Faxi - 01.06.1965, Qupperneq 17
Hilmar Jónsson:
Nýjar kenningar um uppruna
íslendinga
Inngangur:
A síðari árum hafa komið fram raddir bæði
lærðra og leikra, að hinar 10 týndu ættir
ísraels væru ekki glataðar. A Bretlandi er
meðal annars allöflug hreyfing, sem helgar
sig þessum rannsóknum. Gefa þeir út mjög
myndarlegt málgagn, Nations Message, sem
sennilyega er í dag eitt vandaðasta trúar-
og sagnfræðirit samtímans. Kjarninn í kenn-
ingum National Mesesagemanna er sá, að
Israelsmenn þeir sem herleiddir voru til
Assýriu í kringum 730 f. Kr. hafi síðan flúið
og flutzt til Kákasus og haldið þaðan vestur
yfir Evrópu, séu þeir raunverulega sá þjóð-
flokkur, sem i sögubókum eru nefndir Skýþar.
Var ráðning Behistun-rúnanna í Persíu
mikið vatn á myllu þeirra, sem þessum kenn-
ingum flíka. Ef þetta er rétt, er augljóst að
Skandinavar, Hollendingar og hinn engil-
saxneski heimur, er kominn af hinum týndu
ættum Israels. Hér á landi hefur Jónas Guð-
mundsson kynnt þessar hugmyndir. Þá ligg-
ur og í augum uppi að norræn goðafræði
hlýtur að vitna um þennan skyldleika. Og
sannleikurinn er sá að ísland er sá staður
þar sem bezt er að reyna þessar kenningar,
sökum hirrna merku fornbókmennta. Fyrir
rúmu ári dó maður, sem mér var mjög náinn.
Eitt hans helzta áhugamál var spurningin um
uppruna Islendinga. Og til að sannreyna kenn-
ingar Israelíanna brezku, hóf hann saman-
burð á Mósebókum og íslendingasögum.
Þessu verki var skammt á veg komið þegar
hann féll frá. Nú hef ég safnað saman mestu
því, sem hann hafði viðað að sér og ýmsu
öðru sem á fjörur mínar hefur borið síðan.
Geri ég ráð fyrir að árangur þessa grúsks
verði birtur í bókarformi innan tíðar. En
smeykur er ég um að kennslubækur ýmsar
muni breytast allverulega ef kenningar þess-
ar öðlast viðurkenningu sem fyrr eða síðar
hlýtur að koma að. Hefi ég beðið ritstjóra
Faxa að birta stuttan kafla úr þessu fyrir-
hugaða riti um uppruna íslendinga, skyld-
leika þeirra við ísraelsmenn og samanburð
á Móselögum og fslendingasögum.
Samanburður á Móselögum og íslendinga-
sögum.
„Hér er vert að staldra við og draga saman
það efni er áður er komið. Við bentum á að
skjaldarmerki íslendinga, sem gert er sam-
kvæmt sögu Snorra Sturlusonar í Heims-
kringlu, bæri sömu merki og lýst er í Opin-
berunnarbókinni og vitað er að ísraelsmenn
fylktu liði undir samkvæmt Mósebók. Ein
undantekning eða frávik er frá lýsingu Opin-
berunarbókarinnar annars vegar og Snorra
hins vegar. í Opinberunarbókinni eru ver-
Urnar, sem vaka við hásæti Drottins maður,
naut, fljúgandi örn og ljón. En hjá Snorra
eru landvættirnar: dreki, gammur, uxi og
risi. Sem sagt það sem Opinberunarbókin
nefnir ljón, þar hefur Snorri dreka. Þetta
frávik Snorra sannar að landvættatrú for-
feðra okkar hefur ekki borizt hingað fyrir
kristin áhrif heldur er hér um eldri arf-
sögn að ræða, sem landnemarnir hafa flutt
með sér hingað. Við gátum þess að Brezka
Alfræðiorðabókin telji að drekamerki nú-
tímans séu frá Dökum komin. En Dakarnir
bjuggu líka á allstóru svæði upp af Svarta-
hafi þar sem Rúmenía er nú og hluti af
Suður-Rússlandi. Var Dakía á Aksareth-
svæðinu þar sem fornar heimildir segjar að
ísraelsmenn hafi áður hernumið af Assýríu-
mönnum, hafi fluzt til (2 Ezra-bók). Með
tilliti til þess að ormurinn (drekinn) var
heilagt tákn í ísrael og Dakarnir afkomendur
hinna 10 týndu ætta, virðist allt benda til
að hinar 10 týndu ættkvíslir hafi fylkt liði
á nákvæmlega sama veg og Snorri lýsir í
landvættasögunni. í stað ljónsins, Júða-
merkisins, sem hvarf úr fylkingunni, þegar
ríkið klofnaði, hafi drekinn merki Dakanna
verið borinn að austanverðu.
II.
Annað atriði sem gefur til kynna skyld-
leika Islendinga og fsraelsmanna, er her-
merki Drottins. Bæði Móse og Jósúa héldu
upp hendi í orustum til að ísraelsmenn hefðu
sigur. Utréttur armleggur eða upprétt hendi
var sérstakt hermerki ísraelsmanna. Nú hafa
fundizt í Danmörku steinar frá bronzöld með
tákni, sem ótvírætt virðist merkja útrétta
hendi. Hafa svipuð tákn fundizt í Svíþjóð,
Þýzkalandi, á Balkan, í Kákasus og Suður-
Rússlandi. Með öðrum orðum á þeim stöðum,
sem fsraelsmenn hafa farið yfir á leið sinni
til Bretlandseyja og Skandinavíu. Við höfum
áður sýnt fram á að lýsing Snorra Sturlu-
sonar á ferðalagi Óðins frá Litlu-Asíu og
norður eftir Evrópu er í meginatriðum í
samræmi við lýsingu okkar á ferðalagi
ísraelsmanna. Sá var siður Óðins að leggja
hendur á höfuð þeim er hann sendi til
orustu eða annarrar sendifarar og gefa þeim
bjannak. Árni Óla hefur tilfært fornan kveð-
skap eftir Kormák og Þjóðólf þar sem talað
er um verndarhendur og að leggja hendur
yfir menn. í bíblíunni er sagt að Móse hafi
lagt hendur yfir Jósúa, er hann gjörði hann
að eftirmanni sínum.
III.
í þriðja lagi viljum við nefna ákvæðin um
griðastaði. Þangað máttu vegendur flýja, þeir
er óviljandi höfðu orðið manni að bana,
segir að griðastaðir hafi átt að vera sex. í
griðastað mátti engan vega fyrr en hann
kom fyrir dóm safnaðarins. Hér skírskotum
við til sögunnar um dauða Baldurs í Gyl-
faginniingu. Baldur var veginn í griðarstað.
En einmitt þess vegna gátu Æsir ekki hefnt
hans. Er augljóst að griðastaðir hafa gegnt
mjög svipuðu hlutverki hjá íslendingum og
Israelsmönnum.
IV.
Item fjögur: Blótin. Mósebók segir frá
þrem hátíðum á ári hverju: páskahátíð,
viknahátíð og laufskálahátíð. En eins og
kunnugt er héldu fornmenn þrjú blót: eitt
móti vetri, annað til gróðrar og þriðja til
sigurs að sumri. Séra Guðmundur Einarsson
frá Mosfelli, fróður maður í hebreskum
fræðum, hefur sagt að tvö blótanna hafi
verið haldin á sama tíma og hátíð ísraels-
manna og voru það aðalhátíðarnar. Enn-
fremur segir Guðmundur að öll hin fornu
nöfn ísraelsmanna séu varðveitt hjá íslend-
ingum svo og séu sömu nöfn yfir blót og
blótsiðu.
V.
Númer fimm: Skyldleiki Hávamála og
hefðu tekið eftir þeirri miklu líkingu, sem
er með Síraksbók og Hávamálum (Nore
Siraksbókar. Við gáum þess að fræðimenn
Hagman). Undrar þá á þeirri uppgvötvun,
þar sem engir draga dul á að Hávamál eru
forkristileg svo notuð séu orð Stefáns Einars-
sonar. Er þá naumast nokkur önnur skýring
við hendina en að landnemarnir hafi þekkt
Síraksbók áður. Við skulum rifja upp nokkr-
ar línur úr báðum kvæðunum:
Um vináttu segir Síraksbók:
Yfirgef eigi aldavin
ei mun nýr vinur fylla skarð hans
Hávamál:
„ .. en til góðs vinar
liggja gagn vegir
þótt hann sé firr farinn
Um ölmusu segir Sírak:
Sonur minn, al þig ei á ölmusum
betra er að vera nár en beiningamaður.
Hávamál:
Bú er betra
þótt lítit sé
halr er heima hverr
þótt glitr eigi
ok taugreftan sal
þat er þó betra en bæn
Um hófsemi í orðum segir Sírak:
Ver skjótur til að hlýða á aðra
enn seinn til svara
svara öðrum, ef þú kant þurft að mæla
set ella tönn fyrir tungu.
Hávamál:
Inn vari getr
er til verðar kemr
þunnu hljóði þegir,
eyrum hlýðir
en augum skoðar,
svá nysisk fróðra hverr fyrir.
Um spekina segir Sírak:
Sonur minn þýðstu leiðsögn þegar frá æsku
FAXI — 93