Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1965, Page 4

Faxi - 01.06.1965, Page 4
„Sjávarútvegurinn er þróttmesti máttarstólpi okkar íslendinga,/ Sjómannadagsræða Jóns Sæmundssonar, skipstjóra. um, ef efnt yrði til sögulegrar skólasýn- ingar í sambandi við norræna skólamótið í sumar, og væntanlegt byggðasafn gæti haft gagn af henni. Vitanlega verður sýning sem þessi ekki athuguð niður í kjölinn á stuttri stundu — og þar sem ég hef nauman tíma að þessu sinni, hygg ég gott tii að koma hér síðar og kynna mér hana rækilegar. Að lokum þakka ég aftur forráðamönn um sýningarinnar og forstöðumanni hennar fyrir heimboðið og allan þann sóma sem mér er sýndur á þessari sýn- ingu, sem ég veit að er meir af vinsemd en maklegleikum mínum. Oska ég svo Keflavíkurkaupstað og öll- um, sem að sýningunni hafa unnið heið- urs fyrir verkið, en skoðendum hennar gagns og ánægju. Ræðu þessa flutti Bjarni M. Jónsson náms- stjóri við opnun skólasýningarinnar í Kefla- vík og þar sem ræðan þótti hin athyglisverð- asta fékk ég leyfi námsstjórans til að birta hana í blaðinu. Ritstjóri. F I Ljósmynd: Heimir Stígsson. Þessi mynd er af minnisvarða, sem reistur var í Keflavíkurkirkjugarði til minningar um skipshöfnina á mb. Stuðlabergi, sem fórst með 11 manna áhöfn 17. febrúar 1962. Varðinn var afhjúpaður s. 1. Sjómannadag við hátíðlega athöfn, er fór fram í kirkju- garðinum og hófst kl. 1 e. h. Við þessa athöfn flutti sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson, stutt ávarp og bæn, en karlakvartett söng. Dóttir skipstjórans á mb. Stuðlabergi, María B. Jónsdóttir, afhjúpaði minnisvarðann. Góðir samkomugestir. Enn einu sinni erum við hér saman komin til að taka þátt í hátíðahö 'utn Sjómannadagsins. Eins og kunnugt er, hefur sjómannastéttin tileinkað sér einn Jón Sæmundsson. dag á ári hverju síðastliðin 28 ár og ef- laust eru ailir sammála að svo megi verða um alla framtíð. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í júní þar til nú að því var breytt, og er hann núna síðasta sunnudag í maí. Þessar breytingar voru gerðar til áð sem flestir síldveiðisjó- menn gætu verið heima á þessum degi, til að breyting þessi næði fullum tilgangi hefði þurft að liafa hann mun fyrr. Sjómannastéttin hefur gildar ástæður til að efna til samfagnaðar á þessum árstíma, þá er nýafstaðin vctrarvertíð með öllum þeim erfiðleikum sem henni fylgja og ennfremur, að framundan er margra mán- aða útilega hjá stórum hópi sjómanna norð-austur og austur í hafi í eltingarleik við silfur hafsins, síldina. Ég mun reyna að ræða þau mál, sem efst eru á baugi í dag og varða sjómenn og sjávarútveginn í heild. Arið 1964 var eitthvert það gjöfulasta, sem yfir íslenzkan sjávarútveg hefur komið og átti það við, bæði um þorsk- veiðarnar við suðvesturland og síldveið- arná% fyrir norðausturlandi og austur- land, sem stóðu mun lengur en þekkzt hefur, eða frá því um mánaðamót maí og júní og allt fram undir jól. Þeir sem gjörþekkja til þessara mála eru flestir á þeirri skoðun að síldarmagnið íyrir norðaustan og austurlandi hafi ekki verið meira en oft áður. Megin ástæður fyrir þessum aukna afla eru því þær, að á undanförnum árum hefur fiskveiðiflotinn verið endurnýjaður á myndarlegri hátt en dæmi eru til. Skipin eru stærri en áður og búin öllum þeim nýjustu og beztu veiðitækjum, sem völ er á. A því sviði hefur verið unnið braut- ryðjandastarf, sem sjávarútvegurinn getur verið hreykinn af. En þetta kostar fram- sýni, áræðni og mikinn dugnað, enda virðast þeir menn, sem að þessum málum starfa, hafa þessa eiginleika í það ríkum mæli að mörgum finnst nóg um. Ekki er það svo að hin nýju skip, með sínum fullkomnu tækjum séu alveg óbrigð- ult ráð til aukins afla, það sýnir okkur nýafstaðin vetrarvertíð, sem var nú lé- legri hér við Faxaflóa en hún hefur verið í mörg ár. Eiga því margir útvegsmenn í fjárhagsörðugleikum sökum þessa afla- brests. Dagblöð Reykjavíkurborgar eru líka undarlega þögul um aflahlut skip- verja og segir það að sjálfsögðu sína sögu. Hinn langi úthaldstími síldveiðiskip- anna hefur skapað ný vandamál, sem áður voru svo til óþekkt. Við getum tæplega ætlast til, að þessir menn séu í burtu fra heimilum sínum í 5—6 mánuði samfellt, það samrýmist tæplega því þjóðfélagi sem við búum við í dag. Við hljótum því að vera sammála um, að þarna er úrbóta þörf. Eflaust eru þarna margar leiðir til bóta, en því fyrr sem við leysum þetta vandamál því betra. Eg lield að knapb sem tekur þátt í veðreiðum þætti ekki vænlegt til sigurs að tefla fram þreyttuni gæðing. Með tilkomu hinna nýju skipa við síld- veiðarnar hefur það komið fram að stór hópur báta, aðallega af stærðinni 40—70 lestir, hefur reynst vera orðinn úreltur við þessar veiðar. 1 þessum bátum felast mikil verðma:ti, en verkefni þeirra í dag eru ákaflcga tak- mörkuð. Það má segja, að vetrarvertíðin sé eini tíminn úr árinu, sem þeir eru reknir 80 — F A XI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.