Faxi - 01.01.1968, Qupperneq 5
Hugleiðingar um stækkun
sveitarfélaga og þróun
Reykjanesskaga
Framsöguerindi, flutt á málfundanámskeiði Iðnaðarmanna-
félagsins 28. febrúar 1967.
Það er skoðun fjölmargra góðra manna,
bæði meðal Keflvíkinga og Njarðvíkurbúa, —
og þeirri skoðun vex stöðugt fylgi, að Kefla-
víkurbær og Njarðvíkurhreppur eigi að sam-
einast á ný, að þvi yrði hið mesta hagræði
fyrir báða þessa staði. Fjölmargar gildar
stoðir renna undir þessa skoðun og því fleiri,
sem málið er betur rannsakað.
Einn þeirra, sem þetta hefir gert, er Eyþór
Þórðarson. Á s. 1. vetri flutti hann um þetta
mál fróðlegt erindi á málfundanárrískeiði
Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, eða nánar
til tekið þann 28. febrúar 1967. Þar rekur hann
í stuttu en skýru máli þróunarsögu hreppa
og byggðarlaga á Suðurnesjum, leiðir fram
góð og gild rök og vísar í fornar og nýjar
heimildir máli sínu til stuðnings.
Þar eð erindi 'þetta þótti hið athyglis-
verðasta, fékk ég leyfi höfundar til að birta
það hér i Faxa, svo að mönnum gefist kostur
á að kynnast þessum sjónarmiðum og mynda
sér skoðanir um málið á sem víðustum
grundvelli.
H. Th. B.
Herra fundarstjóri, góðir fundarmenn.
Efni erindis míns er eitt af þeim málum,
sem nú eru nokkuð rædd, eða stækkun
sveitarfélaga, sem almennt er talið, að sé
til hagsbóta fyrir þjóðarheildina. Þar sem
tími er takmarkaður til umræðna um þessi
mál, þá hef ég valið þann kostinn að beina
umræðum í meginatriðum að okkar heima-
byggð eða byggðarlögum á Reykjanes-
skaga og þá sérstaklega Keflavík og Njarð-
vík.
Það, sem einkum hefur vakið áhuga
minn fyrir því, að við hugleiddum nokkuð
þessi mál, er útvarpscrindi, er ég hlvddi
á, þriðjudaginn 21. febr. 1967 um stækkun
sveitarfélaga, flutt af Hjálmari Vilhjálms-
syni, ráðuneytisstjóra, og grein, er birtist
í desemberblaði Faxa 1963 um Keflavík
og Njarðvík eftir Unnar Stefánsson, full-
trúa hjá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga.
Eg vil strax í upphafi erindis míns taka
ákveðna afstöðu í þá átt, að ég tel, að
sveitarfélög séu hér of mörg og hafi of
lítið samstarf. Hagstæðara væri fyrir íbúa
sveitarfélaganna á Reykjanesskaga og þjóð-
arheildina, að þau væru færri. Því teldi ég
eðlilegast að taka nokkuð til athugunar
upphaf og þróun byggðar á Reykjanes-
skaga.
Það litla, sem Landnáma segir um upp-
haf byggðar á Suðurnesjum er eftirfar-
andi:
„Steinunn in gamla frændkona
Ingólfs fór til Islands og var með
honum inn fyrsta vetur. Hann bauð
að gefa henni Rosmhvalanes allt
fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf
fyrir heklu flekkótta enska og vildi
Kaup kalla. Henni þótti það óhætt-
ara við riftingu. Steinunn hafði átt
Herlaug bróðir Skallagríms, þeirra
synir voru Njáll og Arnór,,.1.)
Þetta er öll landnámssaga Steinunnar
gömlu og næstum allt og sumt, sem um
hana verður vitað eftir rituðum heimild-
um. Þó víst sé talið, að við Islendingar sé-
um af norrænum uppruna, þá eru miklar
líkur fyrir því, að Steinunn landnámskona
sem er talin vera sú fyrsta, sem reisti sér
bú á Suðurnesjum, hafi komið frá Vestur-
löndum. Synir hennar hétu Njáll og Arn-
ór.
Njálsnafnið bendir til þess, að hún hafi
komið frá Vesturlöndum og styrkist það
við frásögnina um ensku hekluna, er hún
gaf Ingólfi fyrir landnámið. Hún hafði
enska vöru og getur maður því ætlað, að
það hafi verið fleira af því tagi í fórum
hennar, en hekla þessi, því að bæði vík-
ingar og landnemar fluttu með sér nokkr-
ar birgðir af varningi frá þeim löndum,
sem þeir lögðu frá, er þeir fóru í herferðir
eða landaleit.2) Talið er, að Steinunn hafi
reist sér bú að Stóra Hólmi í Leiru og
hafi rekið þar um árabil mikið höfuðból
og verstöð. Það er talið, að á landnáms-
öld hafi Keflavík og Njarðvík verið sel
frá Stóra-Hólmi í Leiru.4) Hið forna
höfuðból Steinunnar gömlu er nú komið
í eyði, en sel hennar eru aftur á móti ört
vaxandi byggðarlög.
I bókum um landnám Ingólfs er getið
um, að í Rosmhvalaneshreppi hafi verið
Keflavík, Leira, Garður og Miðnes og
allt að Osabotnum.
Greinilegt er, að Njarðvíkur eru teknar
undan Rosmhvalanesi, er hreppar eru
myndaðir.6) Njarðvíkur, Vantleysuströnd
og Vogar mynduðu Vatnsleysustranda-
hrepp.
Fyrsta breytingin, sem gerð er á Suður-
nesjum er, að Njarðvíkur segja skilið við
Vatnsleysustrandahrepp og sameinast
Rosmhvalaneshreppi árið 1885°).
Næsta breytingin á breppaskilum er,
að Miðnesingar segja skilið við Rosmhvala-
neshrepp árið 1886.7) Það ár verður því
Miðneshreppur til í sinni núverandi mynd,
og hefur engin breyting orðið á síðan.
Næsta breytingin á Rosmhvalaneshreppi
Á myndinni sjást Keflavík og báðar Njarðvíkurnar.
F A X I — 5