Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1965, Page 7

Faxi - 01.06.1965, Page 7
Forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, og fræðslumálastjóri, Hclgi Elíasson, skoða handa- vinnusýningu barna í Ytri- Njarðvík. varar eindregið við hinni sívaxandi verð- bólgu, er hefur, auk annara skaðlegra áhrifa, leitt til aukins reksturskostnaðar tryggingarfélaga og stóraukinna tjóna- bóta, sem félögin hafa óhjákvæmilega orðið að mæta með hækkuðum iðgjöldum. Fundurinn vekur athygli á þeim geig- vænlegu fjárupphæðum, sem fara forgörð- um hér á landi á ári hverju vegna slysa og annara óhappa. Tjónabætur trygging- arfélaganna námu á fimmta hundrað milljóna króna á s. 1. ári og er þá engin tilraun .gerð til þess að meta til fjár þær hörmulegu afleiðingar slysa, sem aldrei verða með peningum bættar. Skorar þvi fundurinn á landsmenn alla að gera nú stórátak til þess að draga úr hinum tíðu slysum og afleiðingum þeirra, en slíkt átak er jafnframt raunhæfasta skrefið til þess að lækka iðgjöldin. Hvetur fundurinn til samstarfs um þessi mál á sem breiðustum grundvelli °g lýsir því yfir, að Samvinnutryggingar munu nú sem fyrr veita hvern þann stuðning til úrbóta, sem þær megna.“ „Átjándi aðalfundur Samvinnutrygg- mga haldinn í Keflavík 21. maí 1965 vill að gefnu tilefni beina þeirri áskorun til viðkomandi yfirvalda, að þau tilnefni jafnan fulltrúa frá tryggingarfélögunum 1 þær nefndir, sem þau skipa til þess að fjalla um öryggis- og umferðarmál." Eitt hundrað þúsund króna gjöf til Handritastofnunarinnar í tilefni af samþykkt danska þjóðþings- ins á afhendingu íslenzku handritanna samþykkti fundurinn, að Samvinnutrygg- ingar afhentu Handritastofnun Islands að gjöf kr. 100.000, sem varið yrði til áhalda- kaupa eftir nánara samkomulagi við for- stöðumenn Handritstofnunarinnar. Að loknum aðalfundinum hélt stjórnin fulltrúum og all mörgum gestum af Suð- urnesjum hóf að Aðalveri í Keflavík. Stjórn félaganna skipa: Erlendur Einarsson, formaður, Isleifur Högnason, Jakob Frímannsson, Karvel Ogmundsson og Ragnar Guðleifsson. Framkvæmdarstjóri félaganna er As- geir Magnússon. Sjómannodagsræða Framhald af bls. 81. útvegsmálum starfa að koma sér upp hag- fræðistofnun, sem hefði á að skipa færum mönnum á sviði efnahagsmála. Það er hugvitið og menntunin sem á að færa okkur fram til betra lífs en ekki ruglings- legt mat staðreyndanna, sem of lengi hef- ur verið haft í öndvegi. Með hækkandi sól fara sjómenn okkar út á hið víða haf í ríkara mæli en annan árstíma. Með þá staðreynd í huga vil ég leyfa mér að hafa yfir ljóðlínur eftir Valdi- mar heitinn Snævarr, sem fluttar voru í lítilli sveitakirkju út á landi fyrir mörg- um árum í tilefni þessa dags. Honum fórust orð á þessa leið: Nú rennur gnoð, er vinnur vél. I vald Guðs, skip og menn ég fel. Vér biðjum Hann, þótt bresti orð: að blessa starf vort hér um borð. Lát hafið gefa gull í mund og geym vor, Drottinn, hverja stund. Ó, lát hvern sjómann landi ná og leið vor fley um höfin blá. Þú sér hvert skip, þú sér hvern bát, á sævarbylgjum hefir gát. Þú lægir storma, stillir sjá og stöðvar boðaföllin há. Vér leggjum bæði líf og önd, vor ljúfi Drottin, þér í hönd. Þótt æði stormar, ólgi sær, þú aldrei bregst oss, Herra kær. 1 þínu skjóli, þinni hlíf og þinni vernd er starf og líf. I þínu nafni, þinni trú með þér á haf vér leggjum nú. Að svo mæltu þakka ég góða áheyrn. FAXI — 83

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.