Faxi - 01.01.1968, Síða 4
allt undirlendið út á Skagatá, með blátt
hafið umhverfis, blasti við, en Utskála
bar hæst og svo fagurlega við strönd og
haf, hafði ég orð á því við frú Steinunni
hve mér þætti fallegt á Utskálum. Hún
leit til mín með angurblíðu brosi og sagði:
„Það þykir mér líka og þar voru önnur
foreldrahús mín.“
Fann ég að í þessum orðum lá sagan
með gleði, vonir, söknuð og harma.
Svo komum við í áfangastað að Utskál-
um og var þar tekið tveim höndum af
séra Kristni Daníelssyni og börnum hans.
Aður en við gengum í kirkju fengum
við brúðhjónin að klæða okkur um og
snyrta. Þegar ég kom fram í setustofuna,
klædd peysufötum, gekk frú Steinunn á
móti mér og sagði: „Ætlið þér að vera
svona búin góða mín?“ Eg sagði sem var,
að það ætlaði ég og frú Steinunn svaraði:
„Æ, hvað ég vildi að ég hefði vitað um
brúðkaupið áður en ég fór að heiman,
ég skildi hafa komið með skautbúninginn
minn. Mér hefði verið það mikil ánægja
að klæða yður í hann og sjá yður bera
hann í blessaðri kirkjunni okkar.“
Hún sagði þetta svo innilega eins og
hún væri nákominn ættingi minn eða vin-
ur, og þar sem við stóðum saman andar-
tak fann ég göfuga sál hennar umvefja
mig — barnið — og bera mig á örmum
bænarinnar upp í hæstu hæðir. Af allri
persónu heanar skein Ijómi friðar og
mildi.
Er ég dreg fram úr hugskoti mínu
minninguna um þessa einstæðu brúð-
kaupsgjöí, eygi ég um leið konuna, er
skáldið kvað um:
„Fágæt perla við flæðarmál
fögur og undra skær.“
Nýtt hefti af „Sveitarstjórnmál“.
Sveitarstjórnarmál, 5. hefti ’67 flytur m. a.
erindi eftir dr. Gísla Blöndal, hagsýslustjóra
ríkisins, „Tekjustofnar sveitarfélaga og mark-
mið opinberrar efnahagsstarfsemi, sem flutt
var á landsþingi Sambands íslenzkra sveitar-
félaga í byrjun septembermánaðar s. 1.
í heftinu er myndskreytt frásögn af lands-
þinginu og birtar ályktanir, sem það gerði.
— Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, Vest-
mannaeyjum, segir frá kynnisför til Bret-
lands. .Sagt er frá samræmdri byggingar-
samþykkt fyrir skipulagsskylda staði og
birtar fréttir frá sveitarstjórnum. Forustu-
grein er helguð Jónasi Guðmundssyni, sem
kjörinn var heiðursfélagi sambandsins á
landsþinginu, er hann lét af starfi sem for-
maður sambandsins.
Tímaritsheftinu fylgir prentuð skýrsla um
störf Sambands íslenzkra sveitarfélaga árin
1963—1967, sem lögð var fram á landsþingi
sambandsins.
C>C>00C<><><>O0<>0C><>0<<>0<>«><í><c^>OC<>OC'><í><&C><><í>00000<>0<c>0<>00«<><5>«><><!>0<c>00<>0^C><í>0C-
SJOUATRYGGT
IRUELTRYGGT
SÍM111700
■njuii
Umboðið í KefBavík:
Steinunn Þorsteinsdóttir
Vatnsnesvegi 21. — Sími 2068.
I
I
*
s
x
4 — F A X I