Faxi - 01.08.1977, Qupperneq 10
ÖFLUG STARFSEMI L.G.
Kristinn Reyr, höfundur Ó, trúboðs- hylltur, af samkomugestum, ásamt
dagur dýr, hlaut mikið lof fyrir leik- leikurum.
þáttinn, á kvöldvökunni og var ákaft
Fyrsta kröfugangan
í Keflavík.
Fyrsta kröfugangan sem sögur fara af í Keflavík, var 1. maí s.l. Gengið var
frá húsi Verkalýðsfélagsins í Keflavík, undir félagsfánum, kröfuspjöldum og
rauðum fánum, að Félagsbíói, þar sem sex launþegafélög í Keflavík og
nágrenni efndu til skemmtunar með fjölbreyttri dagskrá. Einnig var kaffisala
í húsi Verkalýðsfélagsins. Fór allt vel og skipulega fram og var aðildarfélög-
um til hins mesta sóma.
Leikfélag Grindavíkur hefur sýnt
mikla athafnasemi í vetur. Hvorki
meira né minna en þrjú verkefni voru
tekin til meöferðar. „Allir í verkfall,“
þar næst „Gasljós" og seinast var efnt
til glæsilegrar Grindavíkurvöku, þar
sem efnið var grindvískt eingöngu.
Höfundar voru ýnrist búsettir í
Grindavík, eða höfðu dvalið þar mik-
inn hluta æfi sinnar.
Þótt leikfélagið hafi orðið að hopa
svolítið á hæl með húskynni, færa sig
úr Festi í Kvennó, með Gasljós og
vökuna — er það síður en svo að þeir
hafi sigið niður á við í flutningi á
þeim verkefnum sem glímt var við.
Gasljósið, undir stjórn hins snjalla
leikstjóra, Magnúsar Jónssonar, var
vönduð og vel leikin sýning, — sú
besta sem undirritaður hefur séð hjá
L.G. Öll gerðu þau Lúðvík Jóelsson,
Erna Jóhannesdóttir, Guðveig Sigurð-
Margrét Sighvatsdóttir, söng nokkur
lög, með miklum ágætum, með undir-
leik, Eyjólfs Ólafssonar.
ardóttir, Kristín Pálsdóttir, Gunnar
Tómsson, Halldór Ingvason og
Róbert Tómasson, hlutverkum sínum
góð skil.
Grindavíkurvakan var gott tillag og
tilbreyting í menningarlífið og von-
andi koma fleiri leikfélög þar á eftir.
Furðu margir höfundar leynast meðal
FAXI — 10