Faxi

Årgang

Faxi - 01.04.1966, Side 4

Faxi - 01.04.1966, Side 4
Kemur áfengisútsala í Keflavík? í annað sinn með stuttu millibili eiga nú Keflvikingar að ganga til atkvæða um það, hvort hér í Keflavik skuli vera vinverzlun eða ekki. Mun bæjarstjórn hafa ákveðið þetta, vegna fram komins áskriftalista frá nokkrum Keflvíkingum, sem áhuga hafa á slíkri verzl- un hér til að hressa upp á menningarlíf bæj- arins. Um þetta er nánar rætt á öðrum stað hér í blaðinu, en þar sem sömu rök og fyrr mæla gegn þessari framkvæmd, þykir mér vel hlýða, að birta hér greinarkorn um málið, sem rituð var af Guðna Magnússyni í Faxa rétt fyrir atkvæðagreiðsluna 1958. Fer hún hér á eftir. H. Th. B. Bæjarstjórn Keflavíkur hefir nú ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um hvort hér í bænum skuli opnuð áfengis- útsala. Þar sem þetta er mál, er alla borg- ara varðar, livort sem þeir telja sig munu verða viðskiptamenn væntanlegrar útsölu eða ekki, er rétt að menn geri sér nokkra grein fyrir, liver áhrif þessi ráðstöfun kann að hafa. Því er 'nokkuð á loft haldið, að opnun áfengisútsölu muni að mestu cða öllu koma í veg fyrir hina miklu leynivínsölu, sem hér er rekin. Vissulega væri mikið gefandi til þess, að þessa starfsemi væri hægt að uppræta. En að þessi ráðstöfun dragi til muna úr leynivínsölu tel ég mcira en vafasamt. Því til sönnunar má benda á, að leynisala virðist þrífast allvcl í Reykjavík, þar sem aðalútsala áfengisverzlunarinnar er, ásamt útibúi og auk þess vínveitingar á veitinga- húsum. Enda mun það mála sannast, að hver seld flaska í vínbúð leiðir af sér aðra keypta af leynisala að kvöldinu, því að staðreyndin er, að þegar menn eru búnir að „kveikja í sér“, langar þá í meira, þó þeir hafi ætlað að láta eina flösku duga. Eg vil benda á, og leggja á það áherzlu, að aðalatriðið í þessu máli er ekki það, hvort þessi ráðstöfun cykur cða dregur úr leynisölu, hcldur hvort hún eykur eða dregur úr áfengisneyzlu. Afengisvandamálið er svo alvarlegt, að enginn má láta sér það í léttu rúmi liggja. Þeir eru orðnir allmargir, sem látið hafa lífið hér í Keflavík beint eða óbeint af völdum áfengisnautnar. Og jafnvel dauð- inn er ekki það versta. Eyðilagt heimilis- líf, glæpir hverskonar, eymd og volæði, misheppnað barnauppeldi, svo nokkuð sé nefnt af fylgifiskum áfetigisins, er jafnvel verra en dauðinn sjálfur. Það má því einskis láta ófreistað til að draga úr áfengisneyzlunni. En að ætla sér að gera það með meira víni, er eins og að ætla sér að slökkva eld, með því að hella á hann olíu. Það er að mínu viti engum vafa bundið, að opnun áfengisútsölu hér mundi auka áfengisneyzlu að miklum mun, enda hefir sú orðið raunin á annars staðar. 1 Vest- mannaeyjum var sett á stofn áfengisút- sala fyrir nokkrum árum, en afnumin aftur, þegar sýnt var, að í óefni stefndi. Hvarvetna hefir raunin orðið sú, að drykkjuskapur hefir stóraukizt, þar sem áfengisverzlun hefir verið sett á stofn. Sumir scgja: Ástandið getur varla versnað. I því sambandi er fróðlegt að bera saman áfengisneyzlu Islendinga og ann- arra þjóða, þar sem verzlun með áfengi er „frjálsari“. Árið 1957 var áfengisneyzlan á Norður- löndum á livert mannsbarn miðað við hreinan vínanda, þ. e. 100% áfengi, sem hér segir: Svíþjóð ........... 4,1 lítri. Danmörk ........... 3,2 — Norcgur ............ 2,3 — Finnland 1,7 — ísland 1,69 — Hjá mörgum þjóðum er áfengisneyzlan miklu meiri en hjá Norðurlandabúum, t. d. er drukkið í Bandaríkjunum 70 1. af vínum á ári á hvert mannsbarn, en þar er miðað við vín eins og þau koma fyrir, en ekki 100% vínanda. Að vísu kemur hér til viðbótar eitthvað af smygluðum vínum, sem engar skýrslur ná yfir, svo og heimabrugg, en gera má ráð fyrir, að það sé svo líka hjá öðrum þjóðum að einhverju leyti. Af þessu má sjá, að þó ástandið sé slæmt hér, er það þó enn verra víða ann- arsstaðar. Ef opnuð verður hér vinbúð, verður sennilega næsta skrefið að veitingahús fái hér vínveitingaleyfi, en skilyrði fyrir því er, að áfengisútsala sé í bænum. Ættu menn að íhuga vandlega, hvort þeir lelji æskilegt fyrir unga fólkið að fá slíkan skemmtistað til viðbótar þcim, sem fyrir eru. Margt fleira mætti nefna, sem hér er ekki rúm til. En að þessu athuguðu ætti að mega vænta þess, að svo margir hafi fullan skilning á eðli þessa máls, að nægi til að koma í veg fyrir þessa fyrirætlun, ef þeir fjölmenna á kjörstað og segja nei. G. M. Fœst í APÓTEKI KEFLAVÍKUR t--------------------------------------—-----------------—---------------—-------------------------------------------------------------------------i 52 — FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.