Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1968, Page 10

Faxi - 01.01.1968, Page 10
Hyað er framundan? Framhald úr síðasta blaði. Sú mikla tækniþróun, sem framundan er og öllum þjóðum stendur til boða, geti þær tileinkað sér hana og hagnýtt, hefir inú þegar nokkuð verið kynnt hér í blöð- um og útvarpi, að ógleymdu sjálfu sjón- varpinu, því mikla fjölmiðlunartæki, sem að undanförnu hefir flutt mjög athyglis- verða og fróðlega þætti um þessi mál. Þess er því ekki að vænta, góðir Faxa- félagar, að það sem ég nefni hér í þessari framsögu minni, verði nýtt innlegg til þessara mála og áður óþekkt, heldur er tilgangurinn sá einn, að benda á þá vís- indalegu tækniöld, sem framundan er, ef verða mætti okkur til umhugsunar og umræðu hér á fundinum. í fróðlegum greinum, sem ég hefi lesið um þessi efni, er oft drepið á eldri tíma hugmyndir um framtíð mannkynsins, stundum í formi skáldsagna, er sumar hverjar hafa vakið feikna athygli. Þá er þar ekki ósjaldan getið um ýmsar nú- tfma bókmenntir, sem fjalli um þessi mál, oft af furðumikilli nákvæmni. En það er sameiginlegt með öllum þessum ritum, að höfundar þeirra miða athafna- og atburða- svið sitt við tímabilið frá 1980—2000. Leyfi ég mér að vitna hér í eina slíka frásögn: Arið tvö þúsund er töfrandi ártal. En hafa menn gert sér grein fyrir, að innan rúmra 30 ára mun talan 2000 standa letruð á almanakið, sem hangir í eldhúsinu? Ef ekki, þá er tími til þess kominn. Framtíðin breytist óðum í nútíð og það, sem verra er, framtíð okkar hefir ekki jafn sakleysislegan svip og framtfð þeirra, sem lásu á dagatal fyrir 100 árum. Fram- farir í tækni og vísindum valda erfiðleik- um, sem aukast með ári hverju og mun að lokum leiða til öngþveitis, ef ekki verða ráð í tíma tekin og reynt að undirbúa komu framtíðarinnar. Dæmi þessa er mengun andrúmslofts- ins og saurgun jarðvatns. Urgangsefni frá verksmiðjum og samgöngutækjum, jafnvel frá mönnum, ógna nú þegar heilbrigði fólks og dýra. Eitraðar reykþokur hjúpa stórborgir og iðnaðarsvæði, fiskar drepast unnvörpum í ám og vötnum, sem taka við skólpi frá þéttbýli milljóna. Við þessari þróun hlýtur maðurinn að sporna. Afskiptaleysið kemur honum í koll. Arið 1962 var haldið þing vfsinda- manna í London. „Ciba Congress" og var verkefni þess „Framtíð mannsins, vanda- mál, sem á vegi hans kunna að verða, og lausn þeirra“. Eg sleppi hér að nefna þá heimsfrægu vísindamenn og nóbelsverð- launahafa, sem þar tóku til máls, en á meðal þeirra má þó nefna Julian Huxley, sem margir kannast við. A þessu þingi varð til ný vísindagrein, sem hlaut nafnið „Tutuologi“ eða „fram- tíðarfræði“. Er hlutverk hennar kerfis- bundnar rannsóknir og niðurskipan á framtíðarheimi mannkyns, eins og hann mun að líkindum verða. Fjöldi vísinda- manna hefir nú þegar lagt ýmislegt af mörkum til þessarar greinar, dregið upp framtfðarmyndir og fundið hugsanlega lausn hugsanlegra vandamála. Skulum við nú skyggnast lítið um í hugmyndaheimi þessara manna. Þeir álíta, að árið 1975 muni VesturTEvrópulönd hafa náð þeim lífsstuðli, sem Bandaríkjamenn nú búa við, en framfarir þróunarlandanna verði minni. Árið 2000 hafa Bandaríkjamenn enn forustu á sviði tækni, vísinda og stjórn- mála. Um næstu aldamót eiga 9 af hverj- um 10 Bandaríkjamönnum og 7 af 10 Evrópubúum, heimili í stórborg. Er talið að Bandaríkin ein verði að reisa borgir fyrir hundrað millj. manna á næstu 30 árum. Um borgir þessar mun leika til- búið andrúmsloft, hitað og hreinsað af úrgangsefnum. Einbýlishús verða sjald- séð, en þeirra í stað blasa við augum feikna miklar íbúðarsamstæður, tengdar verzl- unum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Mikillar byltingar er að vænta í heim- ilistækni, og má þar fyrst nefna tölvuna (Computer). Árið 2000 verður tölvan jafn sjálfsagður hlutur inn á heimilið og sím- inn er nú. Hún verður til mikils hagræðis fyrir fjölskylduna, útfyllir skattskýrsluna, gerir áætlun um næstu sumarleyfisferð og semur kennsluskrár í kennsluvélar barn- anna, en slíkar vélar hafa þá tekið við hlutverki skólans. Árið 2000 munu vélknúin gerfimenni hjálpa húsmóðurinni við heimilisstörfin. Hð fyrsta slíkrar tegundar var í desember 1966 til sýnis í verzluninni Macys í New York og vakti að vonum geysiathygli við- skiptavina. Gerfimenni þetta hefir konu- líki (málin 95 — 60 — 90) og nefnist Roberta. Það er gætt margvíslegum hæfi- leikum, getur m. a. sagt fram setningu, eins konar afsökun, t. d. þegar hún brýt- ur matardisk við uppþvott: — Fyrirgefið, en handliðirnir eru nýsmurðir. Að vísu nægir þetta ekki til að halda uppi and- ríkum samræðum við húsmóðurina, en reiknað er með, að slík gerfimenni verði orðin málgefnari um árið 2000. Talið er, að gerfimenni verði notuð við sorphreins- un og að þeim verði falið að hafa eftirlit með skolpræsum og sjá um viðhald þeirra. Eldhús framtíðarinnar verða næsta sjálf- virk. Til dæmis verða gólfþvottar úr sög- unni. Húsmóðurin klædd pappírsmorgun- kjól, ýtir einungis á hnapp og innan stundar er gólfið gljáþvegið og skínandi eins og pjáturtöflur frúarinnar. I eldhús- inu verður tölva, er semur matseðil dags- ins til samræmis við fæðusmekk fjöl- skyldumeðlimina og sendir pantanir til matvöruhússins. Örbylgjuofnar breyta hráu í soðið á 3—4 sekúndum. Mataræðið verður án efa nokkuð frábrugðið því, sem nú er, t. d. gefst kostur á kjarnalausum plómum, og þá munu fást gómsætar steikur, fram- leiddar úr þara. Og fleiri verða þægindin, t. d. fást litlar töflur við nöldursemi, er þeim launað í mat þess, sem haldinn er slíkum kvilla. Fleiri slík lyf verða á boð- stólum. Árið 2000 verður vinnudagur hins al- menna borgara þannig: Hann vaknar endurnærður af draumvana lyfgerðum svefni. Hann gleypir 200 hitaeininga morgunpillu og skolar óbragðið úr munni sér með frískandi gerfimjólk. Eftir neðanjarðarbrautum þýtur hann í rafmagnsbifreið á vinnustað. Næstu 7’Á klst. situr hann í rykúrgangsefna- og hávaðalausri verksmiðju, þrýstir á vél- tippi og les af mælum. Þá heldur hann aft- ur til síns heima, snæðir ljúffenga nauta- steik úr grænþörungum, fær sér hóflegan skammt af LSD, sem er frískandi og nærandi drykkur og horfir síðan á lit- sjónvarpið. Engum verður þá íþyngt með vinnu utan vélanna. Árlegt sumarleyfi Evrópubúa verður 13 vikur. I Bandaríkj- unum verður komin 4 daga vinnuvika og sérhver starfsmaður fær tveggja til fjög- urra mánaða ársleyfi. Meðalárstekjur verða 1 milljón króna. Tímans vegna verð ég að sleppa að geta um fleiri undur veraldar. Mun sumum þykja nóg að gert, þó hér sé staðar numið. í síðari umferð umræðnanna gefst mér kannske kostur að ræða um fleira nýstár- legt. Þó vil ég að lokum geta þess, að árið 2000 er talið að maðurinn muni geta ráðið kynferði barna sinna, ráðið litarafti og 10 — F A X I

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.