirkjameistari. Davíð Valgarðsson. Sundmeistaramót' Sundmeistaramót Keflavíkur var haldið í Sundhöll Keflavíkur. Þátttaka í mótinu var góð, og náðist ágætur árangur í mörgum greinum. Davíð Valgarðsson og Auður Guð- jónsdóttir unnu afreksbikar karla og kvenna. Er þetta í þriðja sinn í röð sem þau vinna þessa verðlaunagripi og unnu þá nú til eignar. Verðlaunagripi þeirra gáfu Olíusamlag Kefla- víkur og Kaupfélag Suðurnesja árið 1956. — A mótinu kepptu sem gestir margir ágætir sundmenn frá Reykjavík og Hafnarfirði. Urslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 100 melra skriðsund karla. 1. Davíð Valgarðsson, UMFK .... 1.01.1 min. 2. Guðm. Þ. Harðarson, Æ ..... 1.02.2 mín. 3. Gunnar Kristjánss. SH ..... 1.06.6 mín. 100 mctra bringusund kvenna. 1. Auður Guðjónsdóttir, UMFK 1.29.9 mín. 2. Kristín Einarsdóttir, UMFK .. 1.36.8 mín. 3. Lovísa Gunnarsdóttir, UMFK 1.37.0 mín. 109 mctra bringusund karla. 1. Þór Magnússon, UMFK ....... 1.24.8 mín. 2. Sigmundur Einarsson, UMFK 1.27.4 mín. Árni Þ. Kristjánsson, Hafnarf, keppti sem gestur og synti á 1.16.3 mín. 50 metra skriðsund kvcnna. 1. Rakel Ketilsdóttir, UMFK ......... 35.3 sek. 2—3. Auður Ásgeirsdóttir, UMFK 38.8 sek. 2—3. Helga Einarsdóttir, . . UMFK 38.8 sek. 50 metra baksund kvenna. 1. Auður Guðbjörnsdóttir, UMFK 37.4 sek. 2. Lovísa Gunnarsdóttir, UMFK 46.5 sek. 3. Helga Einarsdóttir, UMFK .... 49.1 sek. 50 metra baksund karla. 1. Davíð Valgarðsson, UMFK .......... 34.6 sek. 2. Guðmundur Sigurðsson, UMFK 36.9 sek. 50 metra flugsund karla. 1. Davíð Valgarðsson, UMFK .... 30.0sek. 2. Gunnar Kristjánsson, SH .......... 33.5 sek. 3. Guðm. Þ. Haraldsson, Æ ........... 33.6 sek. gm Auður Guðjónsdóttir. Keflavíkur 1964 50 mctra bringusund kvenna. 1. Kristín Einarsdóttir, UMFK .... 43.5 sek. 2. Lovísa Gunnarsdóttir, UMFK .. 44.5 sek. 3. Helga Einarsdóttir, UMFK .... 46.8 sek. 66% metra fjórsund karla. 1. Davíð Valgarðsson, UMFK ....... 44.8 sek. 2. Þór Magnússon, UMFK ........... 52.3 sek. 3. Sigmundur Einarsson, UMFK .... 54.0 sek. Guðm. Þ. Haraldsson, Æ, keppti sem gestur og synti á 47.7 sek. og Árni Þ. Kristjánsson, SH syntin á 47.9 sek. 66% mctra fjórsund kvenna. 1. Auður Guðjónsdóttir, UMFK .. 53.4 sek. 2. Helga Einarsdóttir, UMFK .... 1.04.0 sek. 4x50 mctra buðsund (fjórsund) karla. 1. Sveit Keflavíkur .............. 2.17.0 sek. 2. Sveit Sveit R.víkur og Hafnarfj. 2.19.0 sek. 3x50 metra boðsund (þrísund) kvenna. 1. A-sveit UMFK................... 1.58.9 mín. 2. B-sveit UMFK................... 2.13.7 mín. Keppendur unglingagreinar úr Keflavík. Þrír fyrstu í hverri grein urðu: 33% metra bringusund drengja. 1. Einar Leifsson .............. 30.7 sek. 2. Árni Ásmundsson ............. 32.3 sek. 3. Hjálmtýr Baldursson ......... 33.3 sek. 4. Hrólfur Gunnarsson .......... 33.3 sek. 33% metra bringusund tclpna. 1. Bergþóra Ketilsson. 2. Margrét Hallsdóttir. 3. Maríanna Einarsdóttir. 33% mctra skriðsund drcngja. 1. Axel Birgisson ................ 23.3 sek. 2. Árni Ásmundsson ............... 23.8 sek. 3. Einar Leifsson ................ 25.2 sek. 33% metra skriðsund tclpna. 1. Erla Bjarnadóttir.............. 26.4 sek. 2. Hafrún Albertsdóttir .......... 28.0 sek. 3. Jóna Baldursdóttir ............ 32.1 sek. H. G. 22 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.