Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1968, Qupperneq 6

Faxi - 01.01.1968, Qupperneq 6
er, að árið 1908 er hann lagður niður og myndaðir tveir nýir hreppar. Hinir nýju hreppar voru núverandi Gerðahreppur og Keflavíkurhreppur. í þeim síðarnefnda voru núverandi Keflavíkurkaupstaður og Nj arðvíkurhreppur. Þannig voru Keflavík og Njarðvík sam- eiginlegt hreppsfélag frá árinu 1908s) eða þar til Njarðvíkingar óskuðu eftir að ger- ast sér hreppsfélag, vegna þess að þeir töldu sig vera mjög afskipta með alla þjónustu og framkvæmdir svæði sínu til handa. Samningur um skilnað Keflavíkur og Njarðvíkur var gerður 25. október 1941®) Njarðvíkur urðu því fyrst sérstakt sveitar- félag með lögum, sem tóku gildi 1. janúar 1942. Landaskil Njarðvíkur og Keflavíkur voru fyrst þar, sem Tjarnargata er nú í Keflavík, en er samningur var gerður um skipti byggðarlaganna voru þau ákveðin um lóð Fiskiðjunnar hf. þannig, að mjöl- skemma Fiskiðjunnar stendur nú að hálfu í Keflavík og að hálfu í Njarðvík. Keflavík hlaut kaupstaðaréttindi 1. apríl 1949. Lögsagnarumdæmi Keflavíkur var stækkað með lögum frá 4. maí 1966. Með þeirri stækkun rúmlega þrefaldaðist lög- sagnarumdæmið að flatarmáli. Þeir 415 ha, sem Keflavík stækkaði um, eru að mestu land, sem hefur verið skilið frá Gerða- hreppi. Eg mun nú fara fljótt yfir sögu um upphaf og þróun byggða í öðrum hrepp- um á Reykjanesskaga. Nokkuð er sagt frá Eyvindi fóstra Stein- unnar gömlu í Landnámu, en Evindi fóstra sínum gaf Steinunn in gamla land á millum Hvassahrauns og Kvígubjargar- vogum. Landnám Evindar, er hann hlaut að gjöf frá Steinunni fóstru sinni, hlaut nafnið Vatnsleysuströnd. Landnám hans er nú óbreytt sem Vatnsleysustrandarhrepp- ur. Molda-Gnúpssynir, þeir Hafur-Björn, Gnúuur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, námu Grindavík. Landnám þeirra bræðra er enn óbreytt sem Grinda- víkurhreppur10.) Herjólfur, frændi Ingólfs og fóstbróðir, fékk frá honum að gjöf land milli Reykja- ness og Vogs og svarar það nákvæmlega til núverandi Hafnarhrepps10.) Eg hef nú reynt að gera nokkra grein fyrir myndun sveitarfélaga á Reykjanes- skaga sunnan Hafnarfjarðar og þeim breytingum, sem á þeim hafa orðið. Hið forna landnám Steinunnar gömlu, Rosmhvalanes, sem í voru Njarðvík, Keflavík, Leira, Garður og Miðnes, eru nú fjögur sveitarfélög. Eg tel að hagstæð- ara væri fyrir íbúa hinna fjögurra sveitar- félaga, að svo væri enn í dag, og þessi byggðarlög mynduðu eitt sveitarfélag, eða hefðu meira skipulegra samstarf en nú er. Fyrir því mæla margvísleg rök, sem fram komu í erindi Hjálmars Vilhjálmssonar um stækkun sveitarfélaga, sem of langt mál yrði upp að telja. Því vísast til erindis- ins, sem er sérprentað í tímaritinu Sveitar- stjórnarmál. Meðal þeirra byggðarlaga, sem örast hafa vaxið á undanförnum áratugum, er Keflavík og Njarðvík. Um áramót 1941— 42, er skipting byggðarlaganna fór fram, voru íbúar Keflavíkur 1.444, en íbúar Njarðvíkur 278. Við síðasta manntal voru íbúar Keflavíkur 5.422, en íbúar Njarð- víkur 1.538. Ibúatala Keflavíkur hefur því nær fjórfaldast frá því skifting fór fram, en íbúatala Njarðvíkur nær sexfaldast. Keflavík er nú fimmti fjölmennasti kaup- staður hér á landi. Sem dæmi um hina öru fólksfjölgun í þessum byggðarlögum má geta þess, að árið 1941, er samningur er gerður um skilnað byggðarlaganna, voru nær 30 hreppar fjölmennari en Njarðvík, en nú er Njarðvíkurhreppur fjórða fjöl- mennasta hreppsfélagið. Þeirri spurningu er oft varpað fram manna á meðal, hvort Keflavík og Njarð- vík munu ekki sameinast aftur vegna legu byggðarlaganna þannig, að þessi byggðar- lög muni í náinni framtíð byggjast saman, og aukin samskipti byggðarlaganna verða þeim báðum nauðsynleg vegna hagstæðari fjárfestingar, en ella myndi verða. Það má ætla, að fjárfestingar byggðarlaganna verði mjög óhagstæðar fyrir skattgreiðendur, nema aukið samstarf þeirra komi til. Sem dæmi má nefna, að í Keflavík er sundhöll, sem talin er geta annað þörf- um beggja byggðarlaganna, ef starfsemi hennar væri endurskipulögð með það í huga. I Njarðvík er aftur á móti verið að byggja litla sundlaug. Eflaust hefði verið hagstæðara fyrir byggðarlög hér á Reykja- nesskaga að beina fjármagni sínu saman í eina stóra sundhöll, sem hefði svarað kröfum tímans. Félagsheimilið í Njarð- vík er talið geta annað þörfum beggja byggðarlaganna samhliða nokkrum smærri samkomusölum í Keflavík auk kvik- myndahúsanna. í Keflavík er aftur á móti fyrirhugað og talið aðkallandi nauðsynja- mál að reisa annað félagsheimili í minna en kílómeters fjarlægð frá því fyrrnefnda. Þessi tvö dæmi, sem nefnd hafa verið um fjárfestingar í Keflavík og Njarðvík, sýna það, að fjárfestingar geta verið óhagstæðar, ef fyrst og fremst er við það miðað, að þessi tvö byggðarlög þurfi ekkert til hvors annars að sækja. Eðlilegast væri, að sveitarstjórnir þess- ara byggðarlaga myndu hefja skipulagt samstarf um gerð framkvæmdaáætlunar um þjónustustofnanir fyrir þegna sína, en ekki fjárfestingakapphlaup í þeim megin tilgangi að gera þessi tvö byggðarlög, sem landfræðilega liggja saman, óháð hvort öðru. Stjórnendur Keflavíkurkaupstaðar hafa þó gert tilraunir til að ná samstöðu við nágrannahreppana um rekstur stofn- ana í Keflavík, sem öll byggðarlögin hafa að einhverju leyti notið. Slík samvinna byggðarlaganna, að reka sameiginlega stofnanir í Keflavík, virðist eiga erfitt upp- dráttar. Vænlegra til árangurs væri, að byggðar- lögin skiptu með sér verkum um rekstur stofnananna, sem myndu nægja fyrir öll byggðarlögin, því eðlilega skiptir ekki máli, hvort stofnanir eru staðsettar í Keíla- vík eða í nágrannahreppum, ef þær geta þjónað íbúum allra byggðarlaganna. Þar sem stækkun sveitarfélaga hefur verið rædd, hefur áhugi sveitarstjórnar- manna verið takmarkaður. Þeir telja stöðu sína mjög ótrygga með stækkun sveitar- félaganna, en aftur á móti eru flestir hlynntir auknu samstarfi. Það færist mjög í vöxt, að sveitarfélög sameinist um bygg- ingu og rekstur félagsheimila, skóla og annarra þjónustustofnana. Alment er það álit sveitarstjórnarmanna, að með því að stækka félagssvæði sveitar- félags síns með sameiningu við nærliggj- andi sveitarfélag, þá séu þeir að afhenda öðrum þau áhrif, sem þeir nú hafa í rekstri síns byggðarlags. Slík sjónarmið eiga eflaust við nokkur rök að styðjast, því með sameiningu t. d. tveggja sveitarfélaga myndi stjórnendum og starfsliði verulega fækka, en fækkun á starfsliði og stjórnendum myndi eðlilega leiða til fjárhagslega hagstæðari reksturs. Öll byggðarlög munu eðlilega ætíð keppa að því að velja sína hæfustu þegna til að gegna sveitarstjórnarstörfum. Því tel ég þann ótta sveitarstjórnarmanna ástæðu- lausan, að ef t. d. tvö sveitarfélög eru sam- einuð, að stjórnendum hins stærra séu þá afhent öll völd, því ætla má, að sveitar- stjórnarmenn séu valdir eftir hæfni og áhrifum, en ekki eftir því í hvaða bæjar- hverfi þeir búa. 6 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.