Faxi - 01.01.1968, Síða 1
ofo
Járngerðarstaðir
Jólablað Faxa hefur ekki alveg farið á
mis við glettni prentsmiðjupúkans. Að
jafnaði er ekki talin ástæða til að angrast
út af slíku, en þar sem mér er kunnugt
um að margir varðveita blaðið, enda all
fýsilegt til fróðleiks, má ætla því lengri
lífdaga. Af framangreindum ástæðum vil
ég ekki láta hjá líða að leiðrétta nafna-
brengl í téðu jólablaði, svo komandi kyn-
slóðir verði ekki rangt uppfræddar um
höfuðból í Grindavík, við lestur þessa jóla-
blaðs.
Myndin, sem þar er merkt Járn-
gerðarstaðahverfi er af Þorkötlustöðum.
Járngerðarstaðir eru aftur á móti það, sem
undir stendur Þorkötlustaðir. Báðar eru
þessar myndir teknar á síðustu árum, svo
er og um aðrar myndir, er fylgja ágætri
grein séra Gísla Brynjólfssonar — Fram
af Grindavíkurslóð. — Séra Gísla ber að
þakka fyrir hans góðu viðleitni við að
rifja upp og endurnýja þekkingu á okkar
gamla og góða byggðarlagi og íbúum
þess. Við þurfum ekki að fá roða í kinn,
2708511
rSLAHDS
þótt í slíkri upprifjun bregði fyrir dapur-
legum myndum, gerðum í fávísi af heims-
hornaflökkurum á borð við Mackenzie,
sem gerir erfið og frumstæð lífskjör undir-
okaðrar þjóðar að söluvarningi á bóka-
torgi auðugra og gírugra nýlendubrask-
ara. Hefði hann barizt við Tyrki við hlið
Grindvíkinga eða staðið með þeim í fjöru-
borði í fárviðri og hafróti og gripið skip-
brotsmenn (oft landa lians) úr heljar-
greipum Ægis og teflt þar lífi og limum
Framh. á bls 11.