Faxi - 01.06.1965, Qupperneq 12
Barnaskólinn í Keflavík.
Barnaskólanum í Keflavík var slitið
mánudaginn 31. maí. I skólanum voru
775 börn í 31 bekkjardeild. Kennarar voru
19 auk skólastjóra. Barnaprófi luku 113
börn, en 152 börn 7 ára innrituðust nú í
vor. A næsta skólaári eru því líkur til að
verði um 40 börnum fleira í skólanum.
Fyrirbuguð er viðbygging við skólann,
enda orðin knýjandi nauðsyn, þar sem
ekki eru nema 14 almennar kennslustof-
ur í skólahúsunum báðum.
Heilsufar var með bezta móti í skól-
anum í vetur. Farið var með skólabörnin
til að sjá fiskasýninguna í Hafnarfirði í
haust, og með börnin úr 6. bekkjum (12
ára börn) í Leikhús Reykjavíkur að s;á
Ævintýri á gönguför. Einnig fóru barna-
prófs-börnin í ferðalag nú að loknum
skólaslitum austur fyrir fjall, um Þing-
völl yfir Lingdalsheiði að Laugarvatni og
þaðan að Geysi og Skálholti og yfir Hellis-
heiði á heimleið.
Arshátíð skólans var að þessu sinni hald-
in þriðjudag fyrir páska. Þar var til
skemmtunar leikrit, fimleikasýning, söng-
ur, skrautsýning og dans. Einnig héldu
6. bekkingar tvær bekkjarskemmtanir í
vetur.
Fjölbreytt skólavinnusýning var í skól-
anum laugardag og sunnudag 29. og 30.
maí. Var sérstaklega til hennar vandað,
enda haldin til heiðurs Jóni Þorkelssyni
skólameistara, en minnisvarði hans var
afhjúpaður í Innri-Njarðvík með hátíð-
legri athöfn hinn 29. maí, sem kunnugt
er.
Við skólaslitin voru eins og áður mörg
verðlaun veitt fyrir góðan námsárangur.
Bókabúð Keflavíkur veitti verðlaun fyrir
hæstu aðaleinkunn yfir allan skólann. Þau
hlaut að þessu sinni Guðrún S. Rósants-
dóttir. Séra Björn Jónsson veitti verðlaun
fyrir beztu ritgerð á barnaprófi. Þau hlaut
Ingibjörg Pálmadóttir. Verðlaun Rotarý-
klúbbs Keflavíkur fyrir hæstu einkunnir
ásamt ástundun og góðri hegðun hlutu
að þessu sinni cftirtaldir nemendur:
Stjórn Lionsklúbbs
Njarðvíkur afhendir
skóiastjóra barna- og
unglingaskóla Njarð-
víkur sjónprófunar-
tækið. Frá v. Haukur
Ingvason kaupmaður
Þórmar Guðjónsson,
Friðrik Valdimarsson
og Sigurbjörn Ketils-
son skólastjóri.
Ljósm.: Heimir Stígss.
í 6. bekk Arinbjörn H. Arinb'örnsson,
Anna M. Eyjólfsdóttir og Hulda
Bjarnadóttir.
I 5. bekk Bergþóra Ketilsdóttir og
Hildur Agnarsdóttir
I 4. bekk Gísli Torfason og Margrét
Jónsdóttir.
I 3. bekk Guðný Björnsdóttir og
Jóhann Garðar Einarsson.
I 2. bekk Laufey Waage og Vigdís
Karlsdóttir.
I 1. bekk Erna Valdís Valdimarsdóttir
og Aslaug Sturlungsdóttir.
Kveðja tiI Faxa
Tulsa 29. maí 1965.
Kæri Hallgrímur!
Við hjónin þökkum þér kærlega fyrir Faxa
blöðin sem við höfum nýlega fengið, það
seinna fyrir nokkrum dögum. Við erum ný-
flutt í nýja íbúð og hefur verið nóg að
starfa, og þar af leiðandi ekki komið því
í verk að skrifa fyr.
Mig langar að senda þér nokkrar myndir
frá Tulsa. Ég vona að þú hafir einhverja
ánægju af þeim.
Héðan er allt gott að frétta, nema hvað
hitinn er stundum of mikill eða það finnst
okkur, 36—38 stig C., en þetta er víst byrjun-
in á sumrinu, svo er mér sagt, hvað svo sem
úr því verður. Kennslan í skólanum hefst
Bókabúð Keflavíkur
t
DAGLEGA f LEIÐINNI
Lionsklúbbur Njarðvíkur gefur
sjónprófunartæki.
Við skólaslit barna- og unglingaskólans í
Njarðvík, fimmtudaginn 27. maí s. 1. afhenti
stjórn Lionsklúbbs Njarðvíkur skólanum að
gjöf sjónprófunartæki af vönduðustu gerð,
sem er árangurinn af starfsemi klúbbsins að
undanförnu.
Við sama tækifæri veitti klúbburinn þrenn
verðlaun og viðurkenningu til þeirra nem-
enda skólans, er þátt tóku í ritgerðasam-
keppni klúbbsins um leiðir til fegrunar byggð-
arlagsins.
kl. sjö á morgnana og lýkur kl. 1,30 á dag-
inn. Náminu er tvískipt í verklegt og bók-
legt, 3 tima í hvoru á dag. Héma eru nú
við nám 23 íslendingar, þar eru 4 frá Kefla-
vík: Magnús Sigtryggsson, Guðlaugur Guð-
finnsson, Þórður Sæmundsson og ég. Alls
eru útlendingar um 60 frá 18 löndum en
nemendur eru um 500 í skólanum. Atvinnu-
lífið í borginni snýst aðallega um olíu, en
Tulsa er ein helzta olíumiðstöðvarborg 1
Bandaríkjunum. íbúar eru um 375 þúsund
eða um helmingi fleiri en allir Islendingar.
Ég læt svo myndirnar segja þér frá því sem
upp á vantar um borgina, og með kæru
þakklæti læt ég svo pennan falla, og við
hérna sendum öllum heima á Islandi okkar
beztu kveðjur.
Þinn einlægur
Agnar Br. Sigurvinsson.
Eins og frá hefur verið skýrt í blaðinu,
stunda margir Keflvíkingar ýmiskonar nam
erlendis bæði vestan hafs og austan.
Nú fyrir skömmu fóru fjórir ungir menn
'héðan vestur til Bandaríkjanna, til náms 1
flugvélavirkjun.
Nú á dögunum barzt mér stutt vinabréf
frá einum þessara manna og þó það sé sent
mér persónulega, finns mér það einnig
mega ná til lesenda blaðsins, þar sem það
hefur að færa fréttir af þeim félögum. Að
svo búnu birti ég bréfið með beztu sumar-
kveðjum héðan að heiman til Agnars, konu
hans og annara Keflvíkinga, sem þarna
dvelja og kunna að sjá Faxa.
88 — FAXI