Faxi - 01.06.1965, Blaðsíða 9
Njarðvíkanna á heimleið uni kvöld úr
Keflavík 15. jan. 1839. Helga Árnadóttir,
ekkja Olafs, giftist aftur Olafi Björnssyni
bónda þar og ólust börn hennar upp hjá
þeim.
Ásbjörn Olafsson var fæddur 30. ágúst
1832 í Innri-Njarðvík. Hann gerðist bóndi
á allri jörðinni 1862 og giftist það sama ár,
1. nóv., Ingveldi Jafetsdóttur gullsmiðs í
Reykjavík Einarssonar, bróðurdóttur frú
Ingibjargar, konu Jóns forseta Sigurðs-
sonar.
Þau hjón bjuggu þar rausnar- og mynd-
arbúi, höfðu mörg hjú og mikil umsvif og
blómgaðist bú þeirra vel bæði til sjós og
lands. Þeim hjónum varð ellefu barna auð-
ið, en aðeins fjögur þeirra komust til
fullorðinsára, þau:
1. Olafur Ásbjarnarson kaupmaður í
Keflavík og Reykjavík (Faxi, júní 1958).
Kona hans var Vigdís Ketilsdóttir frá
Kotvogi í Höfnum, stórgáfuð merkiskona.
2. Helgi, óðalsbóndi í Innri-Njarðvík,
einstakt góðmenni og gleðimaður. Hann
var kvæntur Jórunni Jónsdóttur frá Hópi
í Grindavík, hinni ágætustu konu. Býr hún
enn í húsi sínu að Innri-Njarðvík. Vísast
hér til greinar í jólablaði Faxa 1964 um frú
Jórunni eftir frænda hennar, Jón Tómas-
son póst- og símstjóra í Keflavík. Þar er
ekkert ofmælt, nema síður sé. Þykir öllum
vænt um frú Jórunni, sem til hennar
þekkja, og ber það henni fagurt vitni.
Helgi Ásbjarnarson andaðist 9. sept. 1953.
Var hann mildur fulltrúi þeirrar stór-
merku ættar, er setið hafði með mikilli
reisn á Innri-Njarðvíkurtorfunni um þrjár
aldir.
3. Þorbjörg Ásbjörnsdótlir, giftist Jóni
kennara Jónssyni frá Landakoti á Vatns-
leysuströnd, síðar kaupmanni í Reykjavík.
(Kennaraal I, bls. 372).
Frú Þorbjörg var mikill persónuleiki,
gáfuð fríðleikskona og framúrskarandi vel
virk, enda mikil liannyrða kona.
4. Olafía Ásbjörnsdóttir, giftist Einari
Einarssyni kaupmanni í Garðhúsum í
Grindavík. Var heimili þeirra nafnfrægt
að verðleikum og merkilegt menningar-
heimili, er setti fagran svip sinn á heilt
byggðarlag. Frú Olafía Ásbjörnsdóttir
andaðist 5. maí 1960.
Ásbjörn Olafsson lést 5. ágúst 1900 og
frú Ingveldur kona hans 6. marz 1904.
Arinbjörn Olafsson, albróðir Ásbjarnar
1 Innri-Njarðvík, bjó í Tjarnarkoti í Innri-
Ajarðvíkum, mikill merkismaður og bú-
höldur. Kona hans var Kristín Björnsdótt-
Helgi Ólafsson.
ir söðlasmiðs á Skrauthólum á Kjalarnesi
Tómassonar Bech og konu hans Margrét-
ar Loftsdóttur. Var heimili þeirra með
miklum menningar- og myndarbrag. Þar
var rekinn búskapur, bæði til sjós og lands.
Var sjórinn einkum sóttur af miklum
dugnaði, enda mörgu góðu vinnufólki á
að skipa. Heyrði ég þeirra hjónanna, frú
Kristínar og Arinbjarnar, ævinlega minnzt
með virðingu og hlýhug.
Um börn þeirra hjóna hef ég áður skrif-
að í Faxa, þar eð dætur þeirra tvær voru
búsettar í Keflavík, frú Björg Arinbjarn-
ardóttir (Faxi, júní 1960) og frú Margrét
Arinbjarnardóttir (Faxi, sept, 1960).
Onnur börn þeirra Tjarnarkotshjóna
voru Ölafur verzlunarstjóri í Vík í Mýr-
dal, síðar í Borgarnesi. Hann er faðir Jó-
hanns Gunnars bæjarfógeta á Isafirði.
Arinbjöm Ólafsson.
Jórunn Jónsdóttir.
Steinunn, átti Sæmund Sigurðsson frá
Barkarstöðum í Flj ótshlíð, og Helga, átti
Ogmund, d. 20. marz 1894, Sigurðsson
frá Barkarstöðum, bróður Sæmundar.
Frú Helga fór til Vesturheims eftir að
hún varð ekkja, einnig fóru frú Steinunn
og Sæmundur vestur um haf.
Arinbjörn Olafsson andaðist 9. des. 1895,
en frú Kristín kona hans andaðist 8. nóv.
1899 í Keflavík, jarðsunginn í Innri- Njarð-
vík eftir eigin ósk.
Guðlaug Olafsdóttir var alsystir bræðr-
anna Ásbjarnar og Arinbjarnar. Hún var
amma Benedikts Waage, forseta I. S. I., en
móðir Guðmundar klæðskera Illugasonar,
er nafnkenndur var einkum um Suðurnes
og Dali.
Frú Guðlaug var tvígift.
Þar sem Innri-Njarðvíkurtorfan er nú
Kristín Björnsdóttir.
F A XI — 85
L