Faxi - 01.08.1977, Page 14
I dag verður til moldar borinn
að Útskálum Sveinbjörn Stein-
grímur Árnason, Kothúsum í
Garði, en hann andaðist aðfara-
nótt 3. júni s.l. á Borgarspitalan-
um á 78. aldursári.
Sveinbjörn var fæddur í Kot-
húsum 2. október 1899. Foreldrar
hans voru Árni Árnason útvegs-
bóndi þar, ættaður úr Skaftafells-
sýslu, og Guðrún Sveinbjarnar-
dóttir bónda i Sandgerði. Svein-
björn var eina barn þeirra hjóna,
en dóttir Guðrúnar af fyrra
hjónabandi var Þorbjörg Stein-
grímsdóttir, sem var gift séra Páli
Sigurðssyni i Bolungarvik. Var
hún 14 árum eldri en Sveinbjörn,
en mjög kært var með þeim alla
tíð.
Árni faðir Sveinbjarnar var
dugnaðar útvegsbóndi, og reisti
hann húsið i Kothúsum. Árni dó
1901, þegar Sveinbjörn var
tveggja ára, en Guðrún móðir
hans 36 ára. Guðrún var dugmikil
kona, og hélt hún áfram búskap
og útgerð í Kothúsum. Nokkrum
árum síðar giftist hún Þorvaldi
Þorvaldssyni og bjuggu þau í Kot-
húsum við góðan efnahag fram til
1930 að þau fluttust til Kefla-
víkur, og gerðist Þorvaldur þar
fiskimatsmaður.
Sveinbjörn var þegar í bernsku
bókhneigður og námfús og haust-
fð 1914 tók hann inntökupróf í
Menntaskólann, lauk gagnfræða-
prófi 1917, en nokkru síðar hvarf
hann frá menntaskólanámi og
stundaði ýmis verzlunarstörf í
Reykjavik næstu árin. En 1925
fluttist hann með fjölskyldu sina í
Kothús og hóf kennslu við barna-
skólann í Gerðum, árið 1927 tók
hann kennarapróf og var síðan
kennari við skólann og síðan
skólastjóri frá 1943 til 1952, er
hann hvarf frá kennslustörfum.
— Allir, sem til þekktu, ljúka upp
einum munni um það, að hann
hafi verið ágætur kennari og
stjórnsamur skólastjóri, allur agi
og umgengni í skólanum til fyrir-
myndar.
Jafnframt skólastarfinu stund-
aði hann útgerð og fiskverkun í
Kothúsum, svo sem verið hafði
Minning:
SVEINB JÖRN ÁRNASON
IKOTHÚSUM
Fæddur 2. okt. 1899 Látinn 3. júní 1977.
þar alla tíð, fyrst i smáum stíl, en
smám saman jukust untsvifin við
þessi störf, og fór svo, að Svein-
björn hætti skólastjórn árið 1952
og helgaði siðan starf sitt útgerð
og margs konar fiskverkun. Ný og
ný hús voru reist með margs kon-
ar tækjum, og kann ég ekki frá
því að greina í einstökum atrið-
um. En hitt
veit ég, að Sveinbjörn var þar i
fararbroddi um alla umgengni og
hreinlæti, og fiskverkunarhús
hans voru jafnan sýnd útlendum
sem innlendum sem fyrirmynd í
þessum efnum. Sveinbjörn átti
Hka mikinn þátt í hinum ýmsu
samtökum fiskframleiðenda. Hin
síðari ár dró hann sig að mestu í
hlé frá daglegum störfum, þó að
hann fylgdist með öllu, og hafa
Gunnar sonur hans og aðrir
haldið áfram starfi hans á sömu
braut.
Árið 1921 kvæntist Sveinbjörn
Sigríði Ágústu Sigurðardóttur úr
Reykjavík. Hún lézt árið 1936,
aðeins 34 ára. Þau eignuðust þrjá
syni, og voru þeir á 14. 5. og 3. ári
er Ágústa féll frá. Synir þeirra
eru: Ágúst, doktor I efnafræði,
búsettur í Bandarikjunum og
starfar hjá DuPont, Þorvaldur
Örn rafmagnsverkfræðingur, líka
búsettur i Bandarikjununf starfar
hjá Western Electric, báðir
kvæntir bandarískum konum, og
Gunnar Ragnar, sem stundaði
nám, fyrst i menntaskóla og siðan
við bandarískan verzlunarskóla
og er nú framkvæmdarstjóri við
fiskverkunarstö’ð Sveinbjarnar
Árnasonar hf, kvæntur Þóru
Halldórsdóttur.
Árið 1944 kvæntist Sveinbjörn
eftirlifandi konu sinni önnu
Steinsdóttur úr Skagafirði. Þau
eignuðust tvær dætur; Eddu,
gifta Sigurði Rúnari Elíassyni raf-
magnstæknifræðingi, og
Guðrúnu, gifta Gunnlaugi Gunn-
laugssyni skipstjóra. Þeir Rúnar
og Gunnlaugur vinna báðir við
fiskverkunarstöð Sveinbjarnar
Árnasonar hf.
Þetta er i örstuttu máli hin ytri
atvik í lifssögu Sveinbjarnar
Árnasonar, sem nú er á enda.
Við Sveinbjörn hittumst fyrst,
er við seítumst i 1. bekk Mennta-
skólans haustið 1914. Við vorum
26, en nú eru flest farin. Flest
vorum við Reykvikingar, en
Sveinbjörn utanbæjarmaður,
feintinn í fyrstu og alltaf prúður,
en hann kynntist okkur fljótt.
Hann bjó i 3 vetur einn í rúmgóðu
kvistherbergi á efstu hæð Iðn-
skólans, og var þar oft gestkvæmt
af okkur mörgum bekkjarbræðr-
um hans, sem bjuggum við
þrengri húsakost. Þar ræddum
við vandamál þeirra tima; stríðio
sem þá var nýbyrjað, en þó
einkum pólitík, sjálfstæðisbar-
áttuna, og var Sveinbjörn heitur
sjálfstæðismaður, eins og við
flestir. Oft fórum við á stjórn-
málafundi til að hlusta á ræður
stjórnmálamannanna og urðum
þá stundum hrifnir og stundum
fyrir vonbrigðum.
Við ræddum vitanlega um skól-
ann og skólafélagana og félags-
lífið í skólanum, sem var mikið og
alvarlegt á þessum árum, og tók
Sveinbjörn mikinn þátt i þvi.
Stundum kom jafnvel fyrir, að við
læsum lexiurnar okkar saman. Og
þar brugguðum við ýmis barna-
brek til að hafa í frammi. Svein-
björn varð því fljótt vinsæll og
kunningjamargur. Við urðum
fljótt sérlegir vinir og ræddum
ýmis trúnaðarmál, og hefur sú
vinátta haldizt siðan. Þetta eru
dýrlegir tímar í endur-
minningunni.
Af skólafögunum hafði Svein-
björn mestan áhuga á sagnfræði,
og mig minnir, að hann hafi ein-
hvern tima þá minnzt á það við
mig, að hann langaði til að leggja
stund á þá fræðigrein. Var það
einkum persónusaga, sem hann
hafði áhuga á.
Sveinbjörn las alla ævi mjög
mikið einkum hin siðustu ár og þá
einkum þess háttar bækur. Hann
var mjög minnugur og var ákaf-
lega vel að sér i þeim fræðum og
fróður um fólk, bæði látið og
lifandi. Hann átti stórt og mjög
gott og fallegt bókasafn, mest
sagnfræðibækur og önnur fræði-
rit og ljóðabækur.
Þó að Sveinbjörn hyrfi úr skóla,
þegar önnur áhugamál kölluðu,
hafði skólinn mótað hann og
menntað í sínum anda, anda
fróðleiks og virðingar fyrir lær-
dómi og skýrri hugsun. Hug-
stæðastar voru honun. minning-
arnar úr skólanum, og þær
rifjuðum við oft upp. Flestir vinir
hans höfðu verið þar bekkjar-
bræður hans, eða verið við nám
samtimis honum. Allir synir hans
höfðu verið þar lærisveinar um
lengri eða skemmri tíma. Hag
skólans bar hann lika mjög fyrir
brjósti og sýndi það i ýmsu.
Skýrslur skólans átti hann flestar.
Þó að leiðir okkar Sveinbjörns
skildust í skólanum, og við færunt
sinn í hvora áttina, hittumst við
oft, og er við höfðum báðir
staðfest ráð okkar, tókst góð vin-
átta milli heimilanna. Þær eru
ótaldar ferðirnar, sem við hjónin
höfum farið suður i Kothús,
einkum hin siðari ár, eftir að um
hægðist hjá okkur. Og þar höfum
við notið hinnar ágætustu gest-
risni hjá Sveinbirni og Önnu.
Eftir dýrlegan kvöldverð
settumst við gjarnan inn i litla
„kontórinn" við skrifborðið og
röbbuðum saman eða hlustuðum
á Önnu fara með falleg kvæði,
sem hún kann svo mörg, en hún
er mjög ljóðelsk. Þetta eru ljúfar
minningar, sem við geymum i
huga okkar, og þökkum fyrir.
Það er erfitt að finna orð til að
lýsa vinum sínum. Um Svein-
björn get ég helzt sagt þetta:
Hann var drenglundaður, heiðar-
legur og vinfastur maður, prúður,
hlédrægur og hæglátur,
snyrtimenni og fyrirmannlegur í
allri framkomu sinni.
Nú er hann horfinn sjónum að
sinni. Við sem nutum þess að
þekkja hann, söknum góðs
drengs.
Við hjónin vottum konu hans,
börnum og öðrum aðstandendum
samúð okkar.
Einar Magnússon.
1 síðasta tölubl.
láðist að geta þess að
Heimir Stígsson tók
forsíðumyndina af
Skipasmíðastöð
Njarðvíkur.
14 — FAXI