Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 22
Horft um öxl til liðinna tíma
Minningar Guðjóns M. Guðmundssonar
Guðjón, þegar við skildum síð-
ast, varst þú ásamt félögum þín-
um kominn um borð í Mínervu.
Þið œtluðuð að halda til Reykja-
víkur en urðuð að slá undan
yœðrinu og hald vestur fyrir eða
réttara sagt norður fyrir Önd-
verðarnes?
- Já, það var komið ofsarok,
og áður en við fórum úr skekt-
unni þá gengum við vel frá
henni. Við settum band um
þófturnar og bundum það við
stefnið. En Mínerva skreið
heldur betur, því það var komið
rok og hún var keyrð á fullu. En
þegar við komum vestur á móts
við nesið, þá allt í einu rifnar
kinnungurinn frá stefninu á
skektunni, öðum megin, og
hann rís upp úr sjónum og
skektan rifnar eftir endilöngum
kjölnum, og þar með datt annar
helmingurinn frá. Svo skárum
við hinn aftan úr. Svona fór
þessi góða skekta, sem Óskar lét
okkur hafa fyrir lífbát.
Svo beygjum við fyrir nesið,
því hugsunin var að komast inn
á Sand, ekki Ólafsvík, heldur
Sand, hann var nær.
Þó við værum komnir um
borð í Mínervu, vorum við ekki
þar með komnir undir þiljur.
Við komumst hvergi niður. Það
voru engir danssalir um borð í
Mínervu, hún var ekki það stór.
En þó var þarna margt fólk,
fleira en ég man eftir. Þar á
meðal var kona í koju alveg við
lúkarsgatið og með henni var
barn.
Við erum nú komnir vel
vestur fyrir nesið, erum að nálg-
ast Sand, þá stoppar vélin. Við
erum olíulausir. Við heisum
stórseglið og fokkuna og siglum
áfram. En þegar við höfum siglt
um stund og örstutt er orðið inn
á Sand, þá slitnar vanturinn á
stjórnborða og mastriðspringur
í sundur þar sem bóman snertir
það. En mastrið féll þó ekki.
Við erum höndum seinni að
fella seglin og ganga frá þeim.
Þá segir mótoristinn: „Það er
eftir svolítil olía, ég hugsa að
það verði nóg til að setja í gáng
og keyra inn á Sand.“ Hann
hitar upp og vélin fer í gang. Við
keyrum inn á Sand. En skömmu
áður en við komum þangað
fórum við skipbrotsmennirnir
fyrst niður. Við höfðum oftast
nær verið á dekkinu, því það var
svo þröngt í lúkarnum. Þegarég
svo er að fara niður, þá heyri ég
að konan sem var í kojunni rétt
við lúkarsgatið, segir: „Ég vildi
að þetta færi að taka af.“
„Hvað?“ segi ég. „Förum við
ekki í sjóinn?“ „Elskan,“ segi
ég, „við förum ekkert í sjóinn,
við erum bráðum komin að
landi og þetta basl er bráðum
búið hjá okkur.“ Mér fannst
hún róast svolítið við þessi orð
mín.
Við komum nú inn á Sand,
olían hafði dugað. Akkerið er
látið falla og neyðarflagg er
dregið upp. Og það skiptir eng-
um togum, að það er undireins
komið um borð til okkar. Við
spyrjum hvort þeir geti ekki
komið með olíu. Jú, jú, þeirfara
í land undireins og koma aftur
með tvær tunnur af olíu, sem
þeir draga á eftir sér. Við tök-
um tunnurnar inn á Mínervu og
þær eru losaðar. Þá segir Óskar
við þessa menn, sem á bátnum
eru: „Getum við ekki fengið
pláss hérna í landi, - herbergi?"
Því við vorum svo margir, að
það var ekki nokkur leið fyrir
okkur að vera þarna um borð.
„Jú, það er ábyggilega hægt að
fá herbergi,“ svöruðu þeir. Og
það verður úr, að við förum með
þeim í land, og mig minnir
endilega, að konan hafi líka
farið með barnið í land. Við
fáum þarna ágætis herbergi, og
Óskar er með okkur. En það
voru annars bara skipbrots-
mennirnir, sem voru í þessu her-
bergi.
En þegar við höfðum dvalið
þarna um stund og farið var að
líða á daginn, þá kemur bátur
inn á leguna. Það er flutninga-
bátur úr Reykjavík. Ég man
■ekki hvað hann hét, en þettavar
stór bátur, upp undir 40 tonn.
Hann kemur þangað undan
rokinu, leggst þarna og þeir
koma í land. Þá segir Óskar við
okkur: „Nú hættum við við að
fara með Mínervu til Reykja-
víkur og förum með þessum
bát.“ Við urðum að sjálfsögðu
mikið fegnir, því það var ekki
pláss fyrir okkur um borð í Mín-
ervu. Hún var það lítil og svo
var þar fullt af fólki fyrir.
Við vorum svo þarna yfir
daginn og mig minnir næsta dag
líka. En nú er farið að búa sig af
stað suður með flutningabátn-
um. Við lögðum af stað undir
miðnættið og vorum komnir
suður snemma um morguninn.
Hann gekk ágætlega þessi
bátur. Þegar til Reykjavíkur
kom, þá býður Óskar okkur
heim til sín og þar fáum við stór-
veislu.
Óskar tilkynnir nú réttum
yfirvöldum, að við höfum misst
skipið, og nú hefjast réttarhöld.
Óskar segir, að við verðum að
mæta fyrir rétti fyrir hádegi á
morgun uppi í Hegningarhús-
inu á Skólavörðustígnum. Þar
var réttarsalurinn.
Morguninn eftir förum við
þangað. Ég man, að við Guðjón,
nafni minn, vorum látnir bíða
fyrir framan, en skipstjórinn fór
inn og var þar dálítinn tíma. Hjá
okkur sátu tveir lögregluþjónar,
sem áminntu okkur um að tala
ekki saman. Skipstjórinn kemur
nú út og við förum inn. Þar
erum við spurðir hvað við getum
sagt um þennan skipstapa. Ég
sagði að við gætum ekki sagt
annað en það, að við hefðum
verið á siglingu og þá hefði
byrjað að leka og lekinn hefði
verið svo mikill, að vélin hefði
stöðvast og við staðið við pump-
urnar meðan nokur tök voru á
að vera þarna um borð. Við
hefðum náttúrlega farið í bátinn
á síðustu stundu, því skipið
hefði sokkið um kortéri seinna.
Þetta var satt, skipstjórinn hélt
á klukkunni.
Þessari yfirheyrslu var nú
lokið. Við höfðum verið þarna
inni 10 mínútur eða kortér. Þá
fórum við heim til Óskars og
íentum þar á ný í trakteringum.
Síðan gerði hann upp við mig
kaupið fyrir sumarið, og þá var
ekkert annað eftir en að koma
sér heim.
Ég fór nú niður á Stein-
bryggju, þar var aðaláfanga-
staðurinn þá. Þar liggur þá
bátur úr Keflavík. Það var Sæ-
borgin. Þarna var þá maður,
sem ég kannast aðeins við, en
þekkti hann annars ekki neitt,
það var Þórhallur Vilhjálms-
son, frá Hánefsstöðum, seinna
hafnarstjóri í Keflavík, og hann
var á leið suður í Keflavík. Hann
segir: „Við verðum þá bara sam-
ferða, Gauji.“ Ég jánkaði því.
Ekki vissi ég hverra erinda
Sæborgin var, nema dekkið var
orðið hálffullt af tómum lýsis-
tunnum, sem fara áttu suður í
Kefiavík, til H.P. Duus. Þaðvar
nefnilega bræddur grútur af
Duus-skútunum vestur í Gróf,
og þangað áttu tunnurnar að
fara.
Við leggjum nú af stað suður,
Guðjón M. Guðmundsson
það var orðið áliðið dags.
Sæborgin var þá lítill bátur,
ekki nema um 9 tonn. Skipstjór-
inn var Albert Ólafsson og
vélstjóri Gunnlaugur Arnodds-
son.
Hann fór fljótt að hvessa eftir
að við lögðum frá Reykjavík og
þegar við vorum komnir miðja
vegu suður, þá var komið stór-
viðri. Það var tvísýnt að við
gætum farið inn á Keflavík í
þessu veðri. En þegar við erum
að komast inn á Keflavík, þá
slitnar rórkeðjan. Það er kúplað
frá, en bátinn ber að landi. Þá er
kúplað að og keyrt aftur á bak
og frá landi. Hann er orðinn
skolli hvass og það gengur illa
að ná í keðjuna fyrir grútartunn-
unum. Svo ég segi við Þórhall:
„Við skulum bara fleygja þeim
út.“ Og við byrjuðum að fieygja
þeim og þær fóru allar í sjóinn.
Nú náðist í keðjuna og henni var
lásað saman.
I þessu veðri var ekki viðlit að
halda áfram inn á Kefiavík og
var því haldið inn á Njarðvík.
Vorum við lengi að bagsa þang-
að, því veður var hvasst af suð-
austri. Þar var legið til morguns.
Með Sæborginni voru tvær
konur farþegar suður. Þegar ég
kom um borð sátu þær á lestar-
lúgunni og höfðu breitt yfir sig
segl, sér til skjóls og hlífðar fyrir
ágjöf. Nú voru konurnar komn-
ar niður í lúkar. En lúkarinn var
ekki stór í 9 tonna bát. Við Þór-
hallur urðum því að standa stíg-
vélafullir í stýrishúsinu lengst af
nóttinni.
Um morguninn gengur hann í
suður og lygnir. Gerir hægan
sunnan kalda. Við leggjum upp
og komumst upp að Miðbryggj-
unni. Þar fórum við Þórhallur í
land. Ég fór heim til mín, en
Framh. áiog síðu
FAXI - 102