Faxi - 01.06.1965, Side 20
SAMSÖNGU R
Það er gleðilega undravert að Karlakór
Keflavíkur skuli vera til og með vaxandi
glæsibrag hverju sinni, sem hann lætur
til sín heyra, því þar eru menn úr öllum
stéttum, sem vinna langan vinnudag og
fórna kvöldum sínum og oft vinnu til æf-
inga. Nú hefur karlakórnum bæzt liðs-
auki, sem eru 24 ungar stúlkur og húsmæð-
ur, sem einnig eru störfum hlaðnar, til að
mynda hmn fjölmenna samkór, sem nú
kom fram í fyrsta skipti. Dugnaði og festu
söngstjórans, Herberts Hriberschek Agústs-
sonar, er þar vafalaust mikið að þakka.
Söngskráin var að þessu sinni mjög vel
valin. I fyrri hlutanum sem karlakórinn
söng einn, voru eingöngu lög eftir íslenzka
höfunda. Einsöngvarar kórsins voru með
ágætum. Sveinn Pálsson hefur fallega
hljómþýða rödd. Hann söng „Nú andar
suðrið“ af skilningi og tilfinningu að því
er virðist á hinn eina rétta hátt, með góðri
aðstoð kórsins. — Haukur Þórðarson hef-
ur mikla og fallega rödd og er í stöðugri
framför. Eldri og þekktari kórar væru vel
sæmdir af honum sem einsöngvara. Það
fer ekki hjá því að raddþjálfun V. Dem-
entz setur sinn svip á og hefur borið góð-
an árangur, bæði fyrir kórinn í heild og
einsöngvarana.
Síðari hluti söngskrár var fluttur af
blandaða kórnum og hófst á syrpu af lög-
um frá Norðurlöndunum sex, í útsetn-
ingu söngstjórans. Það er vafalaust rétt,
mússik-málið er alþjóðlegt og er skilið
jafnt í Kína og á Islandi, en þó hefur hver
þjóð sinn sérstaka blæ yfir söng sínum,
sem kann að vera erfitt að ná utan land-
steina heimalands, en þó hefði verið
skemmtilegt að heyra og finna mismun-
andi blæ í tónfalli Norðurlandanna í þess-
ari syrpu, sem blandaði kórinn flutti að
öðlu leyti afburða vel.
Á eftir syrpunni voru lög úr óperett-
unni „Keisarasonurinn" eftir Lehar, með
einsöng Hauks Þórðarsonar. Kom þar sér-
staklega vcl fram hnitmiðuð samstilling
kórsins; sama má segja um kórinn úr
óperettunum „I Lom'bardy“ eftir Verdi.
Samsöngnum lauk með amerískri söng-
lagasyrpu í útsetningu Hriberschek, sem
að vissu leyti reyndi á þolrif kórsins, er
hann stóðst fyllilega.
Ragnheiður Skúladóttir aðstoðaði með
traustum undirleik, sem hvergi brást og
Hriberschek er hinn öruggi leiðtogi og
allir þræðir liggja um hendur hans.
KEFLAVÍK - SUÐURNES
FRAMKVÆMUM
ALLSKONAR
MYNDATÖKUR
Á stofu.
í heimahúsum.
í samkvæmum.
Passamyndir.
Ökuskírteinismyndir.
Eftirtökur á gömlum myndum.
Auglýsingamyndir.
Pantið í síma 1890 <
Ljósmyndastofa Suðurnesja
Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70
€><><><><><><><><><><><><><<><><><><><><><><><><><><><'<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>?><><><><><><><><><><><>>&
TRYGGINGAR - ÖKUKENNSLA
Hefi umboð fyrir hinar ódýru bifreiða- og innbústryggingar
Tryggingafélagsins Ábyrgð h.f. o. fl.
Veitið athygli!
Tryggingafélagið Ábyrgð h.f. veitir góðum ökumönnum 50%
afslátt.
Er einnig umboðsmaður fyrir Tryggingamiðstöðina h.f. með
báta, veiðarfæri og mannatryggingar og fleira.
Kenni á Merzetizbenz 190.
Hægt að ná til mín allan sólarhringinn í síma Aðalstöðvarinnar,
1515 í Keflavík, eða heima í síma 7011.
Vilhjólmur Halldórsson,
Brekku. — Garði.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>®<>>>®<><><>®<><>><><><><><><><><>>
Innlónsdeild
kaupfélagsins greiðir yður hæstu fáanlega vexti.
Ávaxtið fé yðar hjá oss.
Kaupfélag Suðurnesja
><>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>$>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>&
Það er vissulega mikill menningarauki vegu og er kórnum þakkað hans mikla og
fyrir Keflavíkurbæ að eiga þennan ágæta óeigingjarna starf og óskað allra heilla í
kór, sem ber hróður Keflavíkur um víða framtíðinni. — hsj.
96 — F A X I