Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1968, Side 3

Faxi - 01.01.1968, Side 3
grenni við Hafnir, séra Oddur Gíslason, hinn víðsýni gáfumaður og slysavarna- frömuður, en kona hans var, svo sem kunnugt er, Anna Vilhjálmsdóttir, al- systir Steinunnar. Hefur það verið ánægju- legt fyrir systurnar hve tiltölulega var stutt Þórunn Brynjólfsdóttir, kona Vilhjálms Hákonarsonar. á milli þeirra, svo mikið ástríki sem var þeirra í milli. Tvö börn þeirra prestshjónanna á Stað tóku þau Kirkjuvogshjón í fóstur. Ó1 frú Steinunn þau upp eins og eigin börn. Varð það til þess að Island missti ekki þessi börn frú Onnu og séra Odds, þar sem þau fylgdu ekki foreldrum sínum, er þau fluttust af landi burt til Vesturheims 1894 með allan barnahópinn. Ilentust öll þau börn þeirra, er fóru vestur, í Ameríku. Ekki varð löng búseta þeirra hjóna í Kirkjuvogi, Madömu Steinunnar og Helga, og syrtir nú fljótt í álinn er þangað var komið. Þann 26. júlí 1889 andaðist Helgi hreppstjóri Sívertsen. Þá orti séra Valdemar Briem erfiljóð þau er ég minnt- ist á í upphafi þessarar greinar. Frú Steinunn stýrði eftir þetta ein búi sínu og hafði margt hjúa. Hún tók til uppfósturs mörg börn, eru þar fyrst syst- urbörn hennar, Steinunn Oddsdóttir og Vilhjálmur Oddsson, bæði dáin, Margrét Jónsdóttir úr Garðinum, fór til Kaup- mannahafnar og ílentist þar, er enn á lífi háöldruð. Anna Hákonardóttir, varð hús- frú í Keflavík, dáin, og Sigurður Ólafs son, kaupmaður í Reykjavík, sonur hjón- anna á Kalmanstjörn, Ólafs Ketilssonar og frú Steinunnar Oddsdóttur. Þá ólust að einhverju leyti upp hjá frú Steinunni bræður tveir, skaftfellskir að ætt, þeir Lárus og Gísli Vigfússynir, ílentust þeir báðir í Höfnum, dánir. Frú Steinunn var annáluð fyrir góðleik og rausn, var sagt að hún væri ævinlega tilbúin að líkna og hjálpa þar sem hún vissi um fátækt og vandræði, hafði þá oft verið ósmá hjálp hennar. Þá var hún ekki síður vön að gleðjast með glöðum við ýmiskonar tækifæri, gaf hún þá oft stór- gjafir úr búi sínu, bæði dautt og lifandi. Hún mun hafa verið komin á áttræðis- aldur er það upplýstist, að öll efni hennar voru gengin til þurrðar. Þótti það ekki einleikið, því svo höfðu auðæfi hennar verið mikil. Reyndar höfðu þó verið und- anfarandi mörg f iskiley sisár, en fleira kom við sögu. Var umboðsmaður hennar nefndur til, sem ekki þótti hafa hlúð að eignum hennar svo sem vera bar. Var þetta almannarómur. Sagt var að frú Steinunn hefði tekið þessu eignatjóni með einstöku jafnaðar- geði og ekki viljað um það tala. Hún brá búi um þetta leyti og fluttist til nöfnu sinnar og fósturdóttur, frú Steinunnar Oddsdóttur, konu Ölafs hreppstjóra Ket- ilssonar, er þá bjuggu í Óslandi í Höfn- um, höfðu þau áður búið lengi á Kal- mannstjörn í Höfnum, miklu rausnarbúi. Dvaldi frú Steinunn hjá þeim hjónum í einstöku ástríki, þar til yfir lauk, en hún andaðist þar 16. júlí 1922, tæplega áttræð að aldri, fædd 28. ágúst 1842. Þá eru hér nokkrir ættliðir frú Stein- unnar í beinan karllegg til Jóns Egilssonar annálaritara. 1. Vilhjálmur Kristinn Hákonarson, d. 20. sept 1871, óðalsbóndi, dbrm. í Kirkju- vogi í Höfnum. K. Þórunn Brynjólfs- dóttir prests á Utskálum, Sívertsen, al- systir séra Sigurðar prests á Utskálum, Sívertsens, og hálfsystir Helga biskups Thordarsen . 2. Hákon Vilhjálmsson ríkisbóndi, dbrm. í Kirkjuvogi, settur sýslumaður í við- lögum í syðsta hluta sýslunnar. Dáinn 4. ágúst 1821. Seinni kona Anna Jóns- dóttir dbrm. í Höskuldarkoti í Njarð- víkum, Sighvatssonar. 3. Vilhjálmur Hákonarson ríkisbóndi í Kotvogi í Höfnum. Kona Ingigerður Tómasdóttir bónda í Fuglavík á Mið- nesi, Arnasonar. Arni var bróðir Run- ólfs lögréttumanns í Sandgerði, Sveins- sonar. 4. Hákon Jónsson, bóndi í Kirkjuvogi. Kona, Ingibjörg Guðmundsdóttir, d. í Kotvogi hjá Vilhjálmi syni sínum 1771, sögð 71 árs. Ingibjörg er fósturbarn í Kirkjuvogi manntalsárið 1703 hjá ömmu sinni, Guð- ríði Jónsdóttur lögréttumanns í Sandgerði, Narfasonar. Margrét hét móðir Ingibjarg- ar, dóttir Guðríðar og Guðmundar bónda á Hólum í Eyjafirði, Þorkelssonar sýslum. á Þingeyrum, Guðmundssonar. Vilhjálniur Hákonarson, Kirkjuvogi. 5. Jón Árnason, bóndi í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Kona Margrét Daða- dóttir prests í Steinsholti, Halldórsson- ar. 6. Árni Pálsson, bóndi á Skúmsstöðum við Eyrarbakka. 7. Páll Jónsson, prestur í Klausturhólum. 8. Jón Egilsson, prestur í Hrepphólum og annálaritari, f. 14. sept. 1548, d. um eða eftir 1636. Madama Steinunn var vön að fara á hverju sumri út að Utskálum og dvelja þar nokkurn tíma, gilti einu hver prestur þar sat, hún var, að sjálfsögðu, jafn vel- komin og sami aufúsugesturinn enn sem fyrr. Það var einmitt, er hún var í einni slíkri ferð, að ég hitti þessa elskulegu konu, var það eina sinnið á ævinni er ég sá hana, en þó er hún svo ljóslifandi fyrir hugar- sjónum mínum. Svo var hún minnisstæð og sterkur persónuleiki. Það var 10. júlí 1912. Við Biörn fórum þennan dag ríð- andi út að Utskálum, ásamt feðrum okk- ar, til þess að láta gefa okkur saman í hjónaband í Utskálakirkju. Frú Steinunn varð okkur samferða úteftir, og áttum við þar skemmtilegan förunaut. Hún var mjög álitleg kona, þótt komin væri þá á efri ár, hæglát í fasi með fágaða framkomu og einkar ljúfmannleg en virðuleg. Þegar við komum út á Berghólana og F A XI — 3

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.