Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 7

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 7
Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar Þess hefur verið farið á leit við undirritaðan, að hann bætti við grein sem birtist í Faxa, 3. tbl. 1980, um elstu báta Suður- nesjaflotans og Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar, sem lét byggja þá í Fredrikssund í Danmörku. Komu bátarnir til landsins 1931. Aðdragandi að stofnun félagsins var gjörbreytt ástand í hreppnum. Upp úr 1920 tóku ungu mennirnir að ráða sig á togara. Til dæmis var togarinn Baldur, sem gerður var út frá Reykjavík, að mestu mannaður Strandaringum. Skipstjóri á Baldri var Þorgrímur Sigurðsson frá Knarrarnesi og stýrimað- ur Gísli Gunnarsson frá Skjaldarkoti. Þorgrímur var ásamt fleiri hreppsbúum hluthafi í Baldri. Afleiðing þessa var að bændurnir gátu ekki mannað opnu skipin og lagðist því út- gerð þeirra að mestu niður og margir fluttust burt úr hreppn- um. Á þessum árum fóru margir bæir í eyði. Til gamans má geta þess að einn þeirra sem var að flytja spurði mig: „Ertu ekki orðinn leiður á að vera hérna, Jón?“ Ef til vill segja þessi orð nokkuð um ástand það sem hér ríkti. BYGGÐIN VAR AÐ FARA í AUÐN Árið 1928 fórust þrír af fyrir- vinnum heimilanna í Suður- hverfinu í Vogum og auk þeirra dó einn á sóttarsæng. Var ég þá einn eftir af vinnufærum karl- mönnum á sex bæjum í Suðurhverfinu, en auk þessara sex bæja voru fjórir bæir í Norð- urhverfinu. Hafa því verið allstíu bæir í Vogunum á þeim tíma. Eitthvað varð nú til bragðs að taka til að forða því að ekki færi hér allt í auðn. Var þá farið að ræða um vél- bátaútgerð og var Árni Kl. Hall- grímsson aðat-hvatamaður að því að stofnað var Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar. Félagið var stofnað á samvinnugrundvelli. mniökugjald var 10 krónur á mann en allir báru sameiginlega ábyrgð á fjárreiðum félagsins. Það tók að sjálfsögðu nokkurn tíma að undirbúa þennan félags- skap, enda má segja að í mikið hafi verið ráðist miðað við að- stæður. Allt varð að byggja upp frá grunni, báta, bryggju og hús. Stofnfundur var síðan hald- inn 20. júlí 1930. Stofnfélagar voru átján. Voru þeir allir bænd- ur að tveim undanskildum. Eru nú aðeins tveir þeirra á lífi. Skrá yfir stofnendur er dagsett 17. september 1930 og nöfn þeirra eru talin í lok greinarinnar. Fyrsta stjórn var þannig skipuð: Sveinn Pálsson bóndi Hábæ Jón G. Benediktsson bílstjóri Suðurkoti Þórður Klemensson bóndi Minni-Vogum Erlendur Magnússon bóndi Kálfatjörn Guðni Einarsson hreppstjóri Landakoti. Árni Kl. Hallgrímsson bóndi Austurkoti var ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir félagið. Eftir stofnun félagsins var gengið frá samningi við Eggert Kristjánsson & Co., en hann var timboðsmaður fyrir skipasmíða- stöð í Fredrikssund. Samið var um smíði tveggja báta sem byggja skyldi þar og hvor þeirra vera 22 tonn að stærð með 66/76 hestafla Tuxham vélum. Bátarn- ir hlutu nöfnin Huginn og Mun- inn eftir hröfnum þeim sem Flóki flutti með sér til íslands og vís- uðu honum á land. Huginn kom til landsins nokkru eftir áramót 1931 og hóf hann veiðar í byrjun vertíðar. Muninn var síðbúnari og tafðist hann einnig vegna ísa á dönsku sundunum. Kom hann ekki fyrr en nokkuð var liðið á vertíð. Var því fenginn leigubátur í hans stað þar sem allur mannskapur var þegar ráðinn. Bátur þessi sem hét Erik var gömul skúta, 27 tonn að stærð. Hann flaut illa aö bryggjunni sem fór að mestu á þurrt um stórstraumsfjöru. Varð oft að nota uppskipunarbáta til að flytja fiskinn á land. Það er af bryggjusmíðinni og húsbyggingunni að segja, að undirbúningur var hafinn þegar eftir samningsgerðina um smíði bátanna. Vinna við þessar fram- kvæmdir hófst þegar leið að hausti. Mjólkurfélag Reykjavík- ur útvegaði efni og lánaöi Ú.V. með góðum kjörum. Þess má geta héraðflestirstofnendurút- gerðarfélags Vatnsleysustrand- ar voru félagar í Mjólkurfélagi Reykjavíkur. Segja má að M.R. hafi gert félaginu kleift að ráðast í þessar framkvæmdir. Við smíðina var unnið allt haustið og fram að vertíð, en þá var verkinu að mestu lokið. Vinnukraftur var nær eingöngu fenginn innan- hrepps en yfirsmiður við bryggjugeröina hét Þóröur Frímannsson af Akranesi, hörku duglegur maður. Bryggjan var eingöngu byggð úr timbri, var hún 84 m að lengd en breiddin var aðeins 3 metrar. Varð því að aka aftur á bak aðra leiðina oft í myrkri, því engin lýsing var, en allt gekk það slysalaust. Húsið sem byggt var var ein hæð með risi. Niðri var aðstaða fyrir bátana tvo, aðgerðar-, sölt- unar- og beitingarpláss. Á loft- inu var verbúð og mötuneyti fyrir þá sem á þurftu að halda. VERÐHRUNIÐ MIKLA Við ýmsa byrjunarörðugleika var að etja þessa fyrstu vertíð, og ber þar fyrst að nefna hvað ann- ar báturinn kom seint til lands- ins. Það er af aflanum að segja þessa fyrstu vertíð, að hann var mjög góður, mikill fiskur barst á land. Þrátt fyrir þennan mikla afla voru horfurnar langt frá því að vera góðar því á þessu ári, árinu 1931, varð þaö mesta verð- fall á verkuðum saltfiski sem um getur hér á landi að ég hygg. Til dæmis um það er, að Ú.V. seldi 400 skippund upp úr salti um loki á 54 krónur hvert skippund til aö fá peninga til brýnustu þarfa. Engin bankalán fengust þá út á óseldar afurðir. Annars var það taliö mikið Muninn og Huginn við bryggju félagsins í Vogum. Bátar þessir hafa verið mikil happa- og aflaskip þrátt fyrir háan aldur. Jón Benediktsson, útgeröarmaður óráð að selja saltfiskinn óverk- aðan. Það sem eftir var, um 1000 skippund, var fullverkað (þurrk- að) og selt um haustið. En þá fékkst aðeins 53 krónu meðal- verð fyrir skippundið (skippund af fullverkuðumfiskieru 160 kg). Ótrúlegt en satt, það kostaði 40 krónur að verka skippundið. Var þetta að sjálfsögðu reiðar- slag fyrir félagið svona á fyrSta ári þess. Það komst aldrei úr þeim skuldum er þá mynduðust. Vissulega voru fleiri en Ú.V. sem lentu í erfiðleikum þetta ár, en þeir sluppu þó betur sem seldu snemma á árinu og voru þegar á traustum fótum. Upp úr þessu verðhruni var Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda, S(F, stofnaö. Seldi félagið allan saltfisk árið 1932. Komst þá þegar meira jafnvægi á söluna þegar hún var á einni hendi. Ég tel að þessi sölusamtök hafi bjargað þjóðar- búinu frá miklum voöa, þar sem saltfiskur var aðal útflutnings- vara landsmanna á þeim tíma. Arni Kl. Hallgrímsson var framkvæmdastjóri félagsins til 6. sept. 1932. Var þetta ekki talið fullt starf og launin samkvæmt því lítil. Margir fundir voru haldnir á heimili Árna og margir áttu þangað eins og gefur að skilja erindi. Alltaf var mönnum boðið upp ágóðgerðirsem kona hans sá um af mikilli rausn. Þegar Árni hætti tók ég við starfi hans. Lítið var fyrir bátana aö gera utan vertíðar, þó sér- staklega ásumrin. Sumarið 1933 gerði Ú.V. samning við Sam- band íslenskra samvinnufélaga um veiði á síld í reknet. Voru þetta 1000 tunnur af síld sem lögð var á land í Reykjavík. Hug- inn veiddi síldina á stuttum tíma og var því góð útkoma á því út- haldi. Skipstjóri á Hugin var Auðunn Sæmundsson. Snemma á vertíöinni 1933 gerði aftaka veöur af vestri (í FAXI - 87

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.