Faxi - 01.04.1966, Blaðsíða 6
9. júlí. — í dag fóru bræður mínir Magn-
ús og Kristján í kaupavinnu norður.1)
10. júlí. — Þessa viku liefir allur fjöld-
inn farið í sveit héðan frá sjónum, má
segja hver, sem komist hefir. Þó liefir
ekki fréttst nema illt eitt að norðan og
stirt að vestan, allgóð tíð fyrir austan. —
Hér eru tún heldur vel sprottin, eftir því,
sem vant er.
18. júlí. — I dag var Njarðvíkurkirkja
vígð af Þórarni prófasti Böðvarssyni, mesti
fjöldi við kirkju, komst naumast inn. —
Hér hefir ekki verið mcssað síðan í sept-
ember f. á.
31. júlí. — Þennan ntánuð hefir vcrið
ágæt tíð, en þó mestu vandræði að frétta
úr öllum stöðum sunnanlands. Grasbrest-
ur dæmalaus fyrir vestan og norðan, hafís
við Hornstrandir 17. þ. m. Kaupfólk að
koma úr öllum áttum, talað mjög um
bjargarskort hvaðanæfa. — Þá er verzl-
unin ekki í góðu standi: Innlend vara:
Saltfiskur no. 1: 30 kr., no. 2: 27 kr., smáf.
og ýsa: 25 kr., lýsi: 30 kr. m. tn., sund-
magi: 90. Utlend vara: Rúgur: 16, rúg-
mjöl 18, grjón 24—26, bankabygg 26—28,
kaffi 50—60, kandís 32. Það má segja, að
hver maður sé kominn í botnlausar skuldir
og munar því lítið um nokkur skippund
af fiski. — Þó ganga sumir kaupmenn
vægðarlaust eftir skuldunum. Útlitið er
hið voðalegasta, sem hugsast getur, flestar
bjargir bannaðar. — Alþing (aukaþing),
sett 20. þ. m. Þjóðkjörnir þingmenn helm-
ingur gamlir, helmingur nýir.
8. ágúst. S.d. Messað í Njarðvík. (Síra
Arni Þorsteinsson í fyrsta sinn).
22. ágúst. S.d. Messað í Njarðvík, síra
Stefán Thorarensen kvaddi söfnuðinn.
Hann hefir verið hér prestur í 29 ár.
30. nóvember. — Fórust 2 skip úr Reykja-
vík á uppsiglingu, drukknuðu 13, einum
bjargað.
27. desember. — Fórst skip með 5 mönn-
um frá Kalmanstjörn í Höfnum.
Árið 1887.
10. janúar. — Útgerðarbændur hér í
hvcrfi héldu fund með sér, til að ræða um
að afnema ýsulóðarbrúkun til vors.
1) Bræður Árna, Magnús og Kristján, voru
hjá honum fyrstu árin í Narfakoti. Magnús
(faðir minn), bjó lengst í Garðbæ í Innri-
Njarðvík. Kristján fluttist norður og bjó
lengst á Hjalteyri. Fjórði bróðirinn, Einar,
sem var elztur, bjó á Fornu-Söndum undir
Eyjafjöllum.
11. janúar. — Haldinn fundur í Kefla-
vík um að hætta að brúka ýsulóð.
31. janúar. — 3. þ. m. fórust 5 skip með
24 mönnum af Skagaströnd, og 12. þ. m.
skip úr Vestmannaeyjum, 4 drukknuðu,
2 varð bjargað, 2 skip úr Bolungarvík með
8 mönnum.
14. febrúar. — Til þessa tíma hefi ég
eytt af útlendri vöru aðeins 50 pund af
rúgi og 4 pund af kaffi síðan í miðjum
október f. á. handa 9—10 manns.
28. febrúar. — Slysfarir: Snemma í þess-
um mánuði urðu úti 2 bræður í Þingvalla-
sveit, úr Reykjavík. 24. þ. m. fórst skip á
Eyrarbakka, 6 menn. — I kvöld andaðist
Jón Gunnlaugsson í Stekkjarkoti, hafði
legið í vatnssýki síðan í maí f. á.
4. marz. — 1 dag flutti ekkjan Rósa Ás-
grímsdóttir frá Stekkjarkoti hingað til
veru og Guðbjörg dóttir hennar.
10. marz. — 1 dag kláraði ég síldina, —
hafði haft hana einu sinni á dag síðan 23.
ágúst og tvisvar á dag í 5 vikur í vetur.
I dag kláraði ég haustfiskinn, svo nú er
þörf á hjörg úr sjónum.
20. marz. — Fórst fjögra manna far með
3 mönnum tir Varaós, kom innan úr Rvík,
hlaðið vörum. Form. Magnús Magnússon
múrari.
29. marz. — Bátur úr Keflavík með 3
mönnum fórst undir Hólmsbergi, form.
Olafur Þorleifsson snikkari og 4 manna
far, með 4 mönnum líka úr Keflavík, form.
Andrés Guðmundsson. Ennfremur áttær-
ingur frá Minni-Vatnsleysu, 3 menn
drukknuðu, 5 varð bjargað. Form. Auð-
unn Jónsson. — 4 manna far úr Rvík, 3
drukknuðu, 1 bjargaðist.
30. apríl. — I gær drukknuðu 4 menn
úr Sandgerðishverfi, komu úr Keflavík
með salt, reru upp á sker.
11. maí. — Það er langt síðan eins rnikið
hefir aflast og þessa vertíð hér í suðurhluta
Gullbringusýslu. I Grindavík eru hlutir
4—800, í Höfnum 5—800, á Miðnesi 3—
1000, í Garði 3—1000, f Njarðvík 2—800,
og líkt í Vogum, Strönd og Vatnsleysu.
— Þrátt fyrir allan þennan fisk hefir mér
gengið mjög illa, fékk aðeins 200 til hlut-
ar, aftur á móti hefi ég talsvert af síld.
4. júní. — I dag flutti Þórður Þórðarson
héðan úr Austurbænum, kominn er aftur
Olafur Magnússon frá Smiðshúsum.1)
23. júní. — Haldið uppboð í Tjarnarkoti
á eigum Bjarna sál. Eg keypti þar 6 manna
far gamalt fyrir 10 kr.
1) Ólafur var faðir Alberts Ólafssonar og
þeirra systkina.
31. ágúst. — Útaf þeim margvíslcgu
vandræðum sem undanfarandi aflaleysisár
bafa komið mér í, og með því að kaup-
menn hafa gengið hart eftir skuldunum,
neyddist ég til að framselja sýslumanni
bú mitt til skiptameðferðar sem gjald-
þrota, og var það skrifað upp í dag. íbúð-
arhúsið, sem kostaði mig fyrir 4 árum
kr. 2.248,77, var nú virt á 700 kr.
5. nóvember. — I dag var íbúðarhús
mitt selt við opinhert uppboð á 305 kr.
11. nóvember. — Héraðsfundur í Hafn-
arfirði um afnám ýsulóðar, frumvarp þar
að lútandi féll.
5. desember. — Maður varð úti, Þor-
steinn Jónsson frá Stafnesi, á leið frá
Keflavík.
19. desember. — Stofnuð Good-Templ-
aradeild, „Hófsemdin" hér í Innrahverfi,
tala félagsmanna 23, þar með við 3 bræður.
23. descmber. Fyrsti Good-Templar
fundtir hér í Narfakoti, 5 nýir bættust við,
allir 28 á fundi.
31. desember. — Á uppsiglingu fórust 2
skip úr Keflavík, form. Pétur Helgason
og Pétur Sveinsson, sá fyrri með 5 á, hinn
6 og drukknuðu allir. Hafa þannig drukkn-
að 18 menn úr Keflavík á þessu ári.
Árið 1888.
2. janúar. — Goddtemplarafundur í
Narfakoti, 4 gengu í félagið, 28 á fundi af
32.
4. janúar. Aukafundur í „Hófsemdinni".
19. janúar. — Séra Oddur V. Gíslason
á Stað hélt fyrirlestur í Njarðvík um ráð
til að afstýra skipstöpum hér við land.
Margir skrifuðu undir að hafa „bárufleyg"
með lýsi í skipi sínu, í hvert sinn, er á
sjó væri farið, sömuleiðis þegar því yrði
við komið að hafa sjó í boldangspokum
til seglfestu í stað grjótbarlestar, sem flest-
um virðast margir annmarkar við.
22. janúar. — 5. fundur í „Hófsemd-
inni“. Að loknum fundi var haldin „tom-
bóla“ til að geta stofnað unglingastúku.
1. apríl. (Páskadagur). — Eftir Good-
templarafund las ég upp hugvekju til al-
mennings tim styrktarsjóð handa ekkjum
og munaðarleysingjum, er stóð í 11., 12.
og 13. thl. Þjóðólfs, 1885. Fjöldi áheyrenda.
28. apríl. — Drukknuðu 3 menn af báti
frá Vatnsleysu, — voru að taka upp grá-
sleppunet.
Framhald í næsta hlaði.
54 — FAXI