Faxi - 01.01.1971, Qupperneq 3
Bjarni Þorkelsson skipasmiður var fæddur
að Asum í Skaftártungum, en fluttist þaðan
á öðru ári að Borg á Mýrum og ólst þar
upp. Hann var sonur sr. Þorkels Eyjólfs-
sonar, er var prestur á Borg og síðar á Stað-
arsfað á Snæfellsnesi. Bjarni lærði ungur
söðlasmíði í Reykjavík, fór svo vestur á
Snæfellsnes og var verzlunarmaður i Olafs-
vík nokkur ár, en fékkst þó alltaf öðru hvoru
við smíðar.
Bátasmíðar stundaði hann um langt ára-
bil, fyrst í Olafsvík og þar í grennd, en síðan
í Reykjavík. Bátar, smáir og stórir, smíð-
aðir af Bjarna, munu hafa skipt hundruð-
um. Hann faim upp nýtt lag á bátum, og
reyndi þar að sameina það tvennt, að bát-
arnir væru ganghraðir, en verðu sig þó vel
fyrir sjó. Lagði hann mikla vinnu í þessar
tilraunir og þótti takast mjög vel, enda
fengu bátar hans gott orð á sig mcöal sjó-
manna og voru eftirsóttir.
Eftir að bátavélar tóku að flytjast inn,
voru þæð fyrst settar í gamla fiskibáta, sex-
róna, og gafst það furðanlcga. En vélamar
og bátamir áttu ekki saman. Vélarálagið
kom allt á einn stað og þurftu því vélbátar
að vera byggðir úr traustu efni og með öðru
lagi en seglbátar og róðrarbátar. Bjami tók
þá enn upp nýtt lag á vélbátunum, sem
þótti henta mjög vel, enda smíðaði hann
fjölda marga vélbáta og liafði hann um 10
manns í vinnu við bátasmíðamar til þess
að anna eftirspuminni og hafði þó hvergi
nærri undan, svo eftirsóttir voru bátar hans.
Sem mikilliæfur skipasmiður var Bjarni
ekki einungis kunnur hér heima á Islandi,
hcldur náði frægð hans á þessu sviði einnig
til útlanda. Hann hafði samband við véla-
verksmiðju þá, er framleiddi og seldi vélar
í íslenzka fiskibáta og fékk Iagi vélanna
breytt til samræmis við nýrri bátana og ís-
lenzkar aðstæður. Sagt er að útlcndur eig-
andi stórrar bátasmíðaverkstofu, liafi fengið
hjá Bjarna bátslíkan, 5 feta langt til að sjá
eftir lag og verk.
Heimildir úr mánaðarritinu Óðni, 1. árg.
1906.
um útgerð á þessum árum. Hann hafði
eitt sinn komið að Sandgerði og litizt svo
á Sandgerðisvík, að þar mætti hafa vél-
bát, ef tryggilega væri um búið. Björn lét
svo sigla Gammi til Reykjavíkur um
haustið, því hann hafði þá gjört ráðstaf-
anir til að gjöra hann út frá Sandgerði
næsta ár.
Vil ég nú ofurlícið segja frá, hvernig
til gékk og öilum þeim erfiðleikum, sem
fyrsta útgerð vélbáts í Sandgerði átti við
að stríða. Er mér það ljósast sem for-
manni bátsins. Varla hafði ég mótorvél
séð og aldrei út í bát komið með vél í
gangi. Björn var sjálfur ágætur vélamaður
og hjá honum hafði verið mótoristi á
Gamminum síðastliðið sumar og í suður-
ferðinni norðan um 'land, bráðflinkur og
hugkvæmur norskur piltur, mig minnir
16—17 ára gamáll þá. Hvíldi á piltinum
norska allur vandi um öryggi vélar. Virt-
ist það svo samvizkusamlega gjört, sem
kostur var á. Varð svo þessi piltur mótor-
isti hjá mér á Gammi og þar með fyrsti
vélstjóri á vélbát í Sandgerði. En það var
Olav Olsen, nú ketilsmiður og vélsmiðju-
eigandi í Ytri-Njarðvík.“
Þennan þátt skráði formaður bátsins á
ell'iárum sínum, hinn kunni Suðurnesja-
sjósóknari og formaður á fyrstu áratugum
þessarar aldar, Magnús Þórarinsson frá
Flandastöðum á Miðnesi.
Olsen á góðar minningar frá sjómanns-
árum sínum í hinum ýmsu verstöðvum
hér á landi á frumbýlisárum vélbátaút-
gerðar. Þó fislkveiðar eða sjómannslífið
við Islandsstrendur hafi ekki reynzt eins
einfalt og munnmælasögur hermdu heima
í Noregi.
Fyrir ókkur, sem erum svo mjög háð
vélarafli og vélknúnum tækjum í öllum
ok'kar störfum, er það harla ótrúlegt, að
aðeins séu tæp 64 ár síðan Suðurnesja-
menn háðu alla sína lífsbaráttu án nokk-
urrar vélanotkunar, bæði á sjó og í
landi.
Frá þeim tíma, að vélbátaútgerð hófst
hér á landi hefur Islendingum fjölgað um
meira en hélming. Mikill gróandi hefur
verið í þjóðlífinu og stórstígar framfarir
á öllum sviðum. Segja má að á umræddu
tímabili hafi byggð Islands verið reist frá
grunni. Með tilkomu vélbátaútgerðar hefst
nýtt tímabil í atvinnusögunni, sem gjör-
breytti bögum Islendinga. Þó á ýmsu hafi
gengið hefur vélbátaútgerð reynzt mjög
ábatasamur atvinnuvegur, er óx ört á
fyrstu áratugum þessarar aldar. Kaupstað-
ir og sjávarþorp risu up við hafnir þar
sem stutt var á fengsælustu fiskimið í ver-
öldinni, þar með hefst iðnvæðing Islands
með tilkomu nýrra atvinnugreina, en þær
byggðust allar á vexti fiskveiða.
Það má fullyrða, að það sé ævintýri lík-
ast, að núlifandi Islendingar og ’nér á
meðal okkar, hafi verið þátttakendur í
upphafi vélanotkunar hér á Suðurnesjum.
Starfsævi okkar gömlu manna í dag, er
tímabil allrar véltækniþróunar og stór-
virkra athafna með þjóð okkar.
Lífssaga Olavs Olsens er bókarefni, hér
væri því um hið ákjósanlegasta verkefni
fyrir sagnritara, að sikrá þátt úr atvinnu-
sögunni á sviði véltækni og járniðnaðar,
þjónustuþátt í þágu sjávarútvegsins, eftir
hinum stálminnuga og ferska gamla
manni áður en fennir í sporin.
Eyþór Þórðarson.
Magnús
Þórarinsson
formaður skráir
endurminningar
sínar á
elliárunum.
FAXI — 3