Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1965, Síða 18

Faxi - 01.06.1965, Síða 18
þá muntu speki safna fram til elliára. Plæg og sá í akur hennar, þá máttu vænta mikillar uppskeru. Hávamál: Byrði betri berrat maður brautu at en sé mannvit mikið. Gegn auðsöfnun predikar Sírak á þessa leið: og sá villist, er auðurinn eltir Hávamál: Margur verður af aurum api. Ur reynslu hins víðförla Sírak: Margt veit víðförull maður, og viturlegar eru reynds manns ræður. Hávamál: Sá einn veit er víða ratar ok hefr fjölið of farit . . . Að kunna hóf í mat Sírak: Varastu óhóf á öllum nautnum og et eigi krásir yfir ’þig því að matgræðgi veldur vanheilsu og ofát innantökum. Hávamál: Gráðugr hvalr nema geðs viti etr sér aldrtrega oft fær hlægis er með horskum heimr manni heimskum magi. Um hófdrykkju segir Sírak: Ver eigi kappi í víndrykkju því að margan hefur vínið af velli lagt Eins og aflinn reynir smíðisgrip i eldi þannig reynir vínið manninn, er oflátar þrefa. Hávamál: Ölr ek varð varð ofrölvi at ins fróða Fjalars því að öldr bazt at aftr of heimtir hverr sitt geð gumi. Glaðlegt viðmót Sírak: Beztur auður er alheill líkami og góð lund er gæða bezt. Hávamál: . .. glaðr ok reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana Þagmælska Sírak: Þeim verðu ei treyst, sem ljóstra upp leyndar- málum og hann eignast ei ástfólginn vin. Hávamál: Þagalt og hugalt skyli þjóðans barn og vígdjarft vera. VI. Punktur sex: mágskyldan. Við tilfærðum staði í Móselögum og norrænni goðafræði, sem leiddu í ljós nákvæmlega sömu lög um mágskyldu hjá ísraelsmönnum og íslending- um. Ef eiginmaður féll frá átti bróðir hins dána að ganga að eiga ekkjuna. Þetta gilti, ef bræðurnir höfðu búið saman og þeim dána hafði ekki verið alinn sonur (5 Móse- bók). Við bentum í þennan stað í Heims- kringlu þegar segir að bræður Óðins gengu báðir að eiga konu hans Frigg, sökum þess að menn héldu Óðinn dauðann. VII. Sem sjöunda sönnunargagn skal tilfæra nokkra sameiginlega siðu Wessara beggja þjóða. Astarepli léku sama hlutverk hjá báðum þjóðunum samanber Iðunnarepli og orðaskipti Rutar og Leu í 1. Mósebók. Regn- boginn átti sem kunnugt er að vera merki sáttmála Jahve við ísrael. Öllum eru kunnar svipaðar lýsingar Snorra á regnboganum í norrænni goðafræði. Alltíður dauðdagi hefur það verfð hjá Israelsmönnum að festa menn í tré. Er meðal annars getið í Jósúabók. Af Hávamálum vit- um við að Óðinn hékk níu nætur í tré. Og af Gautrekasögu má lesa að þeir sem voru blótaðir Óðni voru hengdir í tré. Sama er að segja um þann sið að setja menn í stokk. Við tilfærðum stað í Jeremía og Völsungasögu, sem greinilega staðfestu að píslarathöfn þessi hefur verið viðhöfð hjá báðum, Israelsmönnum og forfeðrum íslenzku landnemanna. Sem sameiginlegur siður var líka sonar- fórnin. Og læt ég nægja að vísa til fyrri til- vitnanna í því efni. Þjóðarhljóðfæri Israelsmanna var harpan. Norrænar sögur og ljóð tilgreina hana á mörgum stöðum. Við bentum á að það væri einkennileg tilviljun, ef skýringar okkar um sameiginlegan uppruna væru ekki réttar. í biblíunni segir að ísraelsmenn hafi svo ferðast að þeir hafi búið í „tjaldi og búð.“ Það er athyglisvert að um þingtímann bjuggu forfeður okkar í tjaldaðri búð. Við töluna 12 eru merkilegar sögur tengdar bæði í Gamla- og Nýja-testamentinu. Ættkvíslirnar voru 12 og postularnir voru 12. Af norrænum sögum má ráða að þjóðskipulag norrænna manna var grundvallað á þessari tölu. Snorri segir að Óðinn hafi skipað tólf höfðingja í Svíþjóð, þó er hann tók þar við völdum. Samkvæmt tillögu Þórðar gellis voru þingin 12. Eitt lítið dæmi um arfsöguna sem ættbálk- urinn varðveitir er sagan um sækúna og nykinn. Hvorutveggja eru þetta dýr sem lifa einungis í heitum löndum. Hjá Israels- mönnum voru skinn af sækúm meðal helgra gripa. Mér finnst allt benda til að ástæðan fyrir 'því að við rekumst á sagnir af sæ- kúm hér norður á hjara veraldar (Vopn- firðingasaga), sé arfsagan. I huga ferða- fólksins, sem endur fyrir löngu, hefur yfir- gefið hin heitu lönd, þar sem sækýrin og nykurinn dveljast, taka þessi dýr á sig ham skrýmslis og undraveru. Um þau spinnst þjóðsaga. Þá tökum við eftir þeim mörgu stöðum í norrænum sögum og kvæðum, þar sem tal- að er um gull, ógrynni gulls. I völuspá stendur: Skal sér hon standa sólu fegra, gulli þakðan, á Gimsél.... Okkur var ljóst að gull var og ekki nor- rænn málmur. Hins vegar vitum við að hallir Egypta og sumar stórbyggingar Saló- mons voru gulli skreyttar að utan og innan. Mér finnst liggja í augum uppi að hér sé arfsagan enn að verki. Þrátt fyrir mikla fjar- lægð frá fyrri heimkynnum geymast enn minningar með ættbálknum um gulli þakta sali. VIII—IX. Grein Gísla Brynjólfssonar í Andvara 1880. I grein um alda- og tímatal að fornu og nýju segir Gísli: „Af öllum þeim ártölum, er nú hafa verið nefnd, er ekkert eins skylt hinu íslenzka og ár Egypta. En til er þó enn eitt, sem hið sama má segja um, en það er ár Persa hinna fornu. Arskipan þeirra var alveg hin sama sem Egypta, að því undan- teknu hvernig ár var leiðrétt, og þeir töldu eins og Egyptar, að rétt sólarár væri V4 dags lengra en 365 daga. Kann og vel að vera að ártal þeirra sé upprunalega frá Persum kom- ið, því að Persar réðu Egyptalandi frá 525 —332 f. Kr. og höfðu því nógan tíma til að kynna sér háttu og fróðleik. Þá má og vera, að ártal þeirra sé miklu eldra, og það halda Persar sjálfir, en þó ber allt að sameigin- legum brunni, því frá Persum eða núbúum þeirra strax fyrir norðan, ef ei einmitt ur sama stað sem þeir, verða Norðurlandabúar síðast að hafa fengið ársskipan sína.“ Skýpar voru ein nágranna þjóða Persa. Gísli ritaði grein sína 1880 löngu áður en verulegt skrið kom á rannsóknir um ferðir Israelsmanna. Til dæmis tókst Rawlinson hinum brezka ekki að þýða Behistum-rúnirnar fyrr en 1846. En ráðning þeirra leiddi meðal annars í ljos að Ghimri-babyloniska heitið á hinum 10 ættkvíslum ísraels- og Sakar- persneska heitið á þeim eru sama þjóðin. En fornir sagnfræðingar svo sem Herodot, Pliníus og Melaníus skýra svo frá að Persar kalli þj°ð þá Saka, sem Grykkir nefna Skýpa. Annað atriði nefnir Gísli sem gefur vís- bendingu um persneskar fyrirmyndir 1 norrænni goðafræði. Er þá átt við sögu ur persnesku fornriti, sem minnir í flestu á fra- sögnina um Loka. Þá bendir Gísli á enn fleiri atriði, sem sanna áhrif fornra menningarþjóða, Israelsmenn höfðu mikið samneyti við a íslenzku landnámsmennina. Gísli segir: „Heimsaldurstala Babílonsmanna var 432,000 en sú tala var dregin af eldri tölu Egypt3- Á þessa tölu, 432.000, rekumst við nokkr- um sinnum í fornum kveðskap íslenzkum samanber 23 og 24 vísu Grímismála. Er furðu- legt að mannfjöldi sá er safnast fyrir í Val- 94 — FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.