Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1971, Side 1

Faxi - 01.01.1971, Side 1
OTO Fyrsti vélbáturinn í Sandgerði Forsíðumyndin að þessu sinni er af fyrsta vélbátnum, sem gerður var út frá Sandgerði, árið 1907. Myndin er af málverki, sem Aki Gránz gerði eftir fyrirsögn vélstjóra bátsins, Olav Olsen. Málverkið, sem er í eigu Miðnes- hrepps, er merkur þáttur minja úr at- vinnusögu Suðurnesja. Þessi mynd ætti að vera hvatning til þess að gerðar séu fleiri slíkar myndir, sem tengdar eru sögu byggðarlaganna hér syðra. Það má óhætt fullyrða, að vel gerðar myndir eru sjálfri Sögunni í engu ógagn- legri en hið ritaða orð og ber því að varð- veita þær, séu þær til. En finnist engar sltkar myndir, er sögulegum tilgangi þjóni, að þá sé leitast við, eins og hér hefir gert verið, að fá tiltæka listamenn til að gera sem nákvæmastar myndir eftir minni hinna gömlu manna, sem bezt kunna skil á atvinnuháttum liðins tíma og sjálfir störfuðu við þau atvinnutæki, sem þá voru í notkun, en heyra nú fortíðinni til. Er myndin hér að ofan gott dæmi um það, hvað hægt er að gera í þessum efnum, ef trútt minni og listrænir hæfileikar háld- ast í hendur. Það mun hafa verið formaður Iðnaðar- mannafélagsins, Eyþór Þórðarson, sem átti frumkvæðið að því að þessi sérstæða mynd úr atvinnusögunni var gerð. Á árshátíð Iðnaðarmannafélags Suður- nesja, þann 6. nóvember s. 1., minntist hann Olav Olsens og hins merka þáttar atvinnulífsins hér, — upphafs vélbátaút- gerðar í Sandgerði. Hallgrímur Th. Björnsson.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.