Faxi - 01.04.1966, Qupperneq 1
Apríl-blað
4
XXVI. ÁR 1966
„Vængstýfðir englar" á sviði í Keflavík
Hér í Kcflavík og nágrenni hefir um
Hmgt skeið verið ríkjandi mikill leiklistar-
ahugi. Framan af kom þetta skýrt í ljós,
Þegar hin ýmsu félög staðarins héldu árs-
liátíðir sínar og sýndu þá gjarnan vel æfða
leikþætti, smáa eða stóra, sem vöktu at-
hygii og voru samkomugestum til ánægju.
kiftir að Ungmennafélagið kom til sög-
nnnar og hafði eignast sitt eigið samkomu-
hús með sæmilegu leiksviði, færðist nýtt
‘iör í þessa leikstarfsemi. En jafnhliða
Ungmennafélaginu æfði barnastúkan Ný-
arsstjarnan þar einnig sína ungliða til
leiks og urðu margir þeirra síðar í hópi
kunnustu leikara landsins.
kyrir nokkrum árum stofnuðu Kcfl-
víkingar og Njarðvíkingar saman „Leilc-
félagið Stakk“, cr sýndi hér nokkur leik-
'it við ágæta dóma. En nú á s. 1. hausti,
þegar samkomuhúsið Stapi tók til starfa,
urðu slit á þessu samstarfi innan leikfé-
lagsins. Njarðvíkingar stofnuðu þá sitt
eigið leikfélag, er þeir nefndu „Njarð-
víkurleikhúsið", en það frumsýlndi sitt
fyrsta leikverk þann 3. febrúar s. 1. Var
þar um að ræða gamansöngleikinn „Allra
meina bót“ eftir „Patrek og Pál“. Leik-
stjóri var Helgi Skúlason, eins og þá var
frá skýrt hér í blaðinu.
Þegar ljóst var, að Leikfélagið Stakkur
átti ekki lengur viðhlítandi starfsgrund-
völl, hófst áhugasamt fólk í Keflavík handa
um stofnun nýs leikfélags, sem síðar hlaut
nafnið „Leikfélag Keflavíkur“.
Stjórn félagsins er þannig skipuð:
Agúst Jóhannsson formaður, frú Soffía
Karlsdóttir varaformaður, Sverrir Jóhanns-
son ritari, Lrna Sigurbergsdóttir gjaldkeri
og Jónína Kristjánsdóttir meðstjórnandi.
Fyrsta verkefni félagsins, leikritið
„Vængstýfðir englar“, var frumsýnt
fimmtudaginn 24. marz í Félagsbíói í
Kcflavík. Leikstjóri var Kristján Jónsson.
Lr þetta annað leikritið, sem hann svið-
setur hér í Keflavík, hitt var Bör Börsson.
Hlutverkaskrá í leikritinu „Vængstýfðir
englar“, var sem hér segir:
Felix Ducotel kaupmaður, Jón Ríkharðs-
son; Emilía Ducotel kona hans, Sesselja
Guðmundsdóttir; María Lovísa dóttir
þeirra, Hanna María Karlsdótlir; Frú
Parole, Guðbjörg Þórhallsdóttir; Jósep
(nr. 3011), Atli Hraunfjörð; Júlíus (nr.
6817), Pétur Jóhannsson; Alfrcd (nr. 4707),
Þorsteinn Eggertsson; Henri Trochard
kaupsýslumaður, Sverrir Jóhannsson; Páll
frændi hans, Guðmundur Sigurðsson;
Liðsforingi, Magnús B. Jóhannsson.
A frumsýningunni var hvert sæti skipað
í samkomuhúsinu og leiknum afbragðsvel