Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1966, Síða 2

Faxi - 01.04.1966, Síða 2
BJÖRN ÞORGRÍMSSON Minning tekið, enda fór þarna saman skemmtilegt og á margan hátt athyglisvert leikrit og prýðisgóð frammistaða leikaranna. Eng- inn dómur skal hér felldur um frammi- stöðu einstakra leikara. Má segja að hver og einn hafi náð góðum árangri, eftir því sem hægt er að ætlast til af fólki, sem fæst við þetta aðeins í hjáverkum. Er ég ekki í minnsta vafa um, að þarna eru á ferðinni margir efnilegir leikarar, ef þeir fengju tíma og tækifæri til að helga sig leiklistinni. Sú staðreynd, að Keflavík og nágrenni er vöggustaður margra kunnustu leikara landsins, er vafalaust að þakka hinni al- mennu leiklistargleði, sem ég gat í upp- hafi þessa spjalls og sem lengi hefir hér ríkt. En á meðan ekkert lát er á þessari skapandi tjáningargleði almennings, bíða hér alltaf nýir, óvæntir sigrar, sem kalla til hinna ungu og eggja þá „lil að þora að koma og reyna“. Frú Jónína Kristjánsdóttir saumaði alla búninga, sem notaðir eru í leikritinu, en Þorsteinn Eggertsson teiknaði þá, einnig myndir, auglýsingar og leiktjöld. Var öll þessi vinna mjög vel af hendi lcyst, svo og leikstjórn. Fyllsta ástæða er til að óska hinu unga leikfélagi til hamingju með glæsilega frammistöðu á þessu fyrsta verkefni sínu. Hér er á ferðinni menningarviðleitni, sem öllum sómakærum Keflvíkingum ber að meta og styrkja og þá fyrst og fremst með því að fjölsækja sýningar leikfélagsins, enda gera þeir þá líka tvennt í senn, styðja gott málefni og veita sjálfum sér ánægju- lega kvöldstund. H. Th. B. Karlakór Kcflavíkur syngur. Laust eftir mánaðamótin apríl—maí mun Karlakór Keflavíkur halda sína árlegu sam- söngva fyrir styrktarfélaga sína. Einnig er áformað að syngja í nágrnanabæjum, ef tök verða á. Efnisval er mjög fjölbreytt að vanda, mun karlakór, kvennakór og blandaður kór koma fram á þessum samsöngvum. Kórinn hefur tekið m.s. Esju á leigu um hvítasunnuhelgina og verður farið í söngferð til Vestfjarða. Skipið mun koma til Kefla- víkur á föstudagskvöld og taka söngfólk og aðra farþega, komið verður aftur til baka á þriðjudagsmorgun. Orfá pláss eru óseld í þessa ferð og eru þeir, sem áhuga hafa á að koma með, beðnir að hafa samband við Jó- hann Líndal, í síma 1520. Stjórnandi kórsins er Þórir Baldursson, sem flestum Keflvíkingum er kunnur. Sigurður Demetz Fransson hefur raddþjálfað kórinn í vetur eins og að undanförnu. Þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn andað- ist P>jörn Þorgrímsson að heimili sínu, Grettisgötu 67 í Reykjavík. Fæddur var 13jörn að Borgum, Nesjahreppi í Horna- firði 15. september 1886 og hefði því orðið áttræður nú á komandi hausti. Hann var sonur hinna mikilhæfu merkishjóna, Jó- Björn Þorgrtmsson. hönnu Lúðvígsdóttur Knudsen og Þor- gríms Þórðarsonar héraðslæknis. — Var heimili þeirra læknishjónanna að Borgum rómað fyrir myndarskap, utan húss og innan, og þar í hinu fjallkrýnda og fagra héraði ólst Björn upp í hópi gjörvulegra systkina, og festi þegar í æsku órofa tryggð- ir við hérað sitt og sveitunga. Þegar Björn var 19 ára gamall, árið 1905, tók faðir hans við Keflavíkurlæknishéraði og fluttist fjölskyldan þá hingað suður. í Keflavík vann Björn fyrst um sinn við Edinborgarverzlun, en árið 1911 sigldi hann til Kaupmannahafnar til verzlunar- náms. Sumarið 1912 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Mörtu Valgerði Jóns- dóttur, gáfaðri og fallegri stúlku, ættaðri úr Rangárþingi, er átti þá heima hjá for- eldrum sínum í Keflavík. Fluttust þau hjónin þá til Akureyrar, þar sem Björn starfaði eitt ár við Kaupfélag Eyfirðinga. Eignuðust þau þar eins og annars staðar marga og góða vini. Þá fluttust þau aftur til Keflavíkur og hóf Björn þá starf við Dussverzlun og hélt því starfi til ársins 1919, er þau fluttust til Reykjavíkúr, þar sem þau hafa búið síðan. Réðist Björn þá til skrifstofustarfa hjá Páli Stefánssyni l:rá Þverá og gegndi þar fulltrúastarfi þar til eigendaskipti urðu að fyrirtækinu og Sigfús Bjarnason heildsali tók við. Gekk Björn þá í þjónustu hans og vann honum æ síðan við sama fyrir- tæki, meðan kraftarnir entust. Sambúð þeirra hjóna, Björns og Mörlu, mun frá fyrstu kynnum hafa verið inni- leg og góð. Kom það bezt fram, er þau áttu við veikindi að stríða, en Marta var fyrri hluta búskaparáranna fremur heilsu- vcil og umgekkst Björn hana þá með frá- bærri umhyggjusemi, svo lil var tekið. Þá ástúð fékk hann margfalt endurgoldna nú hin síðari árin, eftir að hann missti sjón- ina og heilsunni tók að hraka. Þá reyndist hún hans góði engill. Þau hjónin áttu engin börn, en þau ólu upp tvær bróðurdætur Björns, Onnu Sig- ríði, sem var kjördóttir þeirra og hefur reynzt þeim afar vel. Hún er gift Olafi Pálssyni verkfræðingi, sem ásamL börnum þeirra hjóna hafa reynzt þeim nærgætin og umhyggjusöm. Hin fósturdóttirin, Jó- hanna, var einnig húsett í Reykjavík. Fyrir 12 árum varð Björn fyrir þeirri þungu raun, að missa sjónina, sem í fyrstu gekk harla nærri honum, en með karl- mennsku sinni og æðruleysi vann hann brátt bug á þessum erfiðleikum, og með frábærri glaðværð og hetjuskap tókst hon- um að umgangast gesti þeirra og vini á þann hátt, að þeim fannst þeir eiga tal við alsjáandi og heilbrigðan mann. Þannig var lunderni Björns. Hann var sífellt veitandi í samskiptum sínum við aðra, enda fjarri skapi hans að kasta byrðum sínum á ann- arra herðar. Vegna margra ára samstarfs míns við konu hans, Mörtu Valgerði, var ég tíður gestur á heimili þeirra og kynntist þá Birni vel, enda var honum eðlilegt og Ijúft að umgangast gesti þannig, að þeim varð viðstaðan ánægjuleg, lærdómsrík og minn- isstæð. Hann bjó yfir sérstæðum persónu- töfrum, þar sem saman fór barnsleg ein- lægni og ríkur, bróðurlegur áhugi fyrir velferðarmálum vina hans. Og þá rædd voru hagsmunamál samfélagsins, var hon- um ekkert óviðkomandi. 50 — F A XI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.