Faxi

Volume

Faxi - 01.08.1977, Page 20

Faxi - 01.08.1977, Page 20
Guðlaug Guðjónsdóttir, kennari Framnesi, Keflavík. í síðastu Faxa voru minningagreinar um frænku mína og vinkonu Guðlaugu I. Guðjónsdóttur, skrifaðar af vinum hennar og samkennurum, þeim Hall- grími Th. Björnssyni og Riígnari Guð- leifssyni. Fallegar greinar en hvérgi of sagt um jafn vitra konu og góðgjarna. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var Guðlaug sérlega fallcg kona. Svipur hennar og öll framganga var svo ósnortin af tilgerð eða sýndar- mennsku. Allt, sem hún sagði eða gerði hafði göfugan tilgang. Það snér- ist allt um að fræða og fegra hugarfar og háttu æsku héraðsins — leitaðist við að skapa fegurra mannlíf. Að því markmiði vann hún sleitulaust af mik- illi atorku frá unglingsárum til hárrar elli — meðan kraftar entust. Hennar blessunarríka starf verður seint full- þakkað. Þegar Guðlaug var sextíu ára orti Hallgrímur Th. Björnsson fallegt Ijóð um hana, eins og hún og hennar starf korn honum fyrir sjónir. Ljóðið kom með fyrrgreindri minningargrein Hall- gríms, cn cin mikilvæg Ijóðlína féll niður og kemur Ijóðið því hér aftur. Jón Tómasson LEIÐRÉTTING Undir grcin um þátt Rögnvaldar Sæmundssonar að stofnun Fjöl- brautarskóla Suðurnesja féll höfundar- nafn niður, en það var: Gunnar Sveinsson, formaður skólanefndar. Þinn hugur snemma hneigðist bóka til, á heimi mennta og lista kunni skil. En frelsisþráin þrýsti að ungu hjarta. Þú tókst að kenna, köllun þeirra trú sem kærleiksverkum unna, líkt og þú, og vilja þessa veröld hreina og bjarta. Að mannlífsgróðri hlúir höndin þín, svo hugans frækorn geti notið sín, hún eykur lífsþrótt ungviöinu smáa. Þú fimum höndum ferð um liljublað, til fagurs lífs svo vaxa megi það, úr duftsins smæð í ljóssins heiðið háa. Þitt líf, þitt starf, er helgað sumri og sól, og smælingjarnir finna hjá þér skjól. Þú hjálpar góðum guði til að skapa. Því munu börnin blessa þig í dag og biðja þér til handa um gæfuhag, að auðnusól þín aldrei nái að hrapa. Meö heiöri og sæmd viö margþætt merkisstörf að mannheill vannstu, alltaf sönn og djörf. Þú veittir ljúfa leiðsögn hverju barni. Ég veit þinn andi enn á létt um flug, þín æska heldur velli, hvetur dug hinns unga manns, á hörðu lífsins hjarni. . .“ faxi — 20

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.