Faxi - 01.06.1965, Qupperneq 8
Marta Valgerður Jónsdóttir:
Minningar frá Keflavík
Um Innri-Njarðvíkurbændur
Manntalaárið 1703 bjuggu á Auðnum á
Vatnsleysuströnd, Rafn Grímsson og kona
hans Guðlaug Jónsdóttir, alsystir Þorkels
lögréttumanns í Innri-Njarðvík Jónssonar,
föður Jóns Thorkillii. Jón Halldórsson,
faðir þeirra systkina, var einnig lögréttu-
maður og bjó síðara hluta ævinnar í Innri-
Njarðvík, líklega frá 1666, og lézt þar 19.
apríl 1694, 71 árs að aldri. Kona hans var
Kristín Jakobsdóttir, bónda á Þorkötlu-
stöðum í Grindavík Helgasonar, systir
Arna lögréttumanns á Stóra-Hólmi í Leiru
Jakobssonar.
Kona Þorkels lögréttumanns í Innri-
Njarðvík var Ljótunn, f. 1668, Sigurðar-
dóttir lögréttumanns á Leirá Árnasonar
lögmanns Oddssonar biskups í Skálholti
Einarssonar. Var hún búsýslukona og hélt
öllu til haga, smáu og stóru. Það var haft
eftir Ingigerði, móður Hákonar elzta í
Kirkjuvogi, að Ljótunn hafi átt svo mikið
af stássklæðum, ásamt gulli og silfri, að
hún hefði fullvel getað klætt konungsfólk,
hefði þó sjálf klæðzt hversdagsfötum.
Þorkell lögréttumaður andaðist úr stóru-
bólu 1707. Ljótunn, kona hans, bjó eitt-
hvað eftir hann í Innri-Njarðvík, en flutt-
ist síðar að Kirkjuvogi í Höfnum (Mið-
Ásbjörn Ólafsson.
Frú Þorbjörg Nikulásdóttir, móðir frú Ing-
veldar Jafclsdóttur, var fædd 1812 í Reykja-
vík, dóttir hjónanna Nikulásar Erlcndssonar
frá Brjámsstöðum á Skciðum og Guðnýar
Gunnarsdóttur lögrcttumanns í Götu, Eystri-
hreppi, Hafliðasonar prests í Hrcpphólum
Bergsveinssonar. Þau hjón bjuggu í Seli við
Reykjavík 1816.
bæ). Atti hún fjórtán hundruð í þeirri jörð.
Ljótunn andaðist 1. jan. 1739. Var stofa
hennar lengi síðan kölluð Ljótunnarstofa.
Þau Auðnahjón, Guðlaug og Rafn, flutt-
ust að Innri-Njarðvík eftir Þorkatli og
Ljótunni og bjuggu þar til 1730, eða leng-
ur. Dóttir þeirra, er Kristín hét, f. 1704,
giftist Sveinbirni Egilssyni frá Miðhúsum
í Sandvíkurhreppi og settust þau að búi
í Innri-Njarðvík eftir foreldra Kristínar.
Bæði létust þau hjón sama árið, Sveinbjörn
10. febr. 1773, en Kristín 13. apríl 1773.
Á vist með þeim voru systkini Kristínar,
Kolfinna Rafnsdóttir, varð öldruð, mun
hafa dáið í Innri-Njarðvík, og Jón Rafns-
son, dáinn í maí 1774.
Fjórir voru synir þeirra Sveinbjarnar
Egilssonar og Kristínar Rafnsdóttur. Egill,
Jón, Ásbjörn og Erlendur. Jón kvæntist
ekki, var alla ævi í Innri-Njarðvík. Er-
lendur mun hafa dáið hálfvaxinn. Egill
og Asbjörn urðu báðir bændur í Innri-
Njarðvík, hreppstjórar og fyrirsvarsmenn
sveitar sinnar og taldir ríkismenn, einkum
Egill. Kona hans var Guðrún Oddsdóttir
bónda á Þorkötlustöðum í Grindavík Sig-
valdasonar. Egill andaðist 25. febr. 1808.
Sonur þeirra var svo sent kunnugt er,
Sveinbjörn Egilsson skáld og rektor. Guð-
rún, ekkja Egils, giftist aftur Ara Jónssyni
útvegsbónda og athafnamanni, og bjuggu
þau í Innri-Njarðvík í miklu ríkidæmi-
Guðrún Oddsdóttir andaðist 26. apríl
1842.
Ásbjörn Sveinbjarnarson, bróðir Egils,
bjó langan aldur samtímis Agli bróður
sínum og síðar Ara í Innri-Njarðvík. Kona
hans var Elen, f. 1758, Oddsdóttir frá As-
láksstöðum á Vatnsleysuströnd. Börn þeirra
voru Olafur, er varð bóndi eftir foreldra
sína, Kristín, d. 5. sept. 1838, nær sextug,
ógift, barnslaus, Ásta, giftist Hans Hend-
rik Jacobsen faktor í Reykjavík og síðar
í Keflavík, og Guðlaug, húsfrú í Stapa-
koti, var kona Klemenz Sæmundssonar.
Ásbjörn Sveinbjarnarson andaðist 20.
jan. 1819, en Elen kona hans 10. ág. 1825 í
Keflavík hjá Ástu dóttur sinni.
Olafur Ásbjarnarson var bóndi í Innri-
Njarðvík eftir foreldra sína. Kona hans
var Helga Árnadóttir frá Reykhólum Ara-
sonar. Börn þeirra: Árni, Ásbjörn, Arin-
björn og Guðlaug. Olafur var jafnhliða
búskapnum verzlunarstjóri í Keflavík.
Hann drukknaði á Grandanum milh
Ingveklur Jafctsdóttir.
84 — F A XI