Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1971, Qupperneq 8

Faxi - 01.01.1971, Qupperneq 8
Frá nýliðnum jólum Nú um s. 1. jól léku veðurguðirnir við okkur Islendinga eins og bezt mátti verða. Stillur og hlýviðri héldust í hendur allan síðari hluta desembermánaðar og veðr- áttan var eins og á gróandi vori eða aflíð- andi sumri. Verður nú gecið þess helzta sem gerðist fyrir og eftir hátíðarnar hér í Keflavík og nágrenni. Sunnudaginn 20. desember voru tendruð ljós á gríðarmiklu jólatré á auða svæðinu sunnan Tjarnargötu, gegnt skrúðgarðin- um í Keflavík. Var tré þetta gjöf frá Kristiansand í Noregi, sem er vinabær Keflavíkur. Kveikt var á trénu við hátíð- lega athöfn, þar sem Lúðrasveit Kefla- víkur lék nokkur lög. Fyrsti sendiráðsrit- ari norska sendiráðsins á íslandi, Lars Langöker, flutti stutt ávarp, um leið og hann afhenti tréð, en forseti bæjarstjórnar Keflavíkur, Tómas Tómasson, þakkaði hina góðu og fallegu gjöf, sem var til hins mesta yndisauka hér um hátíðina. Annars var Keflavíkurbær fagurlega skreyttur nú sem löngum áður. Stór og ljósum prýdd jólatré höfðu verið sett upp framan við ýmsar opinberar byggingar staðarins, t. d. sjúkrahúsið og eliiheimilið, símstöðvar- turninn var ljósum prýddur að vanda, auk þess sem fjölmargir íbúar Keflavíkur höfðu skreytt garða sína og glugga marg- l'itum ljósasamstæðum. Messur og kirkjusókn. Kirkjusókn í Keflavíkurprestakalli var ágæt nú um hátíðarnar, að sögn sóknar- prestsins, sr. Björns Jónssonar, en hann telur hana fara vaxandi með ári hverju. Eru þetta ánægjulegar fréttir, einkum þó þegar þess er gætt, að auk þeirra, sem kirkjur sæ’kja, eru fjölmargir, er að stað- aldri hlýða á útvarps- og sjónvarpsmessur í heimahúsum, sem oftast ber upp á sama tíma og guðsþjónustuhald kirknanna, t. d. á öllum stórhátíðum ársins. Jólasöngvar í Keflavíkurkirkju. Þenna sama dag, 20. desember, voru haldnir jólasöngvar í Keflavíkurkirkju, þar sem saman sungu þrír kórar kirkj- unnar, þ. e. aðálsöngkór Keflavíkur- kirkju, Æskulýðskór kirkjunnar og barna- kórinn. Auk þess söng þar Karlakór Kefla- víkur og tveir kórar af Keflavíkurflug- vel'ii. A þessum hljómleikum söng Haukur Þórðarson einsöng, Brynjar Gunnarsson frá Hafnarfirði lék á trompet og æsku- lýðskórinn og trompetlei'karinn framfluttu jólasöng eftir Siguróla Geirsson organ- ista og stjórnanda æskulýðs'kórsins við mi'kla hrifnin/gu kirkjugesta. Ritninga- lestur á þessum jólasöngvum önnuðust fimm stúlkur úr gagnfræðaskólanum. Aramótaskemmtanir voru haldnar í samkomuhúsunum, bæði hér í Keflavík og Njarðvíkum og fóru fram með líkum hætti og undanfarin ár. Eins og frá er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, var tíðin einkar hagstæð um hátíð- arnar. Áramótabrennur voru leyfðar 11 hér í Keflavík, en munu hafa verið eitthvað fleiri. Tókst hið bezta til með þessar brennur og voru margar þeirra til verulege yndisauka fyrir bæjarbúa, sem þetta kvöld voru mikið úti við. sakir veðurblíðunnar. Ekki hafa blaðinu borizt fréttir af slysum þetta kvöld eða öðrum teljandi óhöppum og mtm óhætt að fullyrða, að þessi áramót hafi í heild farið friðsamlega fram hér í Keflavík og nágrenng sem ætti öllum að vera fagn- aðarefni. H. Th. B. F A X I óskar lesendum sínum og öðrum velunnurum gleðilegs nýs árs.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.