Faxi

Volume

Faxi - 01.08.1977, Page 18

Faxi - 01.08.1977, Page 18
Ingveldur Einarsdóttir frá Garðhúsum—Minning Góðan daginn Grindvíkingar, hljómaði í raddmiklum flutningi söngvarans sem lokastef við minningarræðu, er Anna Bjarna- dóttir flutti í útvarpið í tilefni 110 ára afmælis föður hennar, dr, Bjarna Sæmundssonar, sem var alla ævi Grindvikingur af lifi og sál, þótt starfsvettvangur hans væri að mestu annars staðar. í æskustöðvastemmningu gekk ég út að glugganum og horfði suður yfir skagann. Grindavikurfjöllin voru undurfögur í kvöldsólinni. í sama mund kom heiðlóa fljúgandi að sunnan og settist á grasflötina framan við gluggann minn. Hún var þreytuleg og angurvær f kvaki. Það var eins og hún vildi flytja mér boð, sem ég gat þó ekki numið. — Símhringing rauf þennan þankagang. í simanum var Sigurður Rafnsson að til- kynna mér lát móður sinnar, Ing- veldar Einarsdóttur frá Garðhús- um í Grindavík. Hún var ein þeirra Grindvikinga er dvaldi langdvölum utan æskubyggðar- innar, en sótti þangað jafnan hamingju og yndi. Ingveldur var trúuð kona og hugmyndir hennar um framhaldslif stuðluðu vel við kveðjustundina — þegar sálin yfirgefur hrjáðan likama. Það var þvi að vonum að sólroðin suður- fjöllin skörtuðu sinu fegursta til að fagna heimkomu frjálsrar lif- andi sálar, einnar mikilhæfustu konu er' Grindavík hafði alið. Hljómar Kaldalónslagsins og er- indi önnu, náfrænku Ingveldar, þar sem óvenjulegir töfrar æsku- stöðva eru fléttaðir inn í sögu visindamannsins, áttu þá ákveðið erindi til þessarar kveðjustundar — einnig lóan, vorboði nýs lífs og breyttra hátta. Ingveldur var mikil hæfileika- kona, greind og gjörhugul. Ég man eftir henni frá frumbernsku minni — löngu áður en mat á kvenkostum kom til, svo sem feg- urð, andlegt og likamlegt atgervi en af slíkum kostum hafði hún yfirbuði. Hún hafði slikt fas og framkomu að jafnvel barnið greindi yfirburðina. Hlýja i garð fátæks drenghnokka festi rætur, sem entust ævilangt. Hún ólst upp á fjölmennu heim- ili, við ágæt efni og góðar aðstæð- ur í Garðhúsum, þar sem stjórn- semi og hóflegur agi sameinaði snyrtilega mikil umsvif í búskap mikilli útgerð og öllum greinum fiskiðnaðar þess tima og lengi vel einu verzlun byggðarlagsins. Atorka og athafnasemi hlaut að vera i fyrirrúmi. Ingveldur var gædd góðum námsgáfum. Hún lauk námi við Kvennaskólann í Reykjavik, þar sem hún kenndi siðar. Jafnframt lærði hún að aka bíl og varð fyrsta konan á islandi sem lagði það fyrir sig að ráði, og ók bifreið sinni til síðasta æviárs. Það vakti aðdáun okkar barnanna i Grindavik er hún kom akandi á fyrstu „drossíu" i eigu Grindvík- ings, Einars í Garðhúsum. Þegar fram liðu stundir óx athafnasemi hennar. Hún giftist Rafni Sig- urðssyni, ágætum manni og far- sælum skipstjóra. Þau stofnuðu Eimskipafélag Reykjavikur ásamt föður hennar og fleirum og voru þau hjónin mjög virk i stjórnun þess lengi vel. Allmörg ár bjuggu þau í Grindavík, byggðu Hvol og bjuggu þar. Þá hófu þau útgerð og fiskverkun, sem rekstrarlega hvildi oft á herð- um hennar. Á þessum árum sat hún í sveitarstjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins — fyrst grindviskra kvenna. Þar lét hún menningarmál mikið til sín taka, var m.a. formaður skólanefndar og byggihgarnefndar nýja barna- skólans, sem þótti mikið og myndarlegt hús á þeim tima. Við lausn þess verkefnis sýndi hún mikla hæfni til að takast á við vandasöm og stór verkefni. öllum bar saman um að þar hefði fáum tekizt betur. Ingveldur sat i stjórn Kvenfélags Grindavikur og var nokkur ár formaður þess, en það stóð jafnan fyrir miklu menning- ar- og fræðslustarfi, efndi til fjölda námskeiða fyrir konur, auk fjölþættrar skemmtistarfsemi, hélt t.d. uppi mikilli leikstarfsemi i áratugi. Þá átti Ingveldur lengi sæti i Kvenfélagasambandi Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Hún tók við formennsku í landeigenda- félagi Járngerðarstaða og Hóps og stjórnaði þvi í 24 ár, en baðst undan endurkjöri á aðalfundi fyr- ir 6 mánuðum, þá orðin fársjúk. Hún var lagin og snjöll mála- fylgjumanneskja, skapmikil en hófsöm og mannþekkjari góður. Henni farnaðist vel i hamingju- sömu hjónabandi, hún var traust og góð húsmóðir, sem mikið reyndi á vegna athafnasemi og oft langrar fjarveru húsbóndans á höfum úti. Alls staðar þar sem hún lagði huga og hönd að félagslegu starfi hlaut hún trúnað og traust, virð- ingu og vinarþel allra er hlut áttu að málum. Eins og fyrr segir giftist hún Rafni Sigurðssyni skipstjóra 23. mai 1929, en missti hann eftir langra og góða sambúð, er hann varð bráðkvaddur um borð i skipi sínu úti í Noregi 12. sept. 1960. Þau eignuðust tvö börn, Ólafíu, sem gift er Níelsi P. Sigurðssyni sendiherra i Bonn. Þau eiga 3 börn. Sigurð skipstjóra, sem kvæntur er Sólveigu Ívarsdóttur hjúkrunarkonu og eiga þau 3 börn. Um leið og ég þakka Ingveldi vináttu og langt samstarfi á liðn- um árum, flyt ég börnum hennar og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Tómasson. Einn hinna tögru veðurdaga þessa einstæða vors, þegar sólin brosti hvað glaðast og lífið kvikn- aði allt um kring í grænum grös- um og blöðum trjánna — einn þeirra daga með fuglasöng i lofti, þegar lífið virtist hafa svo greini- legan vinning — einn slikan dag fyrir skömmu kom dauðinn lika til skjalanna með fréttinni um að Inga frænka mín væri látin. Lokið var strangri sjúkralegu með óumflýjanlegum sigri dauð- ans. Einstætt líkamsþrek hafði lengt lifdagana síðasta spölinn langt fram yfir það, sem teljast hefði mátt eðlilegt. Samt kemur kveðjustundin alltaf jafn mikið á óvart, þótt hún hafi verið i sjön- máli vikum saman. Þótt allir hafi vitað að hverju dró, og jafnvel vonað að þungri legu lyki senn. Og þótt öll getum við verið þess fullviss, að eitt sinn skal jarðvist okkar ljúka. Og hugurinn líðu yfir það lífs- skeið þessa heims, sem lokið er. Minningar skjóta upp kollinum. Fimm eða sex ára drenghnokki kemur í heimsókn til Ingu frænsku sínnar, sem býr skammt frá heimili drengsins. En snáðinn er árrisull, og það veit frænkan. Það hefur því orðið að samkomu- lagi þeirra i milli að drengurinn hringdi ekki dyrabjöllunni fyrr en búið væri að draga eldhús- gluggatjöldin frá. Og sá stutti situr á tröppunum og bíður. Svo er dregið frá, drengurinn hringir, gengur inn og eí ævinlega fagnað vel, fær appelsínu eða epli, en fyrst og fremst hlýlegt viðmót. Svo líða ár. Enn er litið inn til Ingu frænku á stundum, en nú fremur til að ræða málin en þiggja epli eða appelsinu. Sama hlýlega viðmótið. Og það er gott að ræða málin við hana og þiggja ráðgjöf. Hún er bæði hollráð og réttsýn og hefur reynslu, sem kemur sér vel. Miðlar líka fúslega af henni. Enn líða árin, og nú ber fund- um varla saman nema á tyllidög- um fjölskyldunnar. Alltaf sama elskuléga frænkán, sem gott er að ræða við. Vel heima á fjölmörgum sviðum, hrókur alls fagnaðar og heldur gjarnan ræðustúf yfir ætt- ingjahópnum við hin hátiðlegustu tækifæri. Ákveðnar skoðanir á hlutunum koma skýrt fram. Hún fer ekki dult með þær. Það er ekki hennar aðferð að laumast. Hún segir skoðanir sínar umbúða- laust. Og enn fleiri minningar koma upp í hugann. Miklu fleiri en verða nefndar hér. Allar hlýlegar. Ingveldur Einarsdóttir fæddist þann 27. april 1899, og var þvi á 79. aldursári, er hún lézt. Hún var dóttir hjónanna Ólafíu Ásbjarnar- dóttur og Einars G. Einarssonar í G:rðhúsum í Grindavik. Ingveld- ur stundaði nám í Kvennaskólan- um í Reykjavik og lauk þvi. Þann 23. mai 1929 giftist hún Rafni A. Sigurðssyni, skipstjóra. Bjuggu þau fyrst í Reykjavik, siðan um margra ára skeið í Grindavik, eri loks siðustu samvistarár sin að Rauðalæk 65 i Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru Ólafia, gift Niels P. Sigurðssyni, ambassador i Bonn, og Sigurður, stýrimaður, kvæntur Sólveigu Ivarsdóttur, húkrunarkonu. Mann sinn missti Jngveldur 12. sept. 1960, þegar Rafn heitinn lézt um borð i skipi sínu, m.a. Kötlu, i norskri höfn. Ingveldur starfaði ötullega að félagsmálum, og þá einkum á Grindavikurárum þeirra hjóna. Þar var hún i stjórn og formaður Kvenfélagsins á staðnum, tók við formennsku í skólanefnd af föður sinum, og gegndi þvi starfi um árabil, auk þess sem hún átti um skeið sæti i hreppsnefnd. Hér er aðeins stiklað á stóru varðandi merkan þátt Ingveldar í félags- málum á bernsku og unglingsár- um islenzks félagsmálastarfs, þeg- ar verulega reyndi á hæfni og þroska þeirra, sem til forstöðu voru valdir. Hún hafði hvort tveggja til að bera. Ekki skorti heldur áræðið, sem vissulega hef- ur þurft til að gerast ein fyrsta konan á íslandi til þesj að aka bifreið og taka til þess próf. Þetta er nefnt sem dæmi, því að þótt ekki þurfi kjark til sliks i dag, var viðhorfið annað fyrir mörgum áratugum, um það leyti sem fyrstu bifreiðarnar voru að koma til landsins. FAXI — 18

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.