Faxi - 01.08.1977, Síða 5
Viö skulum leiöa hugann aö því aö
formaðurinn á áraskipinu fer árla
dags á fætur, gáir til veöurs, því aö þá
er engin veöurþjónusta, fer síðar um
kotin og kallar, þ.e. ræsir skipshöfn-
ina. Hún bregöur skjótt viö og innan
tíðar eru allir komnir til skips í nausti,
hver maöur skinnklæddur og kominn
aö sínum keip. Þaö fyrsta sem þeir
gera, er aö þeir taka ofan og signa sig.
Þá er losað um skoröur og formaður-
inn segir: Áfram nú í herrans nafni. —
Samtaka ganga nú allir til verks og
setja skipiö á hlunnum fram í vörina,
og þegar skipið flýtur, hoppa allir
léttilega upp í, og setjast undir árar,
en formaðurinn kemur fyrir stýri. —
A vetrarvertíö voru skipin flest tíróin,
kölluö teinæringar.
Þegar ýtt hefur veriö úr vörinni er
fyrst róiö yfir Lóniö á Járngerðar-
staðavíkinni og fram á snúning, en
þaö er hættulegasti staðurinn þegar
brim er. Þegar snúningi er náö, er
stefnan tekin út Víkina, en þá taka
allir ofan, og halda þó róörinum
áfram, en um leiö sameinast skips-
höfnin í Ijóðlátri sjóferöabæn. Þegar
bænin er á enda setja menn upp
sjóhattinn á ný. Þannig hefsl sjóferð-
in. —
OG FORÐA ÞVÍ FRÁ
ÖLLU GRANDI
Ef til vill er verið meö línu, þá er
hún lögö þegar komö er fram á miö,
eöa þá aö veriö er aö vitja um netin.
Y firleitt er hraöi í öllum verkum og
kostur þótt þaö aö vera fljótur á sjó,
því aö á skammri stund skipast veður
> lofti. — Glöggir formenn geröu sér
fljótt grein fyrir því, hvort farið væri
>tö brima eöa ekki. Þeir sáu þaö á
öldunni og þaö engu síöur þótt í logni
væri.
Þegar komiö var aö landi og sjó-
feröin var á enda var þaö venjan aö
tveir fremstu ræöararnir lögöu upp
ararnar áöur en komiö var í vörina.
Þeir voru kallaðir framámenn og tóku
sér í hönd „kolluband" og settust
b'aman á kinnungin og höföu þaö
þýðingarmikla og vandasama starf
'neö höndunr aö taka skriö af skipinu
þegar þeir sjálfir höfðu fengið fót-
^estu, og halda því á floti á meðan
fiskurinn var seilaöur þ.e. dreginn
UPP á snæri, sem kallaó var seilaról,
því aö engin var þá bryggjan til aö
landa viö. Seilaról var þannig gerö, aö
á öörum endanum var tréspjald en á
hinum endanum var lykkja. Lykkjan
var þrædd í auga á seilarnál, sem
venjulegast var tiltelgd úr hvalbeini.
IVleö seilarnálinni var svo fiskurinn
seilaöur upp á seilarólina og þegar
allir höföu lokið við þaö, voru seilar-
ólarnar sameinaöar og bundnar viö
streng eöa tóg, sem fesi var viö kletta-
nöf í fjöruborðinu. Á meðan þessu fór
fram haföi formaöurinn nóg aö gera
viö aö halda skipinu í horfi í vörinni
meö sérstökum krókstjaka, sem til
þess var ætlaður. Þannig unnu þeir
saman formaðurinn og framámenn-
irnir, aö því aö halda skipinu í réttu
horfi og foröa því frá öllu grandi. Var
þaö oft erfitt verk og vandasamt, ef
og geröu út um skiptin meö því að
annar sneri frá, en hinn spuröi t.d.
hvort viltu heldur sporö eöa haus, lófa
eöa laska, skaft eöa blað, hæl eða tá
og sitt hvað fleira mátti nota til aö
gera út um skiptin. — Síðan gerði
hver aö sínum aflahlut.
Hér áöur fyrr var talið að vetrarver-
tíö byrjaöi 2. febrúar ár hvert og
lokadagurinn var óumdeilanlega 11.
maí. í vitund fólksins var lokadagur-
inn mikill hátíöisdagur, sérstaklega ef
vertíðin haföi veriö gjöful og stór-
skaðalaus.
Á tímum áraskipanna var þaö mjög
algengt, aö ungir og frískir bændasyn-
ir austan úr sveitum og víöar aö, fóru
í verið út í Vík þ.e. Grindavík, og
dæmin voru þess, aö þeir komu ár
eftir ár, sömu mennirnir og voru hjá
\mlxiltir (li) lcii(l(i í (Irittdavík.
sogadráttur var í vörinni og mikil lá.
HVORT VILTU HELDUR,
SPORÐ EÐA HAUS?
Þegar skipiö haföi verió sett í naust
var næsta verkefnið aö bera aflann
upp á bakinu, um annað var ekki aö
ræöa. Fiskurinn var borinn upp á
svokallaöri biröaról, einnig úr snæri,
en miklu styttri en seilarólin. Hver
maður bar þaö sem hann vildi í einu
og var stundum keppni um þaö hve
marga fiska var hægt aö bera í einni
ferð. Fiskurinn var borinn upp á
svokallaðan skiptavöll og þar skipti
formaurinn aflanum í köst. Það var
reyndar kallaö aö skipta í fjöru.
í kastinu voru 2 hlutir. Síðan var
dregiö um köstin og þar sem 2 menn
voru um kastið skiptu þeir á milli sín.
sama formanninum og á heimilum
þeirra og annara, sem aö útgeröinni
stóöu. Þessir menn voru á þeim tíma
kallaðir útgerðarmenn þ.e. þeir voru
geröir út. Með þessum mönnum og
heimamönnum var náiö samstarf,
sem leiddi oft til traustrar vináttu og
samhjálpar í erfiðri lífsbaráttu. Og
trúlega munu þeir menn enn finnast,
sem eiga hugljúfar minningar um
samveruna í verinu og kveöjustund-
irnará lokadaginn 11. maí.
$
FAXI — 5