Faxi

Árgangur

Faxi - 01.08.1977, Blaðsíða 22

Faxi - 01.08.1977, Blaðsíða 22
Þorkötlustaðahverfi. voru ljeð leigulaust. Til tryggingar vitnisburðum og áliti um framför, fékk jeg síra Bfynjúlf Gunnarsson á Kirkjuvogi til að vera prófdómara, ásamt mjer. Kennsla og próf fór fram eins og skýrt er frá í skýrslu kennarans, Péturs Guðmundssonar, og meðflg. vitnis- burðarskírteini af 28. febrúarþ.ár. Eins og kennarinn hafði sýnt sjer- lega alúð, áhuga og iðni við kennsl- una, eins kom það og fram við prófið, að börnunum hafði farið fram og nokkur tekið sjerlegum framförum, og hefur kennslan í þetta fyrsta skipti borið meiri ávöxt, heldur en búizt var við, sem ég þakka eingöngu hæfileik- um, áhuga og lagi kennarans, því að við margt var að stríða. Foreldrar og vandamenn barnanna haf látið í ljósi ánægju sína yfir fram- förum barnanna, og óska mjög að skóla verði árlega haldið áfram úr þessu, sem jeg og vona að verða muni þótt vertíðarafli hafi brugðist í vetur svo að ekki eru tiltök að leita sam- skota, einkum þar búizt er við að hinir sömu einstaklingar og áður, leiði sig hjá, að styðja að uppfræðingunni. Það ber þessvenga brýna nauðsyn til, að þessi kennslustofnun fái þann styrk af opinberu fé, sem hægt er, bæði til þess að eignast ýmislegt er að kennslunni lýtur t.a.m. hnött, landa- bréf, myndir dýra og fugla m.fl., og sjerílagi til þess, að geta haldið góðum kennara.“ — KENNSLUSTOFNUNIN SÁRAFÁTÆK AF ÁHÖLDUM Það er bæði forvitnilegt og fróðlegt til samanburðar við nútímann, að lesa skýrslu kennarans um barnafræðsl- una í Grindavíkurhreppi þennan fyrsta vetur árið 1888 til 1889. Þar segir m.a.: „Kennslan byrjaði 2. dag oktober, og stóð yfir til 25. febrúar- mánaðar. Á þremur stöðum var kennt, Stað, Garðhúsum og Hrauni, eina viku í senn á hverjum stað. — Börn þau er tilsagnar nutu voru alls 25 að tölu. Kennslustundir voru 5 á hverjum degi. Jólaleyfi fengu börnin 23. desember en byrjað var aptur að kenna 2. janúar, auk þess fengu börn- in frí einn dag í nóvember með sam- þykki skólanefndarinnar, aðrir dagar hafa ekki fallið úr. Hinn 27. febrúar var próf haldið að Stað. Kennarinn reyndi börnin í öllu því er þau höfðu lært, í áheyrn próf- dómendanna, sem voru sóknarprest- urinn, séra O. V. Gíslason og Bryn- júlfur prestur Gunnarsson í Kirkju- vogi.“ Kennarinn lýkur skýrslu sinni með þessum orðum: „Ég skal leyfa mér að taka það fram, að kennslan gat engan veginn borið jafn mikla ávexti og hún hefði átt að geta gjört, veldur því mjög, hve kennslustofnun þessi er sárfátæk af öllum nauðsynlegum áhöldum, það má segja, að hún eigi ekkert af því, sem skólar þurfa og eiga að hafa, til þess að kennsla geti orðið að notum í þeim.“ HEIÐRUM MINNINGU ÞEIRRA SEM RUDDU BRAUTINA Þessar skýrslur eru merkilegar heimildir um framlag séra Odds til alþýðufræðslunnar í Grindavík, og skýrsla kennarans ber þess vott, að hann hefur tekið starfið alvarlega, enda árangurinn eftir því. Það vekur athygli hvernig hann segir frá kennsl- unni, og gerir t.d. greinarmun á því, að hafa lært kverið, og að hafa lesið það. Þannig voru námskröfurnar þá og vissulega heyrði ég gamla menn, sem notið höfðu kennslunnar, lofa kennarann fyrir þann námsárangur, sem þeir náðu, en það bar þeim saman um, að hann hafi verið æði- strangur, og lítt mögulegt að komast hjá að læra hjá honum. Pétur Guðmundsson mun hafa kennt hér í tvö ár, en varð síðar nafntogaður kennari á Eyrarbakka. — Hér var í upphafi frækorni sáð, og enginn mátti vita hvar og hvenær það bæri ávöxt. Eitt er þó víst, að þetta brautryðjendastarf var ekki unnið fyr- ir gíg, enda vel og skynsamlega að því staðið. Því ber okkur að þakka og hafa í heiðri minningu þeirra manna, sem ruddu brautina og lögðu grunn- inn að þeim manndómi og menningu, sem við byggjum á í dag. Svavar Ámason FAXI — 22

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.