Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1966, Síða 3

Faxi - 01.04.1966, Síða 3
Oft sátum við hjónin í dýrlegum fagn- aði á þessu góða heimili og nutum þar ógleymanlegra viðræðna og geslrisni og fórum þaðan jafnan ríkari af þeim verð- mætum, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Björn Þorgrímsson var trúr í lund og vinfastur. Samband lians við heimahérað og sveitunga rofnaði aldrei. Uppeldisbróð- ir hans, Þorgrímur St. Eyjólfsson, sem þekkti hann öðrum betur, lýsir þessum skapeinkennum glöggt í ágætri minning- argrein um Björn í Morgunbalðinu þann 15. apríl, en þar segir hann svo: „Alla ævina meðan heilsan leyfði var hann vakinn og sofinn í að greiða götu sinna gömlu sveitunga og lagði oft hart að ser við það, án þess að nokkur gæti orðið annars var en hann gerði slíkt í eigin þágu. Títt var að Hornfirðingar, eins og aðrir landsmenn, leituðu sjúkrahúsvistar í Hcykjavík. Var sem Björn hefði sagnar- anda, þegar þeir áttu í hlut, svo fljótur var hann að hafa upp á þeim og þrávitja þeirra ng stytta þeim stundir í erfiðum kringum- stæðum.------------Oll framkoma hans við fornvini og afkomendur þeirra var slík, að hann málti teljast ólaunaður „ambassa- dör“ Hornfirðinga. Mátu þeir hann mikils °g órjúfandi vinátta var milli margra þeirra og hans og heimilis hans. Eg hef engum kynnzt sem jafnoft beindi hug °g tali að horfnum æskuslóðum og vinum, °g sem samhliða glæddi frásögnina slíkri heiðríkju að unun var. Skopleg atvik gátu oft dregizt inn í myndina og var þá ekki verið að fegra sjálfan sig fyrir áheyrend- um.“ Utför Björns var gerð frá Dómkirkjunni 1 Reykjavík, föstudaginn 15. apríl, að við- stöddu miklu fjölmenni. br. Óskar ]. Þorláksson liélt útfararræð- nna og jarðsöng, en kveðjuorð flutti sr. Ounnar Benediktsson, sem er ættaður af somu slóðum og Björn, og hafði í æsku notið góðvildar þ eirra hjóna og gestrisni, er hann í fyrsta sinn hélt úr föðurhúsum dl námsdvalar í Reykjavík. Dró hann UPP fagra og litríka mynd af hinu lignar- ^ega æskuhéraði þeirra, Hornafirðinum, l’ar sem Borgir, læknisbústaðurinn og hernskuheimili Björns, lá baðað töfrum nainninganna. Síðustu æviár Björns voru róleg og kyrr- lát. Eftir annasaman og umsvifamikinn starfsdag naut hinn gamli örn næðis og hvíklar. Frá barnæsku hafði hann átt til að bera ríkar námsgáfur. Þótt atvik höml- "----------------------:—:----------- FAXI Útgefandi: Malfundafélagið Faxi, KcflaviU. Kitstjóri og afgrciðslumaður: Hallgrimur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrimur Th. Björnsson, Margeir Jónsson, Kristinn Hcyr. (Ijaldkcri: Guðni Magnusson. Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinsson. Vcrð blaðsins i lausasölu Urónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V-------------------------------------- uðii því að Iiann gengi langskólaveginn, tileinkaði hann sér þó m. a. mörg tungu- mál, sem voru honum meira og minna tiltæk, en í bók náttúrunnar var hann lærður maður og fjölfróður, sem yndi var á að hlýða, þegar honum, gömlum og sjónvana tókst hvað bezt að lýsa og draga upp lifandi og sannar myndir af landinu okkar og lífverum þess, stórum og smá- um. Fram til hinnstu stundar bætti hann við andlegan þroska sinn og á banadægri, þcg- ar honum var fyllilega ljóst að hverju stefndi, var hann æðrulaus og þakklátur, — beið þess, sem verða vildi, rór í huga og sáttur við guð og menn. Þannig bar við- skilnað Björns að og þannig verður vin- um hans ljúft að minnast þessa góða og hjartahlýja drengs. — Blessuð veri minn- ings hans. Við hjónin vottum konu hans og öðr- um aðstandendum innilega samúð. Hallgrímur Th. Björnsson. Nýtt hílastæði. Vegfarendum í Keflavík skal á það bent, að búið er að staðsetja gott bílastæði á opna svæðinu á milli Tjarnargötu og Skrúðgarðs- girðingarinnar. Er þetta til mikils hagræðis fyrir þá, sem um miðbæinn aka og þurfa að fá sig afgreidda þarna í nágrenninu, t. d. í apótekinu eða í nærliggjandi verzlunum og bönkum, en yfirleitt hefir verið mjög erfitt að „parkera“ bílum á þessu svæði, sakir þrengsla. Þetta nýja bílastæði rúmar margar bif- reiðir, enda nær það alla leið frá Sólvalla- götu með fram Tjarnargötu að húsi Garðars Olafssonar tannlæknis. Það sem á skortir, til þess að fólk almennt átti sig á þessu nýja bílastæði er, að um- ferðarnefnd bæjarins láti setja þarna upp viðeigandi skilti, t. d. eitt við Sólvallagötu og annað við Tjarnargötuna. Höggvið í sama knérunn Að höggva tvisvar í sama knérunn, þótti hinn mesti ódrengskapur til forna, enda hlaut sá verknaður jafnan þungan dóm Sögunnar. Fyrir um það bil 8 árum gcngust nokkrir Keflvíkingar fyrir undir- skriftasöfnun til bæjarstjórnar með beiðni um að fram yrði látin fara atkvæðagreiðsla um opnun vínbúðar í Keflavík. Var þá álit manna, að bæjarstjórn hefði rasað um ráð fram, er hún samþykkti, að verða við óskum bréfritara, án þess áður að ráðfæra sig við undirnefndir sínar, t. d. barna- verndarnefnd og áfengisvarnarnefnd, sem fyrst og fremst gegnir því mikilvæga hlut- verki, að vera bæjarstjórn ráðgefandi í svona málum og öðrum þeim skyldum. Hér við bættist svo, að bæjarstjórn þurfti alls ckki að sinna þessum undirskriftalista, þar cð á honum voru miklu færri en til- skilið var, samkvæmt lögum. Þessi fram- ltoma bæjarstjórnar var þá harðlega vítt af ýmsum viðkomandi aðilum, cnda talið ósennilegt, að slík vinnubrögð af hennar hálfu yrðu viðhöfð öðru sinni. Atkvæðagreiðslan fór þá fram þann 30. nóvember 1958, eftir talsvert mikið um- stang og óþarfa tilkostnað af bæjarins hálfu. Var tillagan um opnun vínbúðar þar felld með talsverðum meirihluta manna og kvenna, sem þá báru gæfu til að bægja frá byggðarlagi sínu skömm og skaða. En Adam var ekki lengi í Paradís. Oðru sinni er níi vegið í sama knérunn. Vínbiiðardýrkendur urðu að láta í minni pokann 1958, en þeir virðast ekki af baki dottnir, blessaðir karlarnir. Og enn tekst þeim að smala á undirskriftalista sinn um 170 manns. Þeir skila svo lista sínum til bæjarstjórnar, sem viðhefur nákvæmlega sömu vinnubrögð og fyrr, læmr sig engu skipta þótt „listamenn“ þyrftu að ná töl- unni 800 til þess að verða teknir til greina og sniðgengur nefndirnar sem áður. Ræðir málið sem sé ckki við neinn utan stjórnar, svo mikið liggur á að afgreiða mál vín- búðarbeiðenda. Er nú að furða þótt mönn- um blöskri vinnubrögðin! En hvað um það. Ur því sem komið er verða sjálfsagt greidd atkvæði um þetta mál á kosninga- daginn í vor. Megi gifta Keflavíkur þá enn á ný verða þess umkomin, að tillagan um opnun vínbiiðar hér verði kolfclld. H. Th. B. FAXI — 51

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.