Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1965, Side 9

Faxi - 01.02.1965, Side 9
því til þess hefði hann aldrei unnið. Hann hafi alla tíð verið lítill, bæði í sjón og raun. Rétt er það, að Sigurþór mun vera með lagvaxnari mönnum, en hann er þéttur á velli og kvikur í spori og óvenju hvatlegur i hreyfingum, það verður ekki af honum skafið, þrátt fyrir nokkuð háan aldur, en nann varð sjötugur í desember í vetur. Sigurþór er fæddur í Árbæjarhjáleigu í Holtum 2. des. 1894, sonur hjónanna kiuðlaugar Magnúsdóttur og Þórlcifs Guðleifssonar, er þar bjuggu. Var faðir nans lærður járnsmiður, en stundaði á efri árum aðallega rokkasmíði. Sigurþór ólst upp með foreldrum sínum til fullorð- msára. Jafnliliða algengri sveitavinnu lærði hann smíðar af föður sínum og vann að smíðum síðan, fyrst jafnhliða eigin bú- skap og síðar eingöngu. Sigurþór kvæntist 27 ára gamall jafn- öldru sinni, Júlíönu Guðmundsdóttur, sem Var fædd í Garðahverfi, en fluttist ung til Hafnarfjarðar og ólst þar upp. Þau reistu fyrst bú á Hallstúni í Holt- um og bjuggu þar eitt ár, en fluttust 1924 að Lambhaga á Rangárvöllum og bjuggu þar [ 9 ár. Þar eignuðust þau 2 sonu, Þorleif Kristinn rafvirkja og Ágúst Vetur- liða, sem starfar að bifreiðatryggingum i Reykjavík. Frá Lambhaga flutti Sigurþór að Strönd 1 sama héraði og byggði þar nýbýli, sem bann nefndi Litlu Strönd. Þar bjuggu þau hjónin í 13 ár, og þar missti Sigurþór konu sína 1947. Brá hann þá búi og flutti litlu síðar til Þorleifs sonar síns, sem þá var kvæntur Margréti Karlsdóttur og bú- setlur í Reykjavík og útlærður rafvirki. Nokkru síðar fluttizt Sigurþór með þeim njónunum til Keflavíkur og þar dvelur hann nú á heimili þeirra, að Skólavegi 9, °g liefir innréttað fyrrnefnt verkstæði inn KEFLAVÍK - FRAMKVÆMUM ALLSKONAR MYNDATÖKUR af raftækjavinnustofu Þorleifs sonar síns, sem er í viðbyggingu við íbúðarhúsið. Hefir Sigurþór ærið nóg að gera í sinni sérstæðu framleiðslugrein og unir þar glað- ur við sitt. — „Hvernig kanntu við þig í Kefla- vík, Sigurþór?" spyr ég eftir að hafa svip- azt um á verkstæðinu og skoðað renni- bekkinn og önnur smíðatól gamla manns- ins, sem livert hefir sínu ákveðna hlut- verki að gegna. — Yflrleitt vel, — en það hljóta líka allir að segja, sem hafa nóg að gera og halda sæmilegri heilsu. Annars er nú ald- urinn orðinn býsna hár og dregur þá sjálf- sagt að því að maður kveðji þessa veröld. — Og hvað mundirðu þá segja við hana að skilnaði? — Forsjónin hefir verið mér góð, svo ég hefi ekki undan neinu að kvarta og mun því kveðja sáttur við guð og menn. — Hvað finnst þér, Sigurþór, um saman- burð á gamla og nýja tímanum? — Mér finnst t. d., að þrátt fyrir mikla dýrtíð, geti menn nú látið meira eftir sér en í gamla daga, enda leggja menn nú í hinar ótrúlegustu framkvæmdir og það oft án mikilla efna, sem enginn hefði í þá daga látið sér til hugar koma. Þó finnst mér bera af í þessum samanburði, hve nú er miklu auðveldara að afla sér menntunar. Mín kynslóð fór hennar svo til alveg á mis. Eg hefði svo feginn viljað fá notið meiri tilsagnar í þeirri starfsgrein sem ég stunda, en þess var þá enginn kostur. Maður varð að vinna hörðum höndum og átti sér fáar tómstundir. Nú geta menn fyrirhafnar- lítið lært það sem hugurinn kýs og látið þó ýmislegt eftir sér af heimsins lysti- semdum, þrátt fyrir væl og barlóm aldar- innar, sem mér finnst vera allt of mikið af. H. Th. B. SUÐURNES Á stofu. í heimahúsum. !; í samkvæmum. Passamyndir. ;j Ökuskírteinismyndir. ;j Eftirtökur á gömlum myndiun. Auglýsingamyndir. '! Pantið í síma 1890 • !! Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70 <><XXxc KEFLAVÍK Bátakönnur Bátadiskar Hnífar Gafflar Skeiðar Teskeiðar Stakir bollar Matarstell Kaffistell Pottar Katlar Kaffikömiur Könnupokar Hitakönnur Burstavörur Hillupappír Gólfklútar Afþurkunarklútar Kuupfélag Suðurnesja Búsáhaldadeild. F A X I — 25

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.