Faxi - 01.06.1965, Page 21
Hamravík og einnig tvo leigubáta, Baldur
EA 12 og Baldvin Þorvaldsson EA 24. Auk
þess lögðu ýmsir bátar afla sinn upp hjá
frystihúsinu. Framleiðsla frystihússins var
mikil á síðast liðnu ári og afkoma þess
fremur góð. Teiknuð var og undirbúin mikil
viðbótarbygging við frystihúsið og eru fram-
kvæmdir hafnar. Mun framkvæmdum þess-
um seinka nokkuð vegna hins tilfinnanlega
bruna sem átti sér stað tveim dögum fyrir
aðalfund og getið var þá í fréttum.
Ur aðalstjórn kaupfélagsins áttu að þessu
sinni að ganga Hallgrímur Th. Björnsson og
Svavar Arnason og voru báðir endurkjörnir.
Þriðji varamaður Þórarinn Olafsson, var
endurkjörinn, einnig endurskoðandinn, Jón
Tómasson, og varaendurskoðandinn, Bjarni
F. Halldórsson. Fulltrúar á aðalfund SÍS
voru kjörnir: Gunnar Sveinsson, Hallgrímur
Th. Björnsson og Ragnar Guðleifsson. í til-
efni af 20 ára afmæli félagsins nú í sumar,
samþykkti fundurinn einróma fram komna
tillögu frá félagsstjórn að stofnaður verði
menningarsjóður innan vébanda félagsins með
50 þúsund króna stofntillagi. Á fundinum ríkti
almennur áhugi fyrir málefnum félagsins,
enda bíða nú mörg og stór verkefni, sem
krefjast úrlausnar hið fyrsta.
Þrír gamlir sjósóknarar hciðraðir í Keflavík.
Sjómannadagshátiðahöldin í Keflavík hóf-
ust með skrúðgöngu frá barnaskólanum og inn
að höfninni. Þar fór fram guðsþjónusta og var
lagður blómsveigur á sjóinn til minningar
um drukkna sjómenn.
Þá voru heiðraðir þrír gamlir sjógarpar,
þeir Olafur Bjarnason, Keflavík, Einar Jóns-
son frá Borg í Njarðvíkum og Guðjón
Einarsson, Keflavík. Þessir menn hafa allir
stundað sjómennsku frá blautu barnsbeini
og verið fengsælir og heppnir skipstjórar.
Þá fór fram kappróður, þar sem sveit úr
Njarðvíkum sigraði, og reipdráttur. Voru
sveitirnar sín á hvorri bryggju og lenti sú
sveit, sem tapaði í sjónum.
Iðnskóla Keflavíkur slitið.
Nýlega var Iðnskóla Keflavíkur slitið og
var þetta þrítugasta skólaárið, því að skólinn
var stofnaður 1935. Á þessu tímabili hefur
skólinn útskrifað 230 nemendur í nær öllum
nðngreinum. Að þessu sinni voru 81 nemandi
við skólann og luku 38 'þeirra fullnaðarprófi.
Hæstu einkunn við burtfararpróf hlaut Olaf-
ur Þorgils Guðmundsson, málaranemi, 8,89.
Hæstu einkunn í framhaldsbekknum hlaut
Sigurður V. Egilsson, 9,18.
Þorbergur Friðriksson, formaður Iðnaðar-
mannafélags Keflavíkur og nágrennis afhenti
Þorgils verðlaun frá félaginu og ræddi
nokkuð í því sambandi um nauðsyn mennt-
unar iðnaðarmanna og gildi skólans í þvi
sambandi.
Við skólann störfuðu 9 kennarar auk skóla-
stjórans Hermanns Eiríkssonar. Iðnskóli
Keflavíkur hefur enn ekki sitt eigið húsnæði
og háir það nokkuð starfsemi skólans, en
eftir því sem skólastjóri ræddi um, er nú
unnið að því að bæta úr húsnæðisvandræð-
um skólans, því að aðsókn fer vaxandi með
hverju ári.
Aðalfundur Kaupfclags Suðurnesja.
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja var
haldinn í Aðalveri í Keflavík, sunnudaginn
16 júnf.
Auk stjórnarinnar, deildarstjórna og endur-
skoðenda, voru mættir á fundinum 43 full-
trúar frá öllum deildum félagsins.
Formaður félagsstjórnar, Hallgrímur Th.
Björnsson, setti fundinn og bauð fulltrúa og
aðra viðstadda velkomna. I setningarræðu
gat formaður þess, að félagið verður 20 ára
þann 13. ágúst í sumar.
Þorbergur Friðriksson
afhendir Ólafi Þ.
Guðmundssyni,
málaranema verðlaun.
Sá þriðji á myndinni
er Hermann
Eiríksson.
Ljósm.: Heimir Stígss.
Fundarstjórar voru Guðni Magnússon og
Karl Steinar Guðnason, en fundarritarar,
Bjarni F. Halldórsson og Sigtryggur Árnason.
Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar, en
kaupfélagsstjóri, Gunnar Sveinsson las og
skýrði reikninga félagsins, en þeim hafði
verið útbýtt meðal fundarmanna í prentaðri
ársskýrslu.
Heildarvelta Kaupfélagsins á árinu var kr.
77,246,671,00, en tekjuafgangur kr. 14,046,18
og var þá búið að inna af hendi löglegar af-
skriftir. Brúttótekjur af vörusölu urðu 14,18%
á móti 13,38% árið á undan.
Framkvæmdarstjóri hraðfrystihúss Kaup-
félagsins, Benedikt Jónsson, flutti skýrslu
um hag og rekstur hússins og þeirrar starf-
semi, sem undir það heyrir, en frystihúsið
gerði út 2 báta, sem það á, þá Bergvik og
Aldraðir sjómenn
heiðraðir á sjómanna-
daginn.
Talið frá vinstri:
Guðjón Einarsson,
Einar Jónsson frá
Borg og Ólafur
Bjarnason. Formaður
Sj ómannadagsráðs,
Jóhannes Jóhannes-
son afhendir heiðurs-
verðlaunin.
Ljósm.: Heimir Stígss.
Útgefandi: MálfundafélagiS Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgrelBslumaBur:
Hallgrímur Th. Bjömsson. BlaSstjóm: Hallgrímur Th. Bjömsson. Margeir
Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar
Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 25,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Munum þjóðhátíðardaginn.
Faxi beinir þeim eindregnu tilmælum til
allra borgara Keflavíkur og nágrennis að
vera ekki að heiman 17. júní og njóta þar
dagsins. — Sjá auglýsingu á bls. 108.
F A XI — 97