Faxi - 01.04.1966, Síða 5
GUÐNI MAGNÚSSON:
DAGBOKARBROT
Árna Pálssonar í Narfakoti
í 10. Ibl. Faxa 1960 er grein eftir Ársæl
Árnason bóksala, um föður hans, Árna Páls-
son, Narfakoti, Innri-Njarðvík. Grein þessi
var skrifuð að beiðni ritstjórans, en Ársæll
dó nokkrum vikum seinna. Þar er þess getið
að Árni hafi skrifað dagbók í nokkur ár, eða
frá 1886—1891. Þar sem ég hefi þessa dagbók
undir höndum nú um sinn, ásamt fleiri plögg-
um eftir Árna og mér þykir líklegt að ein-
hverjum kunni að þykja fróðlegt að skyggn-
ast 80 ár aftur í tímann, og bera saman
ástandið hér um slóðir þá og nú, munu hér
og í næstu blöðum verða birtar glefsur úr
þessum plöggum.
Arni var ættaður undan Eyjafjöllum. Hann
flutti að Narfakoti 1880 og giftist þá Sigríði
Magnúsdóttur, ættaðri úr Fljótshlíð. Höfðu
þau þá búið eitt ár í Leirunni.
Arni var alla tíð bláfátækur, enda hlóðst á
hann mikil ómegð, þar sem hann eignaðist
12 börn. Tvö dóu ung en 10 komust til full-
orðinsára. Urðu sum þeirra þjóðkunn, t. d.
Asta málari, Ársæll bóksali, Þórhallur cello-
leikari og Magnús listmálari.
Þrátt fyrir hina hörðu baráttu hans við að
sjá þessu stóra heimili farborða, og forða
því frá „sveit“, eins og blöð þessi bera nokk-
urn vott um, gaf Árni sér alltaf tíma til að
sinna félags- og framfaramálum. Hann var
emn helzti forystumaður Njarðvíkinga í fé-
lagsmálum á sinni tíð. Sérstaklega helgaði
hann krafta sína bindindismálunum, og var
hann óþreytandi við að taka á sig ferðalög
og hvers konar fyrirhöfn í þeirra þágu. Ýms
mál önnur lét hann til sín taka og skrifaði
greinar í blöðin um ýms málefni.
Arni andaðist árið 1900 aðeins 46 ára gam-
all. Ekkjan fluttist þá til Reykjavíkur með
barnahópinn og tókst með mkilum dugnaði
°g aðstoð eldri barnanna að koma þeim öllum
UPP og sum þeirra brutust í að afla sér
menntunar.
I dagbókinni er allnákvæm veðurlýsing fyrir
hvern dag, ennfremur er sagt frá aflabrögð-
um. Þessu verður að mestu sleppt hér, en
teknir póstar um ýmislegt annað. Dagbókin
hefst með yfirliti yfir árið 1885.
AriS 1885 hefir verið eitthvert hicS örð
t'gasta, er núlifandi kynslóð hér á landi
man eftir, hvað alla atvinnuvegi snertir.
hyrst var veturinn harður nokkuð, svo
heyþrot urðu víða, svo dæmalausir vor-
kuldar og gróðurleysi, jörð allstaðar snögg
1 sumar, einkum tún, þar á ofan mikil
va.*tutíð, svo hey urðu lítil og víða skemmd.
Sömuleiðis kálgarðar ónýtir víðast, —
kaup fólks, er fór í sveit óvenju lítið og
stuttur vinnutími. — Haustið mjög vætu-
samt og fénaður rýr, þó var snjólítið fram
undir jól, síðan megnustu harðindi all-
staðar er til hefir spurzt. — Aflabrögð
voru mjög lítil, einkum hér við Faxaflóa,
þó öfluðu nokkrir vel á vetrarvertíðinni
í Garðsjónum, einkum Innnesingar, en í
sumar voru samþykkt lög um að leggja
þar ei framar þorskanet, því það þótti
orðið sannreynt, að fiskur gengur ekki hér
á grunn, þegar ótakmörkuð netastappa er
komin í Garðsjóinn, og hefir það komið
mörgum á vonarvöl, einkanlega í þessum
hrcppi, því almenningur hér hefir lifað
mest á hallærislánum og útlendu gjafafé
síðan í sumar. — I sumar og haust aflað-
ist dálítið, þó tregt þætti, af mjög smáum
fiski, Iýsu, ýsu og þyrsklingi. — Heilsu-
far almennings hefir yfir höfuð verið frem-
ur gott. — Svo kveðjum vér þetta örðuga
ár, og uppbyrjum annað nýtt, og biðjum
góðan guð að gefa oss það gott og farsælt
í Jesú nafni.
Árið 1886.
17. febrúar. ... 1 dag kláraðist síldin,
er ég veidtli á næstliðnu vori, hún hefir
verið höfð til matar á hverjum degi síðan
í miðjum september.
26. febrúar. . . . Nokkur skip reru út
í Garðsjó með lóð og færi, fengu aðeins
nokkra kola og eitt tvo þyrsklinga. —
Fundur haldinn í Brunnastaðaskóla, rætt
um fiskverkun, netalínuna, og hreppa-
skiptin, ég var á þessum fundi. — 5—11
í hlut í netin.
28. febrúar. Haldinn fundur í Keflavík
um fiskverkun. — I dag fannst lík Jóns
Pálssonar frá Járngerðastöðum, sem varð
úti bér upp í beiði rétt fyrir jólin. — 8.
þ. m. andaðist á Stóra-Ármóti jómfrú Guð-
rún Jónsdóttir frá Narfakoti, rúml. 20 ára.
Hún var hvers manns hugljúfi og sakna
hennar flestir, scm henni kynntust.* i 1)
1) Guðrún þessi mun hafa verið dóttir Jóns
Magnússonar, sem var sambýlismaður Árna
i Narfakoti, en flutti síðar til Reykjavíkur og
bjó í Bráðræði, og var síðan kenndur við
þann bæ.
I. marz. . . . Enginn reri hér í dag, því
nú halda margir alveg fiskilaust í Faxaflóa.
8. marz. . . . Jarðað í Njarðvík J. P.
(sjá framar), og Sigurbjörg Ogmunds-
dóttir, ungbarn frá Tjarnarkoti. — Fréttir
að austan: Góð tíð síðan með Góu. Fiski-
laust í Vestmitnnaeyjiim síðan á Mið-
Þorra, áður allgóður afli þar, nær fiski-
laust í Landeyjum, vikuna sem leið afl-
aðist hátt á annað hundrað á Bakkanum,
tregur seinast, fiskilaust í Þorlákshöfn,
tregt í Grindavík.
9. marz. I gær var lagt síldarnet í Kefla-
vik, varð ei vart við síld. ... I gær hafði
Þórður Guðmúndsson frá Görðunum
lagt þorskanet í Garðsjónum, mót gild-
andi lögum, — fékk í dag á þriðja hundrað
á skip i einni trossu.
II. marz. . . . Garðmenn tóku upp
þorskanetatrossu með 3—400 af fiski, á
Setum, er Innnesingar (G. E. í Nesi)
höfðu lagt í gær og aðra frá Þ. G. i Görð-
unum með miklum fiski.
5. apríl. 1 dag lögðu menn þorskanelin
aftur. Nú fór sýslumaðurinn heim, en
hann hefir dvalið hálfan mánuð í Keflavík
til að líta eftir að fiskveiðisamþykktinni
væri hlýtt og stefndi mörgum, einkum
Innnesingum fyrir brot gegn henni.
22. apríl. Sumard. fyrsti. Stormur og oft-
ast rigning á sunnan. — Margar franskar
skútur hafa hleypt hér inn. — Haldin
„tombóla“ í Njarðvík til ágóða fyrir kirkj-
una. 1 gær kom fyrsta kaupskip í Kefla-
vík, „Ásta“.
8. maí. Tregur fiskur. Margir komu
ekki á skiptum. Síldveiði dágóð. Ég lagði
síldarnet fyrir síld, sem var að vaða uppi
fram í Leir og bafði netið ofansjávar og
fékk 560 st. cftir hálftíma. — Þannig hefir
síld ekki verið veidd hér fyrr.
31. maí. Síðan um lok hefir verið mjög
stirð tíð til landsins, endalausir kuldar,
oftast frost um nætur, jörð ekkert grænni
nú en þá. Hafís á hverjum firði norðan-
lands.
3. júlí. — Nú hefi ég verið 9 daga að
mála Njarðvíkurkirkju. — I dag er Ásta
Kristín dóttir mín 3ja ára.1)
1) Það er táknrænt, að Árni skuli minnast
á Ástu dóttur sína í sömu andránni og hann
segist hafa verið að mála kirkjuna. Varla
hefir hann grunað það þá, að þessi 3ja ára
hnáta ætti eftir að verða fræg viða um lönd,
sem fyrsti kvenmálarameistari á Norðurlönd-
um, og e. t. v. í heimi. Þegar Keflavíkurkirkja
var byggð, árið 1914, málaði Ásta hana.
FAXI — 53