Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 10

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 10
landfræðilegum líkum. Lítiðverðurí dag sagt um hvers vegna frumbýl- ingar Keflavíkur völdu sér einmitt búsetu þarna, en ekki annars staðar við víkina. Trúlega hafa landkostir ráðiö einhverju. Víða í sveitum landsins standa bæir hærra en landið umhverfis. Allt frá landnámstíð hefur slíkt veriö talið öruggast. Bæjarstæðið á Duustúni hefur getaö verið valið með svipuð sjónasrmiö í huga. Einnig má bæta við, sem ekki er þýöingarminnst: Eignarhald á land- inu. Framan af átti Stór-Hólmur land í Keflavík til móts við Njarövíkinga. Um samband landeigenda viö ábúendur og útlenda kaupmenn, er harla lítið vitað. Ritaðar heimildir geta um selstööu Leirubænda viö Rósaselsvötn ofan við Keflavík, áður en byggö hófst f Keflavfk. (Handritiö Lbs. 2671, 4to Suðurnesjaannáll i Landsbókasafni). Gömul þjóðsaga hermir, að byggðin við víkina hafi hafist sem selstaða frá Hólmi. Fátt er i dag sem sannar það, utan að Kefla- víkurbærinn stóð upphaflega i Hólmslandi. Það segir að vísu sitt. En tæplega hefur selið sjálft verið í Keflavík, hér var ekkert vatn, í mesta lagi bithagi búfjár. Við Rósaselsvötn var aðstaðan betri. Og eftirtektar- vert er, að þegar Keflavikurlandi er skipt frá Leirulandi, verður það á kostnað Keflavíkurbónda, þar sem vötnin verða áfram eign Leirumanna en mörkin rétt viö. Vin í eyöimörk hefur alltaf verið eftirsótt, einnig í þetta sinn. Ekki er ólíklegt að Leirumenn hafi haft hér útræði, því vafalaust hafa þeir reynt að hagnast af landinu. Þó hafnaraðstaða sé ekki góð fyrir stór skip á Keflavík, var alls ekki verri aö- staða hér fyrir opin skip en annars staöar á Suðurnesjum. Bergið og Vatnsnesið skýldi víkinni, en víðast annars staðar er ströndin óvarin. Því er ekki ósennilegt að hingað hafi snemma komið vermenn til róðra. Tæplega þó margir, því undarlega hljótt er um Keflavík í elstu heimild- um sem kunnar eru. Um 1720 eiga Leirumenn og Njarð vikingar itok i Keflavik (Fornbréfa- safn II, bls. 77). En hvenær landinu var skipt frá Hólmslandi verður ekki séð í fljótu bragði. Engar heimildir geta Keflavíkur sem hjáleigu. Vera má að enn eigi eftir að finnast skráöar heimildirsem eru eldri en frá 1597 og staðfesta ábýli í Keflavík. Keflavík komst í konungseign um 1560, eins og fleiri Suðurnesjajarðir. Benda má á, að stofnun einokun- arverslunar 1602 hefur rennt nokkr- um stoðum undir búsetu í Keflavík. Þá fyrst var örugglega farið að reisa hér verslunarhús og í kjölfarið kom aukin atvinna fyrir Keflavíkurbónda og nágranna hans. Áður var verslun ótrygg og farmenn deildu um höfnina, því hefur minni staöfesta orðið af versluninni en ella. Kunnugt er, að sr. Hallgrímur Pétursson stundaöi atvinnu hjá Keflavíkur- kaupmanni um 1637. Það lætur að sönnu undarlega í eyrum, aö einok- unarverslunin hafi stutt að byggð hér, en líklega er það rétt. Á árunum fram aö 1789 er hér örlítil byggð utan um eina verslun á staðnum. Fólkersvofátt.aðtæplega er hægt að tala um nokkrar verulegar framfarir. Ekki stenst það, sem Guðleifur Sigurjónsson segir i söguágripi Keflavíkur í skipulags- bókinni frá 1973, að verslanir hér hafi veriö orðnar fleiri en ein árið 1692. Hann vitnar í gamlan annál, og segir að þá hafi verið framið „innbrot í Keflavíkurbúöir". Hér er lögð alröng merking í orðið búð. ( heim- ildinni er alls ekki átt viö orðið búö í nútima merkingu, heldur einstakt hús. Samsvarandi er t.d. sjóbúð, þingbúð o.s.frv. Auk þess er öllum kunnugt, að á einokunartímanum leyfðist ekki frjáls verslun. Ekki tíðk- aöist heldur að skipta sömu verslun í deildir, því flestir einkunarkaup- menn voru kunnari af ööru en lipurð við viðskiptamenn. Heimildin segir okkur hins vegar að hér hafi staðið nokkur verslunarhús, þar sem oröið ,,búð“ er í fleirtölu. Fram til 1789 hafa e.t.v. veriö hér fáeinar sjóbúöir og Iftil þyrping torf- bæja á svæöinu þarsem Keflavfk hf. er nú. Fáir bæri hafa staöið á versl- unarsvæðinu sjálfu, utan Keflavík- urbærinn. Skammt var til uppsáturs þar sem Stokkavörin var. Enn eru þekkt nokkur bæjarnöfn frá þessu svæði, t.d. Sjóbúð og Smiöjan. Neta- veiði verður algeng. Á tímabilinu hefur örtröð vaxið á gamla Keflavíkurtúninu, svo búskapur í kotinu hefur hjaönað niður vegna aukinna umsvifa. 2. Frá 1789-1870. Miklar breyting- ar verð. Einokun er aflétt i orði 1789. Þá byrjar Christen Adolph Jacobæus aö versla. Hann er fyrsti maðurinn sem kaupir sér borgara- bréf í Keflavík eftir að ný verslunar- lög taka gildi. Hann tekur við góðu búi af föður sínum og ávaxtar dyggi- lega. Hann verslaði þar sem Duus var síðar. C. A. stofnaöi verslanir í Reykjavík og Hafnarfirði og var í slagtogi með nokkrum mestu lands- kaupmönnum þeirra tima, m.a. Bjarna riddara Sívertsen. En líkur eru til að Bjarni hafi verslað í Kefla- vík um tíma (þess er þó hvergi getiö í Sögu Hafnarfjaröar, sem út kom 1933). Kaupmenn þessir áttu víða hagsmuni, m.a. á Norðurlandi. C.A. rak einhverja umfangsmestu verslun sem keflvískur kaupmaður hefur rekið fyrr og síöar. Ferill C. A. rís það hátt, að hann er einhver mesti tíma- mótamaður í keflvískri sögu. Á því skilið heitið „faðlr Keflavikur", sök- um umsvifa sinna. ( hans tið verða hér fyrst verulegar framfarir og þorpsmyndun skýtur öruggum rót- um. C. A. eignast fyrstur einstakl- inga allt gamla Keflavíkurlandiö eftir að konungssjóður selur. Heimildir benda til að C. A. hafi verið vel látinn af fólki og stundum hlaupið undir bagga þegar erfiðleikar steðjuðu að. Sonur hans erfði verslanirnar, en gekk illa, varö gjaldþrota og loks faktor í eigin húsum fyrir annan mann. Á tímabilinu fjölgar verslunum. Byggðin teygir sig frá Vesturgótu suður bakkann, að Tjarnargötu. I kjölfar þess byggist Melurinn (þar sem núerKirkjuvegurmilli Aðalgötu og Tjarnargötu) um ca. 1890. Þrfr fyrstu fslendingarnir reka verslanir Á tímabilinu fær þorpskrílið Kefla- vík fyrstu viðurkenningu löggjafans með verslunarréttindum 28. des. 1938. Eftirtektarvert er hve þróun byggðarinnar verður örari í kjölfar aukins frjálsræöis í landsverslun. Verslunarréttindi voru ávöxtur þess. Keflavík hættir um leið að vera úthöfn Reykjavíkur. Á tímabilinu veröur búseta tiltölu- lega staðföst, og stofnað er fyrsta fé- lagið, sem aðsetur hefur í Keflavík, Skotfélag. (búum fjölgar hægt. Stundum verða sveiflur í íbúafjölda, enda mátti lítið út af bera. Aðalverslanir verða þrjár og drepa af sér keppinauta, sem voru framan af. Einstaka efnaðir tómthúsmenn reisa sér timburhús skömmu eftir miðja öldina. Þorri fólks býr í torf- bæjum. Gamla Miöpakkhúsiö fylgir þessu tímabili, og er því eldra en seinustu Duushúsin. 3. Árln 1871-1881. Tímabil upp- byggingar hjá verslunum. Átjándu aldar húsin hætta að gegna hlutverki sínu og eru sum rifin. Til dæmis húsið sem Sveinbjörn Ólafsson verslaði í. ( staöinn reisir Fischer stórt tvílyft hús um 1881, sem enn stendur áhorni Vesturgötu og Duus- götu. En bygging Duusbúðarinnar markar þáttaskilin að því er virðist, sem fyrsta tvílyfta húsið í Keflavík (1871). Smiðir þess eru ókunnir, en sömu menn gætu hafa reist Bryggju- hús 1877, enda eru húsin lík. Knudtzonsverslun lætur rífa sitt verslunarhús, en Ungó er byggt í staðinn, um 1880. Ekki er þó öruggt að ártalið sé alveg rétt, og þvi er gerður fyrirvari á takmörkum tíma- bilsins. Frá þessu tímabili eru flest gömlu verslunarhúsin sem við þekkjum í dag. 4. Árln 1890-ca. 1906. Með stofnun Landsbankans 1885 auð- veldast aðgangur að lánsfé tiI húa og skipa. Áberandi fjörkippur færist í gerð timburhúsa, og skil nokkuð skörp við 1890 (sbr. veömálabækur). Tómthúsmenn yfirgefa hvern torf- bæinn af öörum. Um 1906 dregur nokkuð úrtimburhúsagerð, en aldan fjarar samt ekki út, þróunin heldur áfram. Torfbæir að mestu horfnir í lok tímabilsins. Timburhús byggjast inn á Hæð. Duusverslunin kaupir allt gamla Keflavíkurlandið og leggur stofn að mikilli þilskipaútgerð. Verslunin opnarskrifstofu íReykjavík undir lok tímabilsins. Þangað færist aðal- bækistöö starfsins. Innlendir keppinautar í verslun koma á ný til sögunnar við stækkun verslunarlóðar 1891. Hús frá tímabilinu standa enn og eru kjarni elstu húsa i Keflavík, er verslunarhúsunum sleppir. (búar eru 297 við aldamót og fjölg- ar nokkuð. 5. Frá 1907. öld steinhúsa og vél- báta. Byggt barnaskólahús úrsteini 1911-12, steinsteypt kirkja 1914-15. Bæði tímamótahús. Fyrstu meiri háttar mannvirki í þorpinu ásamt steingörðunum gömlu. Vélbátaútgerð hefst í byrjun tíma- bilsins, sem en eykur festu byggðar og þróun, með meiri afla og auknu fé. Sparisjóöurinn er stofnaður. Út- lán færast í heimabyggð og verða auðveldari. Keflavíkurhreppur stofnaður 1908, símstöð stofnsett sama ár. (búar rúmlega 300. Stofn lagður að þeirri miðstöð þjónustu og verslunar sem Keflavík er í dag. Vert er að veita athygli, að þróun húsageröar helst oft í hendur við at- vinnulegar framfarir. Þannig er Ijóst, aö sum timburhús i Keflavik bæði hækkuðu og stækkuðu, er bátar urðu stærri, um ca. 1925-30. Mörg þessara húsa standa enn, sum lítið breytt. Klampenborg við Túngötu er afsprengi þessa tímabils og markar tímamót í keflvískri húsageröar- sögu. Ég hef gerst nokkuð langorður um þróun byggðar i Keflavík, sem helst að nokkru í hendur við gömlu mynd- irnar sem ég drap á áður. Margt þarf að athuga í sambandi við keflvíska sögu, t.d. upphafið. Hver veit nema sterkar sönnur verði færðar á það síðar. Flest er hverfult, ekki síður í sagnfræði en öðrum greinum. Það sem stendur í dag getur verið fallið á morgun. Fræðimaðurinn verður að vera tilbúinn að prófa sínar tilgátur og annarra, velja og hafna, eftir þvi sem þörf krefur. Best er aö fræði- maöurinn sé búinn nokkru ímynd- unarafli, slíkt hjálpar. En sú gáfa má þó alls ekki verða á kostnaðefnisins, annars er hætt við að farið sé út í skáldskapinn. Fræðimaðurinn verð- ur ætið að vera tilbúinn að taka nýj- um niðurstöðum, jafnvel þó honum líki ekki allt sem aðrir en hann sjálfur benda ótvirætt á. Finnist ný heimild sem tekur af öll tvímæli um ákveðiö efni og stenst að verða sannprófuö, er sjálfsagt að fallast á hana. Komi hins vegar fram sterk gagnrök er stangast á umfjöllunarmálið, þarf að taka þau með svo langt sem þau ná. Aö velja og hafna, með rökum, þaö er hlutverk sögumannsins og leit- andans um leið. ( lokin langar mig að minnast á nokkur atriði tengd byggðasafninu. Áberandi er í blöðum (sbr. með gömlu myndunum í 3. tbl. faxa 1980) fyrirsögn eins og: „Byggöasafn Suðurnesja - Vatnsnes". Safniö er ekki Vatnsnes, þaö er á Vatnsnesl. Húsiö heitir því nafni og landiö umhverfis. Setningin segir ekkert, en mætti vera ögn skýrari. Nær væri að skrifa: „Byggðasafn Suðurnesja, Vatnsnesi" (setja kommu fyrir aftan -nesja og þágufallið í nes). Einnig mætti segja: „Byggðasafn Suður- nesja á Vatnsnesi", sem væri jafnvel enn betra og skýrara. Fyrsta setningin er oft notuð í fyrirsögnum og er mállýti að minum dómi. Einnig langar mig að drepa á bæklinginn, sem gefinn var út um leið og safnið var opnað. Útgáfan var að sjálfsögðu nauðsynleg og eðli- leg, en málfarið hefði mátt vera betra. öllum getur að vísu yfirsést í rituöu máli, en ég held að réttast sé að vanda frágang þess sem safnið sendir frá sér í nútíð og framtíð, vegna þess að það er nokkurs konar andlit þess út á viö, sem fer víða um land, fyrir margra augu. Sjálfsagt og eðlilegt er að fá einhvern til að yfir- líta handrit sem unnin eru í þágu safnsins áður en til prentunar kem- ur. Einnig er mikilvægt að lesnarséu prófarkir af slíku efni, því oft er prentvillupúkinn lúmskari en menn grunar. Safniö þyrfti aö láta prenta kort með myndum frá Suðurnesjum, gömlum og nýjum, ásamt merkum munum, sem i eigu safnsins eru. Framh. á bls. 108

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.