Faxi - 01.02.1965, Side 11
þeirra voru þá yngri systkini mín. Allt
fólkið á Velli og Vallarhúsum var flúið
undan hamslausri reiði náttúruaflanna. En
gat það ekki hafa drukknað eins og geml-
■ngarnir, sem veltust í sjólokunum upp að
hlaðinu á Járngerðarstöðum ?
Við vorum kyrr í okkar lágreista húsa-
skjóli.
Vissulega var veðurofsinn ekki eins
ákafur og áður, — og okkur sýndist út-
sogið skríða lengra niður eftir túninu, þótt
aldan ylti enn alla leið upp í hlaðvarpann.
Oldur úthafsins hjöðnuðu. — Sviftivindar
loftsins urðu lémagna eftir ofurátök sín.
Fárviðrið var gengið hjá!
Hvernig var svo umhorfs eftir þessar ham-
farir lofts og lagar — þær mestu er sagnir
herma að gengið hafi yfir Grindavík?
Mikið tjón varð á mannvirkjum og
eignatjón meira en orðið hefur í annan
tima hjá Grindvíkingum. T. d. flaut íbúð-
arhúsið í Akurhúsum af grunni góðan spöl
mn á tún, skömmu eftir að íbúarnir flúðu.
Þá þótti það og mikil tíðindi, að nota
varð bát til að bjarga íbúum Eyðis út um
loftsglugga. En Eyði stóð lágt og í nokkru
vari, svo að báti var við komið.
Og vafalaust má telja, að mikið mann-
tjón hefði orðið, ef þessi ósköp hefðu dunið
yfir að nóttu — einu dægri fyrr eða síðar.
Vertíðarbátarnir höfðu flestir laskast eða
hrotnað verulega — fiskhús höfðu fengið
svipaða útreið. Það var mikið verk að vinna
til úrbóta áður en róðrar gátu hafist að
nýju.
Malar og grjótbtirður hafsins náðu lang-
ar leiðir inn á tún, og urðu sum þeirra ekki
nytjuð síðar. Sem dæmi um afköst hafróts-
ins í þeim efnum, má uefna, að þegar fjar-
aði kom í ljós, að meðal annara steina, sem
horist höfðu inn í lnisið á Velli var einn á
eldhúsborðinu, er 4 menn þurftu til að færa
ur stað. Ekki man ég hve margt fé lét
lífið í flóði þessu, en minnisstæðastur er
mér hinn válegi valköstur. þar sem ægði
saman dauðum kindum, fiskum og öðrum
sjavardýrum. Sennilega mun sjór hafa
gengið lcngst á land upp, vestan við Járn-
gerðarstaði upp með hraunbrúninni upp
af Vatnsstæðinu. I3á var sjávargróður 1!4
2 km. frá venjulegu sjávarmáli. Eftir-
leikur þessara hamfara var sá, að nokkur
'búðarhús, sem harðast urðu úti, lögðust í
eyði eða voru flutt og 'byggð á öruggari
hússtæðum.
Ég las og lærði bíblíusögurnar með
oaeiri virðingu eftir þennan ægiatburð.
Jón Tómasson.
Leiðrétting.
í minningargrein um Jóhönnu Sigurðar-
dóttur í síðasta tbl. Faxa misritaðist fæðing-
arstaður hennar sem var Stöðulkot í Þykkva-
bæ, en ekki Söðulkot. Jóhanna var jarðsungin
frá Kieflavíkua’kirkju þann 14. nóvember,
ekki 1. nóv. Eru hlutaðeigendur beðnir af-
sökunar á þessum mistökum.
Þá misritaðist í sama blaði fyrirsögnin á
ávarpi því, er sr. Björn Jónsson flutti á Jóla-
söngvum kirkjukóra í Keflavíkurkirkju,
sunnud. 27. des. Fyrirsögn ávarpsins í blað-
inu var: — Oma jörð af jólasöngvum, en átti
vitanlega að vera: Óma jörð af jólakvæðum,
sem eru upphafsorð kvæðisins, sem prest-
urinn hóf mál sitt á og hafði fyrir uppistöðu
í ræðu sinni. Er hann einnig beðinn velvirð-
ingar á þeim mistökum.
I þættinum „Nýjar skýringar með gam-
alli mynd“ í sama blaði misritaðist bátsnafn:
Sólfari átti að vera Sæfari.
Banaslys í Njarðvíkum.
Aðfaranótt sunnudagsins 31. janúar varð það
sviplega slys á veginum milli Samkomuhúss
Njarðvíkur og Keflavíkur, að ungur maður,
Ingvar Steinþórsson frá Reykjavík, varð fyrir
bifreið og beið bana.
Ökumaður bifreiðarinnar reyndist vera 18
ára gamall, réttindalaus og undir áhrifum
áfengis.
Fullnýtt.
Simastöðin í Keflavík hefir nú undanfarið
ár verið fullnýtt. Nú munu vera á annað
hundrað símabeiðnir óafgreiddar.
Fjögur hundruð númera stækkun er fyrir-
huguð og er búizt við að hafizt verði handa
við stækkunina nú í þessum mánuði., enda
meirihluti efnisins til viðbótarinnar kominn
á staðinn.
Þessar upplýsingar eru fengnar hjá síma-
stjóranum í Keflavík, Jóni Tómassyni, sem
er bjartsýnn á, að nú með vorinu eða i
sumar hafi allir fengið síma, sem þess hafa
óskað og að á næstunni ætti ekki að þurfa
að vera neinn hörgull á nýjum síma.
Eftir sömu heimildum hefir blaðið hlerað,
að óvenju mikið hafi verið um bilanir og
strengjaslit, vegna óvarfærni við jarðrask og
aðrar verklegar framkvæmdir, sem er mjög
bagalegt, enda óþarfi, þar sem glöggar teikn-
ingar og aðrar upplýsingar eru góðfúslega í
té látnar, sé þess óskað, af verktstjóra Land-
símans í Keflavík
Þá er og full ástæða til að benda síma-
notendum á, að við fjölgun sjálfvirku stöðv-
anna í landinu, vex hættan á umfram sím-
tölum mjög mikið. Þess vegna er áríðandi að
fólk tali ekki umfram þarfir og fylgist vcl
með tímalengd símtala sinna vð sjálfvirkar
stöðvar.
Þorramatur í Tjarnarkaffi.
Síðan í Þorrabyrjun hefir verið framreiddur
þorramatur í Tjarnarkaffi hér í Keflavík á
hverju laugardagskvöldi
Er þetta svokallað kalt borð, þar sem hægt
er að velja um alls konar kræsingar af ís-
lenzku góðmeti. Þar er t. d. hangikjöt, svið,
sviðapressa, kjöt, margskonar súrmeti, flat-
brauð, smjör, salöt og ótal margt fleira lost-
ætt og girnilegt. Er maturinn vel og smekk-
lega framreiddur og verði mjög í hóf stillt.
Frá höfninni.
Hið hvimleiða verkfall á bátaflotanum, sem
staðið hafði frá áramótum, lauk 3. febrúar
með samningagerð, en dagiim áður hafði til-
laga sáttasemjara ríkisins verið felld af sjó-
mönnum.
Verkfall þetta stóð í 34 daga og hefir tví-
mælalaust valdið keflvísku atvnnulífi mikið
fjárhagslegt tjón, sem bitnar jafnt á allri
þj óðarheildinni.
Vegna þessa verkfalls hófu nú mjög fáir
bátar línuveiðar og þar með er glataður bezti
vertíðarfiskurinn. Sá fiskur, sem meira og
minna heldur uppi áliti .slenzki'a fiskafurða.
Hins vegar hófust netaveiðar almennt miklu
fyrr nú, en að undanförnu, en aflinn fram
til þessa er mjög lítill, enda ekki kominn
venjulegur netaveiðitími og miklar ógæftir
hafa svo í þokkabót hamlað róðrum.
Húsbyggjendur!
Nú er tíminn til aS panta
glerið fyrir sumari.
LátiS okkur reikna út verðiS.
CUDO-umboðið.
TRÉSMIÐIR HÉÐINN OG HREINN
Sími 2325 — Önnuhúsi — Ytri-Njarðvík.
Útgeíandi: Málfundaíélagið Faxi, Keflavík. — Bitstjóri og afgreiðslumaður:
Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjóm: Hallgrimur Th. Bjömsson. Margeir
Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar
Sveinsson. Verð blaðsins i lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
F A X I — 27