Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1971, Síða 5

Faxi - 01.01.1971, Síða 5
Guðjón Kíemenzson Guðjón Klemenzson. Þann 4. janúar s. 1. varð Guðjón Klem- enzson læknir sextíu ára. I önn og erli áramótanna mun afinælið hafa farið fram hjá ýmsum vinum Guð- jóns og kunningjum, sem gjarnan hefðu viljað eiga þess kost að taka í hönd hans og samgleðjast honum og fjölskvldunni á þessum merkis- og heiðursdegi hins mæta manns og hugþekka samborgara. Guðjón er fæddur á Alftanesi. Foreldrar hans voru Auðbjörg Jónsdóttir og Klem- enz Jónsson kennari og skólastjóri. Guðjón hóf nám við Menntaskólann á Akureyri 1930, en hvarf frá námi um sinn sákir heilsubrests. Stúdentsprófi lauk hann síðar við Menntaskólann í Reykja- vík og hóf þá læknanám við háskóla Is- lands. Að námi Idknu hér heima hvarf hann til framhaldsnáms við Med'ical College of Virginia Hosp. í Richmond, Vancouver. Kom Guðjón þá heim og hóf læknisstörf, starfaði við sjúkrahúsið á Akureyri, var um tíma læknir hér í Keflavík en gerðist þá héraðslæknir í Skagafirði með búsetu á Hofsósi, en þar í héraði starfaði hann við miklar vinsældir til ársins 1954, er hann á ný fluttist hingað suður og hefir verið hér starfandi læknir síðan. Guðjón er bæði ósérhlífinn og harðdug- legur læknir, heppinn og hollráður. Á það reyndi mjög á lækmsárum hans nyrðra, eftir því sem mér er tjáð af kunn- ugum, enda voru þar miklar vegalengdir og oft erfiðar samgöngur, þegar veðra- r læknir, sextugur hamur vetrarins og snjóþyngsli réðu þar ríkjum. Við slíkar aðstæður mun dugn- aður og hjálpfýsi Guðjóns hafa aflað hon- um margra og góðra vina, og hafa þeir hæfileikar leitt til sömu útkomu um Suð- urnes. Vinsældir hans hér eru bæði miklar og verðskuldaðar. Eg er einn þeirra mörgu, sem afmælis- dagur læknisins fór fram hjá og því flyt ég honum nú síðbornar afmæliskveðjur og hlýjar framtíðaróskir okkar hjónanna. Hallgr. Th. Björnsson. Veiðiferð Eftir góðan drauma dúr, drengir fóru í veiðitúr. Kvöddu sínar frjálsu frúr. Ferð þeir hófu bænum úr. Keyrðu bíl um leiðir lands 'langa vegi, ekkert stanz, styggðist allur fugla fans, fjörugan við hjóladans. Svifu þeir um sanda mels sveipaðir geislum fagrahvels. Vissu ei af angri éls, austur í sýsílu Skaftafells. Sér til arðs og unaðar áarsprænu fundu þar. Fjöldi þar af fiskum var, fóru að hreifast stángirnar. Vilja allir veiða lax verða helzt að fá hann strax. Eftir ferða brölt og bax, bíða þreyttir næsta dags. Þegar sólin signir frón sveipar geislum vatnalón, röskir drengir ræsa sjón, reyna flugu, maðk og spón. Þarna fagur fiskur tók, festi sig á öngulkrók. Mannsins hyggja mjög er klók, mikla veiðistöng hann skók. Laxa veiddu, tugi tvo, tóku nú að hreinsa og þvo. Afflann lögðu í skottið sko. Skjótt ti'l náða gengu svo. Ollum gleymdu þrautum þar, þessir góðu félagar. Margt þar gott á góma bar, gripu oft til stökunnar. Ágúst L. Pétursson. Loks var nóttin liðin öll ljómar sól um grænan völ'l. Skilja þeir við gljúfra gjóll og glæsilega veiði höll. Eftir dýrðlegt veiði vés viku inní bíl til hlés. Hollur með þeim byrinn blés beindi för á Reykjanes. Greiddist ferðin gæfurík, gleðilegu sporti lík. Hratt þeir keyrðu hjóla tík, heim í gömlu Keflavík. Ágúst Líndal Pétursson. Leiðrétting. I síðasta tbl. Faxa — jólablaðinu, þar sem sagt er frá 9. þingi Landssambandsins gegn áfcngisbölinu, slæddist inn ein meinleg villa, í niðurlagi greinarinnar, að formaður Sam- takanna er nefndur Páll V. Líndal, en á að vera Páll V. Daníelsson, eins og raunar ljóst má vera og fram kemur á öðrum stað í téðri frétt. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessari prentvillu. FAXI — 5

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.